Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 33
HINN HEILAGI ELDUR 175 hennar stafi af meldrjólaeitrun. Er þá fyrst athyglisverður dvalar- staður stúlkunnar. Hún er að vísu illa meðhöndluð áður, en veikist fyrst af þeim sjúkdómi, sem dregur hana til dauða, í mestu meltekju- sveit Skaftafellssýslunnar, Meðallandi. Hún býr einmitt á Leiðvelli, sem var mitt í meltekjusvæði því, sem Sæmundur Hólm (1784) tel- ur, að liggi undir skemmdum í Skaftáreldum, og örskammt frá Hrauns- rnelum, þar sem Sveinn Pálsson telur melinn sýkjast af meldrjólum á árunum 1783 til 1793. Stúlkan er niðursetningur á heimili hrepp- stjórans, sem hefur sjálfsagt verið framtakssamur og ötull meltekju- maður og hefur enda haft góða aðstöðu til meltekju. Hann reynir efa- laust að ala stúlkuna sæmilega eftir meðferðina á Alftanesi, gefur lienni melkorn, en þó vitanlega ekki bezta kornið, þar sem hún er niðursetningur, heldur mjög líklega það grófasta, en í því eru mel- drjólarnir. (S. Hólm, 1782). Að lokum leiðir frásögnin í ljós, að stúlk- an fer að missa afl á úthallandi sumri, eða einmitt í meltekjutíðinni. Ágerist sjúkdómurinn með endurtekinni korndrjólaneyzlu, þar til er stúlkan deyr hinn 11. apríl, en ætla má, að þessar úrgangskornbirgðir hafi alltaf getað enzt það langt fram á veturinn. Enda þótt aldrei verði að fullu upplýst, hvort stúlkan hafi dáið úr meldrjólaeitrun, eru líkurnar miklar fyrir því. Korndrjólaeitrun fólks- ins í Kirkjulækjarkoti er hins vegar örugg sönnun þess, að melurinn, sem Eggert og Bjarni töldu, að „hinn alvitri, góði guð“ hafi látið vaxa í hinum „ömurlegu þurru“ sandsveitum, fólki þar til búbætis, hafi verið sýktur sveppi þeim, er hafi getað og geti enn valdið liinum drottins heilaga eldi miðaldanna, ignis sacer. SUMMARY: In this paper the author reports three cases of ergotism on a farm in South Ice- land following the eating of diseased lyme grass seed (Elymus arenaria). Ergotism has not been reported in Iceland during the last centuries. The naturalist S. Hólm in the 18th century describes the fungus on lyme grass growing in South Iceland, where its grain is used for human consumption, and notes that the dark, curving sclerotical bodies, formed in the spikes of the grass, are unwholesome to eat. He writes that they cause stomach ache, nausea, headache and even internal ulcers, but does not mention any special cases of the sickness. The present author, after giving a brief description of the parasiting fungus, its life-cycle and poisonous ef- fects, discusses the history of the common ergot sickness in Europe from the Roman period until present time. Then are quoted symptoms from the old Icelandic writ- ings, possibly fitting those of ergot poisoning, and the conclusion drawn, that the disease has possibly been caused in Iceland by imported rye or barley, as well as in other Scandinavian countries, but that it has previously been taken for leprosy, syphilis, cancer or cramps in its chronic forms, and not distinguished from epi-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.