Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 161 um þessar slóðir, fyrst 1883 og aftur 1899. Hann lýsir þessu skil- merkilega í ritum sínum (Thoroddsen 1906 og 1911) að öðru leyti en því, að honum er ekki nógu vel kunnugt um örnefni á eldstöðv- unum. Hann nefnir hraunið í heild oftast Garðahraun en stundum Hafnarfjarðarhaun og upptakagíg þess Garðahraunsgíg. Hann þekk- ir bersýnilega ekki nafn á Búrfelli, að öðrum kosti hlyti hann að hafa kennt hraunið og gíginn við það fremur en við Garða á Álfta- nesi eða Hafnarfjörð. Þorvaldur lýsir mætavel hrauntröðinni Búr- fellsgjá og skýrir réttilega uppruna hennar, en hann hefur ekkert nafn á hana, heldur notar örnefnið Búrfellsgjá ranglega um mis- gengissprungurnar í Hjöllum austur af Vífilsstaðahlíð og Vatnsenda- borg. Þeir sem eitthvað hafa ritað um Búrfellshraun á eftir Þorvaldi Thoroddsen, hafa flestir farið að hans dæmi og kennt hraunið í heild annaðhvort við Garða (t. d. Guðmundur G. Bárðarson, Sig- urður Skúlason 1933 og Ólafur Lárusson 1936) eða við Hafnarfjörð (Guðmundur Kjartansson 1954 og Þorleifur Einarsson 1968). En hvorug þeirra nafngifta hefur náð festu — nema í hinni upphaflegu merkingu um vissa hluta hraunsins, og mætti gjarna þar við sitja. En heildarnafnið Búrfellshraun, um allt það hraun sem frá Búr- felli er runnið, komst fyrst á prent í ritgerð um jarðfræði þessa svæðis eftir ]ón Jónsson (1965) og öðru sinni í grein eftir Eystein Tryggva- son (1968). Þetta nýnefni er vel til fundið og einkar hentugt. En á það ber að líta sem jarðfræðilegt hugtak, og það má með engu móti útrýma gömlum og grónum örnefnum. Þó að markmið þessarar geinar sé fyrst og fremst að skýra frá nýgerðri aldursákvörðun á Búrfellshrauni, skal nú hrauninu samt fyrst lýst nokkru nánar og raktir kaflar þess frá upptökum til enda. Kortið, sem hér birtist a£ Búrfellshrauni (1. mynd) er lítið breytt frá fyrra korti mínu af hraununum kringum Hafnarfjörð (Guð- mundur Kjartansson 1954), en þó með smá leiðréttingum eftir nán- ari könnun, og þakksamlega þegnar ábendingar Jóns Jónssonar jarð- fræðings. Búrfell Eldvarpið Búrfell er hringlaga kambur úr hraunkleprum utan um stóran eldgíg, Búrfellsgíg. Mundi sú gerð eldvarpa kölluð eldborg í íi

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.