Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
165
Búrfellsgjá
Framan af eldgosinu í Búrfellsgjá má ætla, að hraunið hafi ollið
út yfir barmana í ýmsar áttir. En er barmarnir Iilóðust upp, tak-
markaðist hraunrennslið við vissar rásir, ýmist yfir eða undir gíg-
barmana. Augljóst er, að það hraun, sem síðast rann út úr gígnum
ofanjarðar, lagði leið sína um allkrappt skarð í vesturbarminn.
Botn þess liggur í h. u. b. 35 m hæð yfir gígbotninn. Þetta skarð
er upphaf eða efri endi Búrfellsgjár.
Búrfellsgjá er engin gjá í venjulegri merkingu þess orðs, heldur
hrauntröð, þ. e. farvegur, sem rennandi hraunkvika hefur eitt sinn
fyllt upp á barma, líkt og á, sem rennur aðkreppt milli ísskara.
En stundum flæddi kvikan upp yfir skarirnar, storknaði þar og
hækkaði þær. Af ástæðum, sem brátt verður vikið að, þvarr hraun-
rennslið snögglega í Búrfellsgjá. Þar sem halli var nægur, eins og
í brekkunni vestur af Búrfelli, tæmdist farvegurinn ]aví nær í botn.
Þar er tröðin kröpp og með nærri „U-laga“ þverskurði (smámynd
af jökulsorfnum dal, þó að annars sé ólíku saman að jafna). En
niðri á jafnlendinu hafa síðustu leifar þverrandi hraunárinnar
storknað í flatan botn veggja á milli (3. mynd).
Búrfellsgjá er um 3(4 km á lengd með meginstefnu norðvestur,
en bugðótt nokkuð og meira að segja í kröppum hlykkjum fyrsta
spölinn, ofan lilíð Búrfells. Þar er hún einnig mjóst, aðeins 20—30
m milli barma. En neðar er Ineidd hennar breytileg, verður mest
um 300 m, bæði skammt frá rótum Búrfells og aftur í hrauninu út
með Vífilsstaðahlíð, ]>ar sem lnauntröðin grynnkar og hverfur. Sá
endi Búrfellsgjár nefnist Selgjá. Annars staðar eru gjárveggirnir
víða 5—10 m háir. Á köflum eru þeir þverhníptir eða jafnvel slút-
andi, og mynda stuns staðar grunna hellisskúta, munnvíða og með
snarhöllu þaki, ágæt afdrep fyrir sauðfé í illviðrum. Einn hellir
af þessu tagi liefur liolazt inn í íhvolfan bakka gjárinnar á kröpp-
ustu beygju hennar uppi í hlíð Búrfells. Á öðrum köflum eru gjá-
bakkarnir aðeins urðarbrekka, þannig til komin, að storkuskörin
hefur haldizt á floti meðan hraunkvikan fyllti tröðina, en brotnað
og hrunið niður um leið og lækkaði í hraunánni.
Að sjálfsögðu, eru barmar, veggir og botn hrauntraðarinnar allt
úr Búrfellshrauni, og í meira en 5 m djúpum gjám (sprungum)
á botni Iiennar sér hvergi niður úr því. Næst upptökunum er þetta