Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 48
188
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
andi sýnishorn (sjá Fylgiblað II, sem sýnir, hvernig eyðublaðið lítur
út, er það hefur verið útfyllt og tegundin ákvörðuð).
Þegar eyðublaðið hafði verið fyllt út fyrir hvert tré, voru plúsarn-
ir lagðir saman í hverjum tegundardálki. I stuttum texta neðst á
eyðublaðinu var reynt að gera eins konar mat á hinum ýmsu ein-
kennum og sömuleiðis tekið tillit til næfralitar og bollögunar trésins,
og þannig ályktað, um hvaða tegund væri að ræða í hvert sinn.
Ef plúsafjöldi var yfirgnæfandi í vissum tegundardálki, var það
látið ráða. Þegar plúsafjöldinn var jafnari í fleiri tegundadálkum,
var annað hvort talið vera um að ræða bastarð milli tveggja, sem
virtust hafa álíka marga plúsa, eða stundum engin tegund ákvörðuð.
Þegar nafngreindir eru á þennan hátt margir tugir sýnishorna í
einu, getur vitaskuld verið, að í ljós komi skortur á samkvæmni við
greininguna. Þetta stafar af þvi, að þegar um er að ræða sum ein-
kenni, svo sem tönnun blaða, tánnlögun og blaðodd, getur verið erf-
itt að dæma hlutlægt. Dómur manns getur orðið fyrir áhrifum af
fyrstu augnablikssýn á blaðið, þar eð manni hættir þá oft við að
láta sér detta í hug einhverja ákveðna tegund.
Svo vel vildi til, að sumarið 1950 bar birkið í Hallormsstaðarskógi
mikið fræ. Þess vegna voru kvenreklar á langflestum sýnishornum.
Fáein sýnishorn höfðu þó enga kvenrekla. Er ljóst, að nafngreining
þeirra er mun óábyggilegri en hinna. Samt reyndi ég að nafngreina
þau eftir blöðum og sprotum eingöngu og reiknaði þau með í töflu I,
sem sýnir skiptingu sýnishornanna í tegundir og bastarða.
Yfirleitt notaði ég til nafngreiningar sýnishornið úr miðri krónu.
En þar sem engir kvenreklar voru á þessu sýnishorni, en fundust
hins vegar á sýnishorninu úr toppi krónunnar, notaði ég að sjálf-
sögðu hið siðarnefnda.
Að öllu samanlögðu verður að hafa fyrirvara á nákvæmni þess-
arar nafngreiningaraðferðar. Enda ber að skoða hana sem tilraun.
Hér má þó skjóta inn, að Roll-Hansen, dósent, skýrði mér frá því,
er hann hafið lesið ritgerð þessa og borið sýnishornin, sem ég lét
fylgja með henni, saman við eyðublöð þau, sem ég útfyllti fyrir hvert
tré, að hann teldi aðferðina fullgóða og hvatti mig til að gera eftir
henni víðtækari athuganir á íslenzku björkinni. Steindór Steindórsson
frá Hlöðum, sem hefur lesið yfir ritgerðina. telur einnig, að gaman
gæti verið að taka birkið hér til víðtækari rannsóknar á sáma grund-
velli og hér er gert.