Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 46
190 NATTURUFRÆÐINGURINN Björn Bergmann: Um rústir á húnvetnskum heiðum Á hlýviðrisskeiðinu, sem hófst upp úr 1920, eyddust rústir í flám á hálendinu norðan jökla a. m. k. allt upp í 600 m hæð yfir sjó. Þær höfðu eins lengi og nokkur maður mundi sett mikinn svip á flárnar, en nú sjást aðeins leifar hér og þar af þessum fornu kulda- kaunum. Rústirnar munu hafa haldist nær óbreyttar fram undir 1930, en verið að mestu eyddar 10—15 árum seinna. Veturinn 1965—1966 var mjög frostharður, næstu 4 vetur álíka harðir og á sumrin fundust víða 1—2 klakalög í jörð á láglendi. Það mátti því vænta þess, að nýjar rústir risu. í Álkulónum örskammt fyrir norðan Stórasand er lítil, forblaut flá. Snemma í september 1969 var ég þar á ferð og sá svarta bletti í flánni. Mér lék hugur á að vita, hvort þetta væru nýjar rústir og gekk þangað. Þar var mjór hryggur, gleiðar spnmgur eftir honum endilöngum og hann féll nokkuð niður, þegar ég gekk eftir honum, því að hol var undir. Skammt frá var stór, sporöskjulöguð bunga, þakin dauðum, svörtum mosa og alsett mjóum sprungum. Tjarnar- pollur var að henni að hálfu, en hinum megin ótræði svo blautt og fúið, að ég átti í erfiðleikum með að komast yfir það. Fleiri sams konar en minni þústir voru þarna, allar sprungnar og sumar dú- uðu, þegar ég gekk um þær. Lækur hafði grafið sig niður á grjót norðarlega í jaðri fláarinnar. Þar var fláarbakkinn 1—3 m á hæð, mókenndur og mjög rakur. Langvarandi votviðri höfðu gengið og vatn flaut yfir grasrótina næstum fram á brún bakkans. Lækjarskurðurinn sýndi, að fláin liggur ekki í keri. Sumarið 1970 fór ég ekkert um heiðarnar fyrr en um haustið í göngum. Þá kom ég að nýjum og sprungnum rústum við Þórarins- vatn á Grímstunguheiði. Það er 493 m yfir sjó. Einnig sá ég úr talsverðri fjarlægð svarta bletti í Öldumóðuflá á sömu heiði. Enn hvarf ár í faðm fortíðarinnar, en svörtu blettirnir í Öldu-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.