Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 12
152
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
þeirri grein, en hún birtist í þessu hefti Náttúrufræðingsins hálf-
unnin af hans hálfu og búin til prentunar af Jóni Jónssyni og undir-
rituðum. Ekki er að efa, að hefði Guðmundi enzt aldur, myndi
sú grein hafa verið betur unnin.
Um berghlaupið mikla, sem féll á Steinholtsjökul 15. jan. 1967
ritaði Guðmundur ágætar greinar, og sýna athuganir hans þar og
ritgerðirnar, sem hann skrifaði um þetta, hversu vandvirkur hann
var og athugull.
Árið 1955 urðu þáttaskil í ævi Guðmundar Kjartanssonar sem
jarðfræðings, er hann var ráðinn að Náttúrugripasafninu til að gera
jarðfræðikort af landinu í mælikvarða 1:250.000. Eftir þetta gat hann
helgað sig jarðfræðirannsóknum einvörðungu, jxitt auðvitað yrði
hann að sinna ýmsum aukastörfum, svo sem verið hefur um flesta
íslenzka náttúrufræðinga. Kortablöðin eiga að vera 9 og eru nú xit-
komin 5 blöð. Fyrsta blaðið kom út 1960 og var jrað af Suðvestur-
landi.Þá kom út blaðið af Miðsuðurlandi (1962), Mið-íslandi (1965),
Miðvesturlandi (1968) og síðast af Norðvesturlandi (1969). Jarð-
lræðikort af Miðnorðurlandi var tilbúið til prentunar er Guðmund-
ur veiktist haustið 1971. Því miður mun útgáfa þessa kortablaðs
dragast, þar eð það hefur ekki fundizt enn, hvorki í fórum hans né
á Landmælingum íslands, þar sem kortin voru teiknuð. Á jrví eftir
að gera þrjú kortblöð, jr. e. Norðausturland, Austurland og Suð-
austurland. Mun hann hafa ætlað næst að vinna Suðausturlands-
blaðið, enda átti hann í fórum sínum jarðfræðikort af Álftafirði og
Lóni austan Jökulsár, en kort þetta gerði hann, er liann vann Jrar
sumarið 1952 að málmleit ásamt Tómasi Tryggvasyni á vegum Rann-
sóknaráðs ríkisins. Er vonandi að gerð jarðfræðikortsins verði haldið
áfram án tafar, enda er ekkert jarðfræðikort til af landinu nerna
kort Þorvalds Thoroddsens frá 1901.
Við samningu kortanna studdist Guðmundur vitaskuld við alla
fáanlega vitneskju, en hún er reyndar mjög gloppótt, svo að hann
varð að fara um öll svæðin. Því ber ekki að leyna, að Guðmundur
var stundum um of varfærinn í notkun heimilda, enda eru þær oft
misgóðar. Þegar litið er á, hversu mikið verk gerð slíks korts er, má
telja undravert hverju Guðmundur kom í verk aleinn. I öðrum lönd-
um hefði vafalaust stór hópur manna verið settur til að vinna að
slíkri útgáfu. Kortið má teljast nákvæmt miðað við mælikvarðann,
þótt ekki munu allir á eitt sáttir, hvað sýna skuli á korti sem jtessu.