Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 40
184 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Jón Jónsson: Bergið í Búrf ellshrauni Fyrir þá, sem vilja vita bergfræðilega og efnafræðilega samansetn- ingu Búrfellshrauns, er hér birt stutt lýsing á gerð hraunsins og taidar þær steintegundir, sem byggja það upp. Einnig fylgir hér efnagreining á því og er hún framkvæmd á Rannsóknarstofnun Iðn- aðarins. Hraunið er ólívínbasalt. Grunnmassinn er fremur fínkornóttur og samanstendur af plagióklas, pyroxen, ólívín og málmi, segul- járni (magnetít) og ilmenít. Það er feltspat-ólívín dílótt. Feltspat dílarnir eru oft 5—8 mm í þvermál og ósjaldan stærri. Kantar þeirra og horn eru áberandi oft rúllaðir án þess þó að mjög beri á, að þeir hefðu verið í upplausnarástandi, þegar hraunið storknaði. Enn meira áberandi eru ólívínkristallar, sem oft eru 5 mm í þvermál og þaðan af meira. Fyrir kemur að þeir eru algerlega ummyndaðir og eftir aðeins svört málmklessa, sem þó heldur hinu upprunalega formi ólivín- kristallsins (pseudomorfos). Inni í ólívínkristöllunum eru oft smáir kristallar úr krómspinell (picotít). Þeir eru rauðbrúnir, ógagnsæir og oft svartir við kantinn. Slíkir kristallar eru algengir í ólívín í Borgarhólagrágrýtinu og í ýmsum hraunum á Reykjanesskaga. Steintegundir i Búrfellshrauni. Plagióklas ............. 38,95% Pyroxen............... 32,55% Ólívín................. 8,82% Málmur (opaques) ...... 19,68% Dílar: Plagióklas.............. 1,99 Ólívín ................ 3,02 Taldir punktar......... 1656

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.