Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 191 móðuflá og nýju rústirnar á heiðinni hurfu ekki úr huga mér. í síðustu viku júlí 1971 lagði ég á hesta og hélt fram á Grímstungu- heiði. Leið mín lá fram hjá Illaflóa, sem er löng en fremur mjó flá norðarlega á heiðinni, um 450 m yfir sjó. Þar kom ég auga á nýja rúst. Hún var aflöng, annar jaðarinn brattur og þíð jörð fast að honum, hinum megin og við annan endann náði klaki talsvert út fyrir jaðra. Efst á rústinni voru 15 cm á klaka. Svörtu blettirnir í Öldumóðuflá reyndust vera gamlar rústa- leifar, þær einu, sem ég hef séð á Grímstunguheiði. Sumar voru máðar og án allra nývirkja, aðrar sprungnar. Þetta var í þurrkatíð og jarðvatn stóð lágt. Við rústirnir voru skálmyndaðar dældir og pollar í þeim flestum, sumir nokkuð djúpir. Augljóst var, að dæld- irnar gætu fyllzt af vatni. í háhryggjum allra rústanna voru um 40 cm á klaka. Rústirnar stóðu þétt, en örskammt frá og nær jaðri fláarinnar voru stórar, ósprungnar og algrónar þúfur, sem mig grun- ar að hafi risið veturinn áður. Þar voru 25—30 cm á klaka. Rústa- svæðið í flánni var ekki blautara en það, að hægt var að ganga um það á lágum skóm án þess að vökna í fætur. Lækur rennur í 160—180 cm djúpum skurði skammt frá rústunum. I botninum var leðja og ég náði ekki niður á fast með 60 cm löngum járnteini. Ekki sá ég nein merki þess, að lækurinn hefði grafið sig niður á síðari árum. I sömu ferð kom ég að Ketilholuflá á Grímstunguheiði. Hún ligg- ur í keri, marflöt og mjög blaut. Uppsprettulækur, talsvert vatns- mikill, rennur bakkafullur í gegnum hana norðanverða og yfir lágan ás, sem heldur vatninu uppi. Hann er blátær. Annar minni og miklu styttri kemur sunnan úr flánni og má heita tær. Mýravatn virð- ist því ekki renna svo neinu nemi úr flánni. í tungunni milli lækj- anna voru nýjar rústir og klaki í kolli þeirra á nálægt 15 cm dýpi. Ein rústin var mjór, svartur hryggur, mikið sprunginn að endilöngu, hinar hálfkúlulaga og mjóar sprungur í þeim öllum. Engin þeirra líktist venjulegum þúfum. Ég kom aftur að rústunum í seinni göng- um um haustið. Þá litu þær eins út, nema hvað flestar stóðu að meira eða minna leyti í vatni, því að mikil votviðri höfðu gengið að und- anförnu. Mér er ekki kunnugt hvaða ár rústirnar risu, en sumarið 1968 gekk ég yfir þetta svæði án þess að koma auga á nokkur nývirki í flánni. Þann 18. september haustið 1972 fór ég fram í Ketilholuflá til

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.