Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 14
60
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Fegurð og yndi íslenzks sveitalífs er dregið i'ram í skýrum mynd-
um. Eggert vill sýnilega bæði hvetja og mennta þjóðina með kvæð-
um sínum, enda eru mörg þeirra fræðilegs eðlis, og kemur náttúru-
fræðiþekking hans þar mjög fram, en einkum þó ást hans á gróðri
landsins og landgæðum. Löngum hefur Búnaðarbáfkur verið tal-
inn eitt fremsta kvæði Eggerts, og víst er, að þar og í kvæðinu
Island, sem er eins konar yfirfit um sögu landsins, koma lífsskoð-
anir hans skýrast fram. Óvíða eggjar hann þjóð sína meira til dáða
og að baki er siðræn alvara, sem raunar er löngum undiralda í
kveðskap lians. En þótt kvæði Eggerts séu oss nútímamönnum lítt
að skapi sem lesefni, urðu þau um langt skeið aflvaki í íslenzku
Jrjóðlífi, og áhrif þeirra allvíðtæk.
En Eggert Ólafsson lagði á enn fleira gjörva hönd. íslenzk
tunga var lronum kær og viðhald hennar og endurreisn var eitt
helzta áhugamál hans. Gerði hann miklar tilraunir í þá átt og
samdi meðaf annars allmikið rit um íslenzka réttritun, er hann
vildi að upp yrði tekin. í Jrví máli kemur greinilega fram ást hans
og dýrkun á fornöldinni, fyrndi hann ritháttinn svo mjög, að oss
nú Jrykir jaðra við fulla sérvizku og öfgar. Ekki mun réttritun hans
hafa hfotið fylgi manna, enda varla við því að búast eins og frá
lienni var gengið. Var ritgerð hans aldrei prentuð, en mun hafa
borizt nokkuð milli manna í handritum.
A Hafnarárum Eggerts var mikið mannval íslenzkra stúdenta
við háskólann. Viðreisnarhreyfingar og menntastefnur aldarinnar
snurtu þá, og margir þeirra urðu gagnteknir af þeim anda að
hefja íslenzka þjóð til meiri velmegunar og menningar. Félagsskap
höfðu þeir með sér, er Sakir nefndist. Voru Joeir Eggert og bræðuv
hans, sem allir voru kenndir við Svefneyjar, þar forystumcnn. Að
vísu voru Sakir eins konar skemmtifélag, en Ijóst er þó, að undir-
alda félagsskaparins er Jijóðleg vakning, og mjög voru reglur þeirra
í fornum stíl. En hér fór sem oftar meðal íslendinga, að Jreir báru
ekki gæfu til samjrykkis. Flokkadrættir mögnuðust í stiidentahópn-
um, og eru þar oft nefndir tveir flokkar, Bændasonaflokkur undir
forystu Svefneyjabræðra og Biskupssonaflokkur, Jrar sem Hannes
Finnsson, síðar biskup, og bræður hans voru í fararbroddi. Vafa-
lítið hafa persónuleg sjónarmið og ólík skaphöfn valdið nokkru
um sundurþykkju þessa. í báðum flokkum voru einlægir ættjarðar-
vinir og umbótamenn, en sitt sýndist hvorum flokki um leiðir til