Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 54
100 NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN Rannsóknir á lausum setlögum — ofaníburður og steypuefni Sverrir Sch. Thorsteinsson: Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins var stofnsett árið 1965. Byggingarannsóknir í þágu atvinnuveganna voru áður í höndum Byggingardeildar og Iðnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans. Fyrsti jarðfræðingurinn, Tómas Tryggvason, var ráðinn til þess- arar stofnunar árið 1946, þar sem hann starfaði til dauðadags (1965). Fólust störf Tómasar einkum í hagnýtum jarðfræðiathug- unum á verðmætum jarðefnum, svo sem kísilgúr, perlusteini, leir til leirkeragerðar og gjalli og vikri sem einangrunarefni. Ennfremur annaðist hann ýmsar jarðfræðiathuganir vegna virkjanafram- kvæmda, sem nú eru í höndum annarra aðila. Árið 1957 var Sverrir Sch. Thorsteinsson ráðinn til Iðnaðardeild- ar Háskólans til könnunar á gæðum, dreifingu og magni lausra jarðseta með tilliti til mannvirkjagerðar, þ. e. til ofaníburðar og sem steypuefni. Sögulegt um vegamál Fyrsta vegakerfið hér á landi var mótað af íslenzka hestinum. Fyrstu reiðgöturnar lágu milli bæjanna, frá bæjunum í þorpin við sjávarsíðuna og með ströndum fram, allt í kringum landið. Fljót- lega urðu mannaferðir yfir hálendið, milli jökla, fastur liður í lífi þjóðarinnar. I fjórar aldir, frá upphafi byggðar landsins, þróað- ist vegakerfið án beinnar íhlutunar mannsins. Það er i Jónsbók, sem f'yrst vottar fyrir reglugerð unt vegi og vegaviðhald, en ekki mun liafa komið til neinna framkvæmda, fyrr en nokkrum öldum seinna. Með Landsnefndinni svokölluðu, sem skipuð var með kon- ungsúrskurði 20. marz 1770, var stigið spor í rétta átt. Meðal annars

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.