Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 42

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 42
88 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN jarðvísinda. Önnur skipting er að skipta jarðfræði í tvennt í hag- nýta jarðfræði og grundvallarrannsóknir. Flestar e£ ekki allar greinar jarðfræði geta orðið hagnýtar en hagnýtri jarðfræði má aftur skipta niður í rannsókn og leit að hagnýtum jarðefnum ann- ars vegar og verkfræðilega jarðfræði liins vegar, og er þá því sem næst komið að þeirri grein, sem ég mun ræða um, eða virkjana- jarðfræði. Jarðfræðilegar upplýsingar til hönnunar og bygginga mannvirkja er verkfræðileg jarðfræði. Áhugasvið verkfræðilegrar jarðfræði í sambandi við mannvirki er venjulega frekar þröngt bæði niður á við og í flatarmáli. Niður á við er það oft ekki nema allra efstu lögin, jafnvel ekki nema lausu lögin ofan á klöpp, og sjaldan þarf að þekkja jarðfræði í þessu sambandi dýpra en 200—300 m undir yfir- borði. Að flatarmáli er áhugasvið verkfræðilegrar jarðfræði það svæði, sem mannvirkið er á, og getur haft áhrif á. Innan mann- virkjasvæðis og áhrifasvæðis þess þarf jarðfræðin að vera mjög vel þekkt. Stærstu mannviiki í heiminum í dag eru ýrnsar stíflur með uppistöðidónum þeim, sem ofan við þær myndast. Skapast þar fjölþættari og meiri jarðfræðileg vandamál en við nokkur önnur mannvirki. Auk þess eru oft í sambandi við virkjanir gerð jarð- göng og stöðvarhús höfð neðanjarðar. Þetta allt veldur því, að jarðvirkjanajarðfræði er flóknust og fjölþættust allra verkfræðilegra jarðfræðigreina. Vandamál jrau, sem jarðfræðiranusóknir virkjana- jarðfræðingsins eiga að lijálpa til við að leysa og meta, eru helzt: 1. stöðugleiki undirstaða; 2. leki og vatnstap úr uppistöðulónum; 3. aðstæður við gerð jarðganga og annarra neðanjarðarmannvirkja; 4. leit að byggingarefnum í steypu og fyllingarefni í stíflur. Virkjanajarðfræðingur getur aldrei unnið einn. Hann er hluti af keðju þeirri, sem hanna á og byggja mannvirkin. Hann vinnur með verkfræðingum, sem alltaf verða að bera aðalábyrgðina á sjálfu mannvirkinu. Það er því mjög nauðsynlegt, að verkfræðingur og jarðfræðingur skilji hvorn annan, en oft eru töluverðir vankantar Jrar á, Jrví hugsunarháttur sá, sem námið kennir, er mjög ólikur. Starfi virkjanajarðfræðings er hægt að skipta niður í uokkur stig eftir byggingarstigi virkjunar. Á fyrsta stigi, sem er í sambandi við lauslegar áætlanir um virkjun, eru gerðar lauslegar jarðfræði- athuganir og jarðfræðikort af virkjunarstað. Val korteininga á

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.