Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 24
164 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN nær fast að rótum þess, og er því sennilegt, að goskvikan hafi rutt sér braut upp í gegnum grágrýtismyndun. Botu Búrfellsgígs er 25—30 m lægri en þessar klappir. Samt sér hvergi á bergrunninn niðri í gígnum, hvorki grágrýtis- né móbergsklöpp. Ekki hef ég heldur fundið þar nein brot úr þessum bergtegundum. Vegna halla landsins hefur hraunið úr Búrfellsgíg sarna sem ekkert runnið til norðurs og norðausturs. Það hefur einnig kom- izt mjög skammt suðaustur og suður, í rnesta lagi að rótum mó- bergsfellanna Húsafells, Valahnúka og Kaldárhnúka. En á þessa hlið er nokkur óvissa um legu hraunjaðarsins, eins og síðar verður að vikið. í vestri hverfur Búrfellshraunið undir yngri hraun að- eins 1—2 km frá upptökum, og rennur þar Kaldá á hraunmót- ununr. Hennar verður síðar að nokkru getið. Hraunin fyrir sunnan Kaldá eru nrjög ungleg að sjá. Eitt þeiira, hraun úr Óbrinnis- hólum, er sanrkv. C14-aldursgreiningu, senr Jón Jónsson lrefur nú fyrir skenrmstu fengið gerða á koluðum jurtaleifum undir því, aðeins um 2200 ára. Hið allra yngsta, Kapellulrraun, senr álverið við Straumsvík stendur á, er vafalítið runnið eftir landnám (Guðm. Kj. 1952). Fyrir neðan (vestan) Kaldársel er nokkur brekka franr af Búrfellshrauni niður að ánni. Sú brekka líkist grunsamlega hraunbrún og gefur með því í skyn, að Búrfellshraunið nái ekki að neinu ráði inn undir yngri lrraunin, heldur hafi þau staðnænrzt þarna við jaðar þess. En þetta er engan veginn einhlítur hraun- jaðar. Hitt kemur einnig til mála, að Búrfellshraun nái lairgar leiðir vestur og síðan norðvestur sunnan við Stórlröfða, Hamranes, Grímsnes og Hvaleyrarholt, og jalnvel allt til sjávar á Hvaleyrarsandi, en sé nú á þessum kafla víðast grafið undir yngri lrraununum. Það skiptir vissulega miklu unr stærð Búrfellshrauns í heild, hvort og hve langt það nær undir ungu hraunin sunnan Hafnarfjarðar. Ákveðnari vísbending eða úrskurður í Jressu vafamáli fæst von- andi einhvern tínra með nánari rannsóknum. Bergfræðileg rann- sókn, efnagreining og ekki sízt mæling á segulstefnu t. d. í llval- eyrarhrauni og Hafnarfjarðarhrauni hlyti annað hvort að afsanna eða gera sennilegt, að þessi hraun séu eitt og hið sanra. En lrvort sem Búrfellshraun teygist lengra eða skemmra i vestur- átt, ósýnilegt undir ungu hraununum, Jrá er hitt víst, að það rann lengstan veg í meginstefnu norðvestur, allt til sjávar bæði í Hafnar- firði og Skerjafirði, eins og hér verður síðar rakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.