Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 32
174
NÁTT0RUFRÆÐINGURINN
yrði upplýst, hvort stúlka þessi hefði búið við sérstaldega þröngan
kost og því getað veikzt af úrgangskorni, eða hvort hún hefði veikzt
að haustinu til eftir uppskerutíð melkornsins. Þetta fór þó á annan
veg, því að í leitirnar hefur komið lýsing á veikindum stúlku nokk-
urrar í Ministerialbók Meðallandsþinga (1783—1817) eftir þáver-
andi sóknarprest, Jón Jónsson, köggul (f. 1736, d. 1839). Vilmundur
Jónsson, landlæknir, vakti athygli mína ó þessari frásögn, sem reynd-
ist vera af stúlku þeirri, sem hér um ræðir. Þar sem lýsing þessi hefur
ekki áður birzt á prenti, læt ég hana fylgja hér í heild: >
Anno 1789. Þann ll.Aprilis deyði Guðleiv Bjarnadóttir 17 ára confirmeraður
niðursetningur frá LeiðveRi. Hún hraktist héðan i eldsneyðinni ásamt foreldrum
sinum suður á Álftanes, hvar þau bæði dóu í vesöld. Kom siðan barnið með álnum
sinum undir umsjón prófasts sira Markúsar Magnússonar í Görðum, er kom þvi
síðan til leiðar hjá kammerherra og stiftamtmanni Levetzov, að þar þess erfðu álnir
áttu að vera allar uppeyddar, að það var veturinn 1786 látið i tugthúsið, undir um-
sjón og uppfræðing Bruna. Kennslan var öll sú að henni var tvisvar sinnum skipað
að lesa faðirvor. Forsorgunin lítið af fiski, vatnsgrautur og þá brúkanleg grútar-
lóðavigt, en þjónustan engin og ekkert frelsi þar til. Næsta sumar þar eftir var hún
hér til sveitar rekin horuð, búin öldungis að týna þeim rudimentis sins Kristin-
dóms, er hennar sálugu foreldrar höfðu hjá henni niður sóð, ber og nakin með
geitum og ótukt mestu. En þar þessi fagra forvaltning var af yfirmanna ráði, lét
kammerherrann henni fylgja til forlags af collectu peningum 10 rd., svo hrepp-
stjórinn snr. Ólafur Jónsson á Leiðvelli veitti henni þar með móttöku og gekk henni
í góðs föður stað, svo að hún á næsta misseri var haldin sú efnilegasta manneskja,
og með þvi hún var næm og skörp til munns og handa, varð hún á næsta vori
1787 vel hæf til confimationar, er hún þá og öðlaðist. Fyrir utan Pontoppidans
spurningar vel kunnandi messusöng og marga aðra sálnia.
Þá úthallaði þessu sumri 1787 tók hún að missa afl og tilfinning í aRri hægri
hRðinni, hvar við sansamir veiktust, mál og minni tók að þverra. Svoleiðis Rfði
hún með Rtilfjörlegri gangvist til næstliðinna veturnótta, þó þessi sjúkdómur fór
svo i vöxt, að um adventutíma var hún orðin máRaus án minnstu hreyfingar og
tilfinningar. Um jólin varð hún sjónlaus og ó þorra tók til að koma gat á höfuð-
skelina, en fúasár ó Rkamann, en þá svo var komið, fékk hún aftur nokkurt mól
og sérdeilis guðhrædda þanka svo hún varð .... að sacram coenam aðmissa 25.
Martii. Lifði síðan [í] staðfastri trú og þoRnmæði fyrir miskunn guðs og sérdeilis
nókvæma umhyggju sinna guðhræddu húsbænda til þess tiRekins laugardags morg-
uns, að hún með fullri rænu og vel skiljanlegu móli í Guði útaf sofnaði en var
grafin 13. aprilis. (L.D. in æt.).
Um anstaltir sumra mætti fleira skrifa við þennan aumingja öðrum til viðvör-
unar, nokkrum af þeim til smónar, en nokkrum til æru, meðan bók þessi varir, en
ég skirrist þar við. Sannleikurinn hér um vei-ður öRum opinber þá hverjum sem
einum verður endurgoldið eftir sinum verkum svo Levetzov og Bruna sem mér.
I5á er að athuga, hvað frásögn þessi hefur fram að færa um hag
slúlkunnar, og hvort hún gefur frekara tilefni til að ætla, að veikindi