Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 34
80 NÁT TÚRUFRÆÐINGURINN Enn mætti nefna rannsóknir á grundvelli plasticitetsfræði á því hvernig jöklar renna, t. d. við botninn. Þetta kynni að upplýsa ein- hver atriði varðandi myndun jökulruðnings og hafa nokkur áhrif á túlkun á fornum jökufmyndunum. I fáum orðum sagt er í hliðargreinum verið að fjalla um ýmis atriði, sem jarðfræðina varða, á eðlisfræðilegum og stærðfræðileg- um grundvelli, og því meiri kynni sem jarðfræðingur hefði af slíkurn greinum, því betur ætti hann almennt að standa að vígi. Þannig þykist ég þá hafa bent á gildi þess fyrir jarðfræðing að hafa staðgóða þekkingu á eðlisfræði. Á j)á ekki að auka hlut hennar í náminu? Sú spurning er að sjálfsögðu sífellt á dagskrá hjá kennslustofnunum, hve mikið skuli heimta í hinum ýmsu þáttum, sem námið samanstendur af, en niðurstaðan verður alltaf sú, að aðalgreinar verði að sitja í fyrirrúmi um hinn takmarkaða námstíma. Ég sé því ekki, að liægt sé að auka eðlisfræði í námi jarðfræðinga nema lítillega, nema þá með sérgreiningu. Segjum t. d. að stúdent hafi lokið fyrrihluta, eða 4 ára diplómi í jarðfræði og taki síðan eðlisfræðilegar aðferðir sem sérgrein undir doktors- próf. Einnig ætti að mega snúa röðinni við, }d. e. að eðlisfræðingur vinni sig inn í eða taki stig í jarðfræði. Vilji jarðfræðingur að námi loknu vinna sig inn i eðtisfræði, tel ég að einkum varmafræði og aflfræði hefðu þýðingu fyrir hann. í þeirri fyrri er ])að einkum varmaleiðsfa, sem væri mikilvæg, ekki sízt í eldfjallalandi. Innan aflfræði má nefna teygjanleika, plasticitet, rheologi eða straumafræði, sem veitir t. d. skilning á tektóniskum módeltilraunum. í stærðfræði þarf þá að fara út í differentiallík- ingar. Eigin starfsskilyrði og atvinnuhorfur Til Jjess er ætlazt, að framsögumaður segi eitthvað frá eigin starfi, og mun ég ræða um starfsskilyrði. Rannsóknarstörf mín hafa verið unnin með fullri kennslu sem aðalstarfi. Frá 1935 hef ég fengið tvö ársfrí vegna rannsókna. Með menntaskólakennslu fyrsta áratuginn gat ég lesið og grúskað ekki svo lítið og svo voru sumrin alveg laus. Við flutninginn að há- skólanum var þó efst í huga mér, að þar mundi ég fá miklu rýmri tíma til rannsókna, en það varð þó alveg gagnstætt fyrstu árin

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.