Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 18
64 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Ingólfur Davíðsson: Nykurrósir, lótusblóm Á íslandi eru ýmsar nykrutegundir algengar í tjörnum, síkjum og grunnum vötnum. Fljóta blöð þeirra á vatninu, aflöng, eða fremur breið eftir tegundum. (Sjá Flóru íslands.) Blóm nykranna eru íremur ósjáleg. Nafn nykranna er sennilega kennt við kynja- dýr þjóðsagnanna, nykurinn. í hlýrri löndum má víða sjá stór jurtablöð á löngum stilkum fljóta í stórum breiðum á vötnum, tjörnum og í lygnum árkvísl- um. Á milli blaðanna gefur að líta stór og skrautleg blóm, hvít eða gul, sjaldnar með roðalit. Er það undurfögur sjón. Þetta eru nykurrósir (Nymphaea og Nuphar), algengar víða um Evrópu. Þær teljast til nykurrósaættar (Nymphaeaceae) og eru til um 100 tegundir, sem langflestar eiga heima í heitum löndurn. Skal fyrst vikið að tveimur tegundum, sem vaxa í tempraða beltinu, m. a. á Norðurlöndum. Hvít nykurrós (Nymphaea alba) vex um mestalla Evrópu og skyld tegund í Norður-Ameríku. Eiggja handleggsgildir jarð- stönglarnir djúpt í botnleðju vatna, tjarna, mógrafa og árkvísla. Niður úr jarðstönglunum vaxa rætur, en blöð upp frá þeim og sjást jafnan mörg ör eftir blöð frá fyrri árum. Kafblöð liggja niðri í vatninu og ber lítið á þeim. En flotblöðin eru stór, kringlótt og leðurkennd, hjúpuð vaxlagi á efra borði og tollir vatn ekki við þau. Loftaugun eða varaopin eru á efra borði blaðanna, enda er það hagkvæmast. Flotblöðkurnar sitja á löngum, sveigjanlegum stilk- um og þola furðanlega straum og öldugang. Loftgöng mörg eru í stilkunum, svo að þeir eru léttir í vatninu. Hin stóru, hvítu blórn fljóta á vatninu milli blaðanna. í blóminu eru 4 græn bikarblöð, mörg, hvít krónublöð, margir fræflar, geislafræni og svampkennt beraldin. Gul nykurrós (Nupliar luteum) vex á svipuðum stöðum og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.