Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 173 nálægt því sem hann verður allra lægstur. Örskammt norðan við réttina ná a. m. k. tvær af hinum minniháttar misgengissprungum, neðan (austan) við meginbrotstallinn, niður fyrir grunnvatnsborð, svo að vatn stendur í þeim. Dýpt niður að vatnsborði er 5—6 m og gjárnar svo þröngar, að í fljótu bragði er þar myrkur eitt niður að líta. En er betur er rýnt og sjáöldrin þenjast, glittir í vatnið. Auðvelt er að klifra niður í enda annarrar gjárinnar alveg að vatns- borði, og hafa þar verið hlaðin þrep til að greiða leiðina. Þarna var vatnsból réttarmanna við Gjáarrétt. í þau tvö skipti (16/3 1950 og 23/3 1954), sem ég hef stungið hitamæli í þetta vatn, mældist það 3,5°. Við nána aðgæzlu má greina ofurhægan straum til suðvesturs í vatni beggja gjánna. Lönga hraunálmurnar Hér að framan hefur leið Búrfellshrauns aðeins verið rakin fá- eina kílómetra frá upptökum, norðvestur að misgengisstallinum mikla, sem sker það um þvert suðvestur frá Hjöllum. Ofan (suð- austan) þeirrar markalínu er ýmislegt á huldu um takmörk hraun- flóðsins, eins og þegar er getið. En neðan (norðvestan) hennar bregð- ur svo við, að hraunjaðrarnir eru allsstaðar glöggir og ótvíræðir. Þá má fullyrða, að sá hluti alls Búrfellshrauns, sem enn hefur ekki verið rætt um, er mikil meirihluti þess. Eins og áður segir rann Búrfellshraun í tveimur kvíslum norð- vestur yfir misgengisbrúnina, annarri vestur af Kaldárseli, hinni hjá Gjáarrétt. Það er einsætt, að syðri kvíslin, sem hér verður til bráðabirgða kölluð „Kaldárhraun", rann fyrr í gosinu. í henni er Lambagjá, leifar hrauntraðar, sem fylltist að mestu er á leið gosið. Ætla má, að sú kvísl hafi lagt leið sína um lægsta skarð, sem þá var í misgengisbrúninni. Þessi hraunálma stefnir litlu vestar en norður á leið sinni milli Fremstahöfða og Miðhöfða að vestan og Sléttu- hlíðar að austan, en hverfur þar undir Gráhelluhraun, sem er kvísl úr nyrðri hraunálmunni, runnin síðar í gosinu. Sennilega hefur Kaldá fyrrum runnið þessa leið, sem „Kaldár- hraun" rann síðar, og hefur áin þá átt sér farveg ofanjarðar um hraunlausan dal, þar sem nú liggja „Kaldárhraun" og Gráhellu- hraun, alla leið í botn Hafnarfjarðar. Hin nyrðri meginkvísl Búrfellshrauns, sú sem rann yfir brot-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.