Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 25
HINN HEILAGI ELDUR 167 sjá, en á annarri hafði etið allt kjötið af hendinni og armlegginum. Stóð þar af svo vondur þefur, að enginn þóttist mega kenna. . . . Þær voru græddar í kirkju guðs móður.“ Hér gæti auðsjáanlega verið um drepstig korndrjólasjúkdómsins að ræða, sem batnar við breytt mat- aræði á kirkjustaðnum. Maríu saga getur einnig um mann, sem gæti hafa verið með sjnkdóm þennan, sem lýst hefur sér fyrst með drepi, en síðar með krampa. Þar stendur: „011 hans ásjóna þrútnar svo mjög, að ekki sá hans augu, nef eða munn, , . . sem fjórir dagar voru liðnir, tók nokkuð að minnka þessi mikli þroti og gerðist þá á allri hans ásjónu rauð kaun, og hlupu upp stórar blöðrur, svo að allir, þeir er sáu, sögðu hann vera líkþráan. Eftir það færðist allur krankleikinn og þrotinn niður líkamann, um hans lendar og allt nið- ur í tærnar, og svo hörmulega var hann píndur, að hans kné beygð- ust, svo að liælarnir lágu við þjóinn, og drógu hann svo hræðilega saman, að hann varð sem einn böllur. Allur neðri hluti hans líkama var sem dauður, og hann kenndi hans ekki.“ Þótt sjúkdómnr þessi væri ægilegur og lýsingar séu ófagrar af heilsufari hinna sjúku, var þó bót i máli, að margir urðu græddir með góðu atlæti í kirkjunum. „Innan fimmtán daga var slökkt drep þessa elds, svo að sina heilsu fengu 103, svo að menn vissu, er pínd- ust af þessari sótt. Og þrjár meyjar, hverra limir voru allir sem snar- aðir væru, er þangað voru færðar, fengu fullkomna heilsu. . . . Sá var þar siðvani, að þeir sjúkir menn, sem lieilsu fengu, voru þar niu daga, síðan þeir urðu heilir.“ Þegar þeir, sem krepptir voru, komust í umhirðu kirkjunnar, og hættu að neyta hins venjulega fæðis, „tóku þegar að losna þeir hnút- ar, sem sinarnar hafði saman dregið“ (Mariu saga). I Ólafs sögu hins helga er einnig getið konu, er svipað var ástatt fyrir, og grædd var undir handleiðslu konungs. Kirkjan er þó ekki ein um lækningar á hinum illa eldi, því að læknar miðaldanna benda á jurtir, inntökur og smyrsl til eyðingar þeim illu vessum blóðsins, sem þeir töldu valda sjúkdóminum. Þannig er í læknabók nokkurri, sem mun skráð á seinni hluta 15. aldar, ef til vill af Þorleifi Björnssyni, og svipar til ráða þeirra, er Henrik Harpestræng gefur, víða minnzt á hinn illa eld og gefin ráð við honum.1) Telur Henning Larsen (1931), að með illum eldi sé þar 1) 1 verkum Finns Jónssonar (1912) og Kr. KSlunds (1908) eru jurtabækur Danans Henriks Harpestræng taldar vera fró fyrri hluta 13. aldar. 1 skrifum hans

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.