Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 9
2. mynd. Rithönd Eggerts Ólafssonar. úrufræðin skammt á veg komin, og ísland um marga hluti engu öðru landi líkt. Hefur því oft reynt á bókarhöfundinn, hverju hafna skyldi, kenningum vísindamannanna eða athugunum þeirra félaga sjálfra. Til þess að það mætti vel takast þurfti bæði skarp- skyggni og dirfsku. En Ferðabókin er ótrúlega sjálfstætt verk. Mér er ekki kunnugt, hvort Eggert hefur haft nokkurt rit nágranna- þjóða vorra, sem verið gat bein fyrirmynd um efnisval og skipan, og vissulega enga feiðbeiningu til skilnings á fjöldamörgum ís- lenzkum náttúrufyrirbærum. Ljóst er þó af bókinni, að hann hefur kannað lýsingar frá Færeyjum, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi og er afloft til þeirra vitnað, svo sem Sunnmæralýsingar Ströms og Fær- eyjalýsingar Debess. Einnig hel’ur liann kannað fjölda rita um al- menna náttúrufræði, þótt ekki sé þess kostur að rekja það hér. Til einskis höfundar mun þó jafnoft vitnað og sænska grasafræðings- ins Linnés. Sýnir það í nokkru sjálfstæði þeirra félaga gagnvart lærifeðrunum í Kaupmannahöfn, en Linné var þar enn í litlum metum, þótt viðurkenningu ltefði hann annars hlotið um allan hinn menntaða lieim. Haft er það fyrir satt, að Bjarni Pálsson hafi fyrstur náttúrufróðra manna í Danaveldi vitnað til Linnés í grasa- fræðiritgjörð. Ferðabókin sýnir, að jieir félagar hafa gjörþekkt rit Linnés og draga af þeim nytsama lærdóma. Ekki auðnaðist Eggert Joó að ganga til fulls frá Ferðabókinni, né sjá hana fuflbúna. Síðustu höndina á verkið lögðu aðrir menn,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.