Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 71 skipulagningu jarðfræðirannsókna fer því að verða aðkallandi, ekki beinlínis til að skapa öllum þessum hópi atvinnu í greininni — það er þeirra sjálfra að skapa sér verksviðið og sýna fram á þörf- ina fyrir sig — heldur til þess að fá þessa starfskrafta nýtta á sem beztan hátt. Það kom raunar fram í umræðunum, að verulegur hluti þessa hóps muni geta fengið atvinnu við jarðfræðirannsóknir innan tíðar, svo framarlega sem einltverjir finnast, sem vilja leggja fyrir sig kennslu, en hafa rannsóknirnar að sumarstarfi. Loks þökkum við höfundum erindanna fyrir framlag sitt og rit- stjóra Náttúrufræðingsins góðar undirtektir við beiðni okkar um að fá greinarnar ljirtar í tímaritinu. Kristján Sœmundsson Stefán Arnórsson. Jarðelclarannsóknastöð á íslandi Sigurður Þórarinsson Náttúrufrœðistofnun íslands ísland er óvéfengjanlega eitt af merkustu eldfjallalöndum jarð- arinnar. Landið er allt hlaðið upp í eldsumbrotum. Enn er þriðj- ungur þess virkt jarðeldasvæði og ekki aðeins eitt af þeim stór- virkustu á gjörvallri jarðkringlunni heldur einnig liið fjölbreyti- legasta um eldvirkni. Það er löngu klassískt í sögu jarðeldarann- sókna sem land mikilla flæðigosa úr gossprungum og dyngjum. Það voru lýsingar af íslenzkum flæðigosum, sem áttu drjúgan þátt í sigri plútönista yfir neptúnistum. Hér er einnig að finna virkar flestar þær gerðir eldstöðva, sem fyrirfinnast. Jafn margar gerðir virkra eldstöðva er hvergi annars staðar að finna. Og þær fáu gerðir, sem ekki eru meðal virkra eldstöðva, er að finna meðal þeirra sem kulnaðar eru. Bergfræðilegar rannsóknir síðari ára svo sem rannsóknir G. P. L. Walkers og aðstoðarmanna hans á Austur- landi og rannsóknir Haraldar Sigurðssonar og fleiri á Snæfellsnesi hafa leitt í ljós, að berggrunnur Islands er raunverulega miklu fjöl- breytilegri og forvitnilegri en fræðimenn hafði órað fyrir. í tertíera og pleistósena berggrunninum er að finna leifar eða rústir fjöl-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.