Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 01.03.1973, Blaðsíða 4
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1939. Skylduprófritgerð hans fjallaði hins vegar um aldur tertíeru basaltspildnanna í norðanverðu Atlantshafi. Þessi ritgerð birtist í Náttúrufræðingnum 1940, og greinir þar í stuttu máli frá gerð blá- grýtismyndana og rannsóknum, sem gerðar höfðu verið fram að þeim tíma og veita vitneskju um aldur þeirra. Hinu munnlega mag. scient-prófi lauk Guðmundur haustið 1940. Próffyrirlestur hans fjallaði um jarðfræði Alpanna, og var það efni nokkuð langt utan áhugasviðs hans. Prófinu lauk hann rétt í tæka tíð, til þess að hann næði strandferðaskipinu Esju í Petsamo, en sú sögufræga ferð var hin síðasta frá stríðsþjáðu meginlandi Evrópu til íslands í styrj- öldinni. Guðmundur Kjartansson var annar í röð íslendinga til að ljúka háskólaprófi í jarðfræði. Hinn fyrsti var dr. Helgi Péturss, er lauk prófi frá Hafnarháskóla 1899. Við heimkomu Guðmundar tvöfald- aðist tala starfandi jarðfræðinga á íslandi. Fyrir var Jóhannes Ás- kelsson, kennari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1931. Því hefði mátt ætla, að honum byðist starf í fræðigrein sinni í þessu gósen- landi jarðfræðinnar. En því miður var það ekki reyndin. Skilnings- leysi stjórnvalda var of mikið til þess að slíkt mætti verða. Við hag- nýtar jarðfræðirannsóknir svo sem við hönnun og gerð meiri hátt- ar mannvirkja var þá enn ekki farið að gera jarðfræðilegar kann- anir. Var slíkum verkum ýmist ekki sinnt eða litið á þau sem hluta af starfi „alvitra" verkfræðinga. Guðmundi bauðst hins vegar kenn- arastarf við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, og kenndi þar síðan í 14 ár, að undanskildu einu ári, 1947—48, er honum var veitt leyfi frá kennslu vegna rannsókna á Heklugosinu. Starf hans þessi ár varð því tvíþætt, annars vegar lýjandi kennsla misjafnlega áhugasamra nem- enda í gagnfræðaskóla, og hins vegar jarðfræðirannsóknir um sum- artímann. Ferðalög sín og rannsóknir þurfti hann lengi vel að kosta úr eigin vasa, þótt hann nyti oft nokkurs styrks úr Menningarsjóði. Rannsóknastyrk frá Alþingi fékk hann ekki fyrr en 1951. Hann fór löngum allra sinna ferða á farartækjum postulanna eða á reiðhjóli, þar sem því varð við komið. Er það aðdáunarvert, hversu miklu Guð- mundur kom í verk á þessum árum, svo var eldlegum áhuga hans á fræðunum fyrir að þakka. Sumarið 1941 tók Guðmundur á ný til við jarðfræðirannsóknir á Suðurlandsundirlendi, og þá með það í huga að rita um jarðfræði Arnessýslu í ritaröð, sem Árnesingafélagið í Reykjavík var að undir-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.