Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 39
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 85 og við Hamrahlíðarskólann, en Laugvetningar fara sem fyrr segir að nokkrn eigin brautir, þótt í reynd sýnist mér þeir nemendur, sent þar velja aukna náttúrufræði sem valgrein, fái svipaða mennt- un og nemendur náttúrufræðideilda hinna tveggja skólanna. Menntadeild Kennaraskólans er enn ekki fullmótuð, en getur sennilega bráðlega veitt menntun, sem svarar að mestu til stúdents- menntunar úr náttúrufræðideild menntaskóla. Af framangreindu er auðséð, að þarfir skólanna fyrir jarðfræði- kennara fara vaxandi. Þessir kennarar þyrftu helzt, auk háskóla- menntunar í jarðfræði, að hafa menntun í öðrurn kennslugrein- um skólanna, svo sem í líffræði, efnafræði eða eðlisfræði. Náttúrufræði við menntaskóla er skipulögð sem ein grein: líf- fræðigreinar kenndar með jarðfræði, veðurfræði o. fl. Nú virðast mér vaxandi annmarkar á þessu skipulagi, einkum er erfitt að fá kennara, sem menntun og þekkingu hafa til að kenna allar þessar greinar. Raunar er oft hægt að skipta kennslunni á tvo eða fleiri kennara, en munnlegt stúdentspróf er í allri náttúrufræðinni í einu, svo að náttúrufræðikennarar skólans verða að hafa vald á öllum hlutum hennar, ef þeir eiga að teljast fullgildir starfsmenn. Mér virðist auðséð, að skipta verði stúdentsprófi í náttúrufræði í tvö próf, hvort sem einkunnin yrði ein eða tvær. Innan Kennara- skóla íslands er svona skipting á náttúrufræði sem kennslugrein þegar ríkjandi. í náttúrufræðideildum menntaskólanna hlutast náttúrufræðin að sjálfsögðu sundur í nokkrar greinar, sem prófað verður úr hverri í sínu lagi, og sýnist mér sennilegt, að náttúrufræðinni verði um leið skipt í tvær kennslugreinar og prófgreinar — líffræði og jarðfræði ásamt skyldum greinum — í hinum deildunum. En á meðan þessi skipting er ekki framkvæmd verður hver fastráðinn náttúrufræðikennari við menntaskólana að vera við því búinn að kenna allt námsefni skólans í greininni. Margir sakna landafræði af námsskrá menntaskólanna. f sam- bandi við endurskoðun þá, sem nú fer fram á námsefni og kennslu- háttum skólanna, ltafa komið fram ýmsar tillögur um, hversu úr þessu verði ltætt. Kenna mætti til dæmis hluta landafræðinnar með hagfræði og félagsfræði, sem áætlað er að taka upp innan ákveð- inna deilda skóianna eða sem valgreinar, en fysisk landafræði yrði þá kennd innan náttúrufræðinnar, væntanlega með jarðfræði. Trú-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.