Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 23
HINN HEILAGI ELDUR
165
Er þá einnig talað um hinn ósýnilega eld, ignis invisibilis, og helvítis
eld, ignis infernalis, illan eld eða jafnvel aðeins eld.
Á miðöldum var komdrjólasýkin aðallega landlæg í Evrópu. í Suð-
ur-Evrópu geisaði hún á árunum 900—1200. Gengu þá kirkjunnar
menn framarlega i því að lækna þá sjúku, og voru munkar af Anton-
íusarreglunni þar einna fremstir1). Söfnuðu þeir hinum krepptu og
bækluðu í klaustur sín og slökktu í þeim eldinn með messum og helgi-
haldi, unz limina tók að rétta og sár að gróa. Var hinum heilögu
messum vitanlega þökkuð meinabótin, en ekki hinu, að sjúklingur-
inn hætti að neyta hins skemmda korns, en lifði við fjölbreyttari
fæðu, og framar öllu, át nú hið hreina brauð klaustursins. Upp frá
þessu var farið að kalla sjúkdóminn ignis Sancti Antonii og var hann
víða þekktur undir því nafni.
1 riti sínu Ignis Sacer og Sancti Antonij rekur Ehlers (1895) sögu
sjúkdómsins í Evrópu allt fram á vora daga. Lýsir hann átakanlega
faröldrum í Frakklandi og hve fólkið stóð hjálparlaust gagnvart þess-
ari óskaplegu plágu, sem Haggard telur í bók sinni Devils, Drugs and
Doctors, að hafi verið ennþá hryllilegri en holdsveikin. Á Norður-
löndum og í Mið-Evrópu virðist ignis sacer hins vegar aldrei hafa
verið jafn skæður. Þannig era danskar heimildir mjög fáorðar um
hann, og telur Ehlers, að viða, þar sem hans sé getið, sé aðeins átt
við heimakomu eða ristil, en ekki korndrjólasýki. Bæði Ehlers og F.
Jónsson (1912) geta þó nokkurra ótvíræðra lýsinga korndrjólasýki.
Nokkur mismunur virðist vera á sjúkdómseinkennum, þar sem hinn
illi eldur herjar á miðöldum. Virðist drep vera algengara í Frakk-
landi, Spáni og Englandi en krampinn og sinakreppan á Norður-
löndum, Þýzkalandi og Rússlandi. Er ekki óliklegt, að þessu hafi
valdið mismunur á þroska sveppsins eftir breytilegu veðurfari. Reich-
born-Kjennerud (1940) lýsir hinum mismunandi stigum þannig:
„Á drepstiginu koma í fyrstu fram rauð útbrot og „brunablöðrur"
á útlimi eða útstandandi líkamshluta, svo sem nef, eyru og kinnar.
Viðkomandi limur verður kaldur, dofinn og blásvartur áður en hann
visnar og fellur af. Þar sem drepinu fylgja ekki miklar blæðingar,
getur hinn sjúki náð heilsu, þótt limlestur sé. Eitrunin getur einnig
haft áhrif á sjónina. Á krampastiginu verður fyrst vart við fiðring i
limum og víðar, og það er eins og limirnir „dofni“ eða „sofi“. Þvi
1) Reglan er stofnuð af Urban páfa II. árið 1093, lil })°ss að veila hjálp sjúk-
um mönnum, þjáðum af heilögum eldi.