Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 30
76
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fer að verulegu leyti eftir því, hvað við treystum okkur til að
leggja af mörkum fjárhagslega, en ég ætla að jn'ír, auk forstöðu-
manns, væri lágmarkstala.
Enn hefur lítið verið rætt um jiað, hversu fella skuli slíka rann-
sóknarstöð inn í heildarkerfi íslenzkra jarðfræðarannsókna (flt. =
geoscience). Eðlilegt má telja, að slík stöð verði í einhverjum tengsl-
um við Háskóla íslands, þótt hún hljóti að hafa allmikið sjálfstæði.
Eg tel lítinn vafa á, að rannsóknarstöð, slík sem hér hefur verið
rædd, geti orðið lyftistöng íslenzkum jarðfræðum og komið í okkar
hendur stjórn og skipulagningu þeirra alþjóðlegu jarðfræðarann-
sókna, einkum bergfræði- og jarðeðlisfræðilegra, sem raunveru-
lega eru framkvæmdar hér ár hvert og í vaxandi mæli, án þess að
við sem stendur ráðum þar nægilega miklu um. Ég tel einnig
styrk í því að hafa norrænu bræðraþjóðirnar að bakhjarli.
Af eðlilegum orsökum sækja erlendir vfsindamenn hingað aðal-
lega í tvennum tilgangi. Annar er að læra íslenzka tungu og kynn-
ast íslenzkum bókmenntum að fornu og nýju, hinn er að kynnast
íslenzkri náttúru og Iiennar sérkennum og þar eru það jarðelda-
svæðin, sem mest aðdráttarafl hafa. Verið er nú að skapa erlendum
hugvísindamönnum skilyrði til námsdvalar og rannsókna hér í
hinum nýju húsakynnum Handritastofnunarinnar. Með tilkomu
jarðeldarannsóknastofnunar skapast hér hliðstæð náms- og rann-
sóknarskilyrði fyrir erlenda jarðfræðinga og jarðeðlisfræðinga undir
íslenzkri stjórn og jarðfræðin komast nær því að hljóta þann sess,
sem þeim ber í menningarlífi Islendinga.
Um gildi eðlisfræði og stærðfræði fyrir jarðfræði,
og um rannsóknir og kennslustörf
Trausti Einarsson
Háskóli íslands
Almennt um samband jarðfræði og eðlisfræði og stærðfræði
I þessum fáu orðum verð ég að stikla á stóru um gildi eðlisfræði
og stærðfræði í jarðfræði, námi eða rannsóknum. Enginn mun í
rauninni efast um slíkt gildi, en menn hafa vafalaust mismun-