Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 44
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 3. mynd. Vestmannaeyjabaldursbrá. Ljósm. Halldór Dagsson. Eftir að ég hafði fullvissað mig um, að ekki væri nema eitt eintak við Laugarnar af hinni sérkennilegu baldursbrá, taldi ég hyggilegast að Hytja hana á öruggan stað. Ég gróf því plöntuna upp með rótum og fékk hana í hendur garðyrkjumönnum grasagarðsins í Laugardal. Hefur hún haft samastað í þeim garði þau 5 ár, sem liðin eru, síðan hún fannst. Á sínu fyrsta ári í garðinum bar baldursbráin fræ, sem hafði fyrsta flokks spírunarhæfni, og hið sama má segja um fræ af- komendanna. En bera þá allir einstaklingarnir, sem út af baldurs- bránni hafa komið, séreinkenni formóðurinnar, munu menn spyrja? Því miður hafa þeir ekki gert það, en einstaklingar með eðlilegar tungukrónur hafa alltaf verið í áberandi minnihluta. Enn hefur ekki verið gerð tilraun til að hreinrækta þetta nýja afbrigði, en ég tel líklegt, að það mundi takast, ef rétt væri á haldið.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.