Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 61 4. mynd. Skor. Þaðan lagði Eggert í hinztu íör sína. umbóta, þótt keppt væri að sama marki. Hannesarmenn litu meira til umheimsins og vildu veita erlendum menningarstraumum til landsins og hefja viðreisn þess á þeim grundvelli. Blöskraði þeim að vonum, hversu mjög Islendingar höfðu dregizt aftur úr öðrum þjóðum. Höfðu þeir ótrú á fornaldardýrkun Eggerts og því, að ætla að reisa þjóðina við á þeiin grunni, sem hin forna menning gaf. En í ritum og störfum Eggerts er hinn rauði þráður aðdáun og hollusta við fornar venjur, og að þjóðin megi verða sjálfri sér nóg á sem flestum sviðum. Þetta kemur iram jafnvel í hinum ólíkleg- ustu ritum hans, svo sem Réttritunarbókinni og Brúðkaupssiða- bókinni. í hinni fyrri leitast hann við að færa málið í fornan búning, en liina síðari ritar hann til þess að teknar verði upp fornar venjur á hátíðlegum stundum. Fór og brúðkaup hans sjálfs fram með þeim hætti. Lachanologian, sem er leiðbeining um garð- yrkju, og Drykkjabókin, eru báðar leiðbeiningar um, hversu hag- nýta megi íslenzkar jurtir og efni til matar og drykkjar. Ekkert þessara rita hefur þó verið prentað nema Lachanologian, sem síra

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.