Náttúrufræðingurinn - 1954, Side 18
160
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
í 1177 hreiður, en upp á eyjuna varð ekki komizt, en þar voru áætl-
uð 9700 hreiður. Alls 10877. Með í förinni var Árni Stefánsson, og
tók hann ágætar myndir af sjó. Af samanburði mynda Árna Stef-
ánssonar og þeirra, sem nú var talið eftir, sést, að mikil aukning
er utan í.
Eins og kunnugt er, var Eldey friðuð árið 1940 með sérstökum
lögum, en áður höfðu Vestmannaeyingar árlega farið þangað til að
taka súluunga. Á árunum 1910—1939 voru teknir þar að meðaltali
3257 súluungar á ári. Vestmannaeyingar, sem farið hafa í Eldey til
súlna (venjulega í lok ágúst), hafa sagt mér, að þá hafi alltaf verið
þó nokkuð flogið af unga, og aldrei var venja að slá nema fullgerð-
an unga. Meiri hluti unga mun því árlega hafa komizt undan súlu-
keppum veiðimanna. Á þeim 14 árum, sem liðin eru frá því, er
súluungar voru síðast „slegnir" í Eldey, hafa eigi að síður um 45500
ungsúlur ba'tzt við súlustofninn vegna friðunar Eldeyjar. Friðunin
kemur meðal annars fram í því, að byggðin utan í hefur tvöfaldazt
frá 1939 til 1949, og er 1953 sexfalt meiri.
Eldeyjarfarar hafa sagt mér, að ofan á væri auður blettur, frá því
að sótt var súludrit í Eldey 1911. Engan blett var hægt að sjá auðan
ofan á á hinum ágætu myndum frá 1953. Utan í er enn hægt að
benda á syllur, sem gætu verið þéttar setnar, t. d. á tveimur neðstu
stóru syllunum að SA, þar sem einstaka súlur eru komnar inn í
svartfuglabæli. Viðkoman í Eldey mun þvi innan fárra ára hafa áhrif
á vöxt annarra súlubyggða eða verða vísir að nýjum súlubyggðum.
SUMMARY:
A census of the Gannet population on Eldey.
On the 7th of July 1953 a U.S.A. Navy aircraft took photographs of Eldey from
different angles. These pictures were enlarged and a counting of the gannets made
from them. Each visible gannet was counted as a breeding pair except where two
were sitting close together. The counting result was as follows:
Top plateau 11634 breeding pairs
Cliff faces 3544 — —
Total 15178 breeding pairs
According to this result it is of no doubt any longer that Eldey is occupied by the
largest colony of the North Atlantic Gannet (Sula bassana) in the world. The first
accurate census of the gannet colony of Eldey was made in 1939, when 8700 nests
were counted on the top plateau and 628 nests on the cliff faces. 1 he second census
was made in 1949. This time it proved impossible to climb to the top of Eldey,
but the number of breeding pairs on the top plateau was estimated at 9700. On
the cliff faces 1177 pairs were counted.