Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 51
_____________NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN_______________195 því var ein kolsvört rúst, 5 m á lengd, 2,5 m á breidd og um 60 cm á hæð. Hún var ávöl, hærri í annan endann og lá þvert á sundið. Enginn lækur rennur úr sundinu, en vatn þaðan getur ekki fallið aðra leið en í Þórarinsvatn. Á hrygg rústarinnar voru 21—24 cm á klaka og lítið eitt dýpra á hliðunum, mælt þvert á þær. Vatn flaut yfir grasrótina allt umhverfis rústina og norðar í sundinu var tjörn. Við norðvestur horn vatnsins er lítil flá. Enginn lækur rennur þaðan, en þar er tjörn og nokkrir pollar. Þarna voru margar svartar flesjur, þaktar dauðum mosa og bunguðu ofurlítið upp. Þar mátti mosinn heita þurr og 25—30 cm á klaka. Utar var mosinn vatnsósa og 38 cm á örþunnt klakalag, en undir því var annað á 58 cm dýpi og í gegnum það gat ég ekki höggvið. Ég hef hvergi annars staðar séð rústamyndanir af þessu tagi, nema hvað flesjan í Illaflóa er skyld. Mér hugkvæmdist ekki að taka með mér járnkarl og skóflu og grafa 1 flesjurnar, en ég hygg, að í höfuðatriðum séu þær mynd- aðar á sama hátt og venjulegar rústir. Ef það reynist rétt finnst mér ástæða til að ætla, að svipað geti hent í marflötum, rökum túnum og orsakað kal. Vestan við Þórarinsvatn er fláin, sem ég kom að haustið 1970. Hún er mjó og nær fram á vatnsbakkann á löngum kafla, en nyrzt gengur hún fram á milli holta. Þar voru margir rústakollar, flestir að meira eða minna leyti gráir af sinu en sumir nokkuð grónir. 1 einum kolli sá ég stein, sem mosinn hafði flagnað ofan af. Steinninn var um 40 cm í þvermál og fastur í klaka. Mér virtist steinninn ekki geta verið jarðfastur og ég álít, að hann hafi lyfzt frá botni. Þessi flá er víða svo grunn, að ég náði niður á möl með 1 m löngum teini, og á sumum þeim svæðum voru rústakollar. Þann 19. ágúst sumarið 1972 gekk ég um flá örskammt sunnan við Ullarkvísl á Auðkúluheiði. Sandá rennur í nokkuð djúpum far- vegi austan við flána, en að vestan eru þurrir ásar. í bökkum Sandár voru gildir rauðamolar. Ekki sá ég neinar nýjar rústamyndanir í flánni, en þar er mikið af gömlum rústaleifum, sem flestar eru litlar og allar grónar. Þær stærstu eru flatar, hinar ávalir hryggir. Á rústunum voru 45—60 cm á klaka, en meginhluti flárinnar var klakalaus, a. m. k. fannst hann ekki á 1 m dýpi. Rústirnar voru óvirkar, en máðar sprungur bentu til þess, að þær hefðu verið virkar fyrir einu til tveimur árum. Pollár voru hér og þar í flánni,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.