Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 49
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 95 landi og landgrunni eftir hljóðhraða, og er þess vænzt, að mælingar þessar geti gefið til kynna, hve djúpt grunnvatn streymir undir landinu. Loks hafa verið gerðar alhliða rannsóknir á háhitasvæðum, t. d. Hengilssvæði, Krýsuvík, Reykjanesi og Námafjalli, en líklegt er, að þessi svæði verði einna fyrst virkjuð til raforkuvinnslu og iðn- aðarnota. Við þessar athuganir hefur m. a. verið höfð samvinna við erlenda aðila um mælingu innrauðrar varmageislunar frá há- hitasvæðum og mælingar á smáskjálftum, sem virðast einkum eiga upptök undir þeim. Gera má ráð fyrir, að með aukinni virkjun jarðhita þurfi að fylgjast vel með öllum breytingum á jarðhitanum, og yrði þar jöfnum höndum beitt verkfræðilegum, jarðefnafræðilegum og jarð- fræðilegum aðferðum. Nánari lýsingu á starfsemi jarðhitadeildar er að finna í ársskýrsl- um deildarinnar fyrir árin 1966 og 1967, sem birtust í Orkumál- um nóv. 1967 og apríl 1968. Eitt megineinkenni á starli deildarinnar hefur verið fjöldi laus- ráðinna sumarstarfsmanna. Hafa það einkum verið stúdentar, senr eru við nám í jarðfræðum og öðrum raungreinum, og má ætla, að þessi vinna hafi orðið þeim til mikils gagns í náminu. Þar sem mestur hluti jarðhitarannsókna fer frarn úti við að sumarlagi og margar mælingar þarfnast hópvinnu, má gera ráð fyrir, að jressi liður starfsins haldist að mestu óbreyttur, enda jrótt föstu starfs- liði deildarinnar kunni að fjölga nokkuð. Ekki er auðvelt að spá um fjölgun í föstu starfsliði. Er hún mjög háð þróun virkjunar- mála. Þó er líklegt, að innan skamms verði bætt við einum jarð- efnafræðingi og einum jarðeðlisfræðingi. Rétt er að leggja áherzlu á, að jarðhitarannsóknir eru svo margþættar, að þær krefjast hóp- vinnu sérfræðinga með mismunandi menntun. Það er því ekki fyrr en á síðustu árurn, að deildin er orðin nægilega vel mönnuð til að sinna þeim margbrotnu verkefnum, sem að kalla. Það hel'ur verið happ deildarinnar, að hún hefur notið mjög góðrar skrifstofuþjónustu og ágæts bókakosts, en hvort tveggja er nauðsynlegt til þess að starfskraftar sérfræðinga fái notið sín sem skyldi. Þyngst á metunum mun þó vera framsýn og larsæl stjórnun orkumálastjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.