Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 38
182 NÁTTURUFRÆÐINGURINN ungur fannst í þessu sýni. Jón telur með öllu útilokað, að sjór hafi verið þarna í næsta nágrenni, þegar þessi mór var að myndast. Um þriðja (efsta og yngsta) sýnið er svipað að segja og það, sem síðast var talið. í hvorugu fannst nokkur sjávartegund. Þetta er ekki fyrsta rannsókn Jóns Jónssonar á kísilþörungum við suðurströnd íslands. En eftir þessar niðurstöður virðist einsætt, að sjávarborð hafi verið lægra en nú á öllu tímabilinu frá myndun hins fræga fjörumós í Seltjörn fyrir um 9 þús. árum og fram yfir myndun fjörumósins hjá Stokkseyri fyrir aðeins um 2 þús. árum. Aftur á móti vitum við lítið um, hversu langt sjávarborðið komst niður á við, þegar það var lægst og hvenær það varð. Að endingu. Ekki get ég skilizt svo við þetta mál, að ég bendi ekki á nauðsyn þess að friða fyrir hvers konar mannvirkjgerð stóran hluta af Búrfellshrauni. Á ég þar sérstaklega við efri hluta þess, Búrfell sjálft, hrauntraðirnar allar og misgengisgjárnar. Þetta er óvenjulega snoturt hraun og lærdómsríkt að skoða og liggur hér í næsta ná- grenni höfuðborgar og háskóla, þar sem nú er tekin upp kennsla í landafræði og jarðfræði. Búrfellshraun hlýtur öðrum hraunum fremur að verða námsefni nemenda í þessum fræðum. Náttúru- verndarnefnd Hafnarfjarðar hefur fyrir mörgum árum skrifað Nátt- úruverndarráði um nauðsyn slíkrar friðunar, en ekkert orðið ágengt. En þetta er enn ekki orðið of seint. Búrfell og Bvtrfellsgjá eru alveg óspjölluð af manna völdum og mun það raunar að þakka yfirvöldum í Hafnarfirði og Garðahreppi, sem hafa af lofsverðri staðfestu komið í veg fyrir, að framtakssamir einstaklingar og félög fengju að setja þar upp skála eða félagsheimili. Fyrir fáum árum var lítillega byrjað á grjótnámi í Urriðakotshrauni, en það tókst að stöðva fyrir atbeina Náttúruverndarráðs. Þar er þó eftir ljótt flag, en sem betur fer hið eina í öllu Búrfellshrauni. Ég tel að friðunin ætti að ná til alls hraunsins frá Búrfelli niður fyrir Vífilsstaðahraun.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.