Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 32
172 NÁTTÚ RUFRÆÐI NGURJ N N hlýtur allur að vera tilkominn við höggun á hrauninu eftir að það storknaði. Með tilliti til þessa halla tel ég mega áætla lóðrétt mis- gengi hraunsins eitthvað 20 m og þó fremur meira en minna. Enn erfiðara er að áætla liæð misgengisins í lieild í grágrýtinu (í Hjöllum og Smyrlabúð). I>að misgengi hófst meðan enn lá ísaldar- jökull yfir landinu. Hann svarf ofan af grágrýtishraununum, svo að nú sést ekkert eftir af upphaflegu yfirborði þeirra, og verður ekki vitað nákvæmlega Jivernig því liallaði. Hann mæddi ltvað fastast á sjálfum brotabrúnunum, því að þær vita einmitt gegn skriðstefnu lians, og sljóvgaði þær svo að á sér. Af þessum sökum má gera ráð fyrir, að í grágrýtinu — jafnvel enn fremur en í hrauninu — sé misgengið mun meira en nemur hæð sjálfs misgengisstallsins. Tel ég það vart geta verið undir 80 m í heild, en hugsanlegt að það sé mun meira. Samkvæmt framanskráðum áætlunum mínum um hæð Hjalla- misgengisins urðu þrír fjórðu hlutar jtess á tímabilinu frá storknun grágrýtisins til gossins í Búrfelli, en einn fjórði hluti á tímabilinu milli Búrfellsgossins og myndunar ungu, högguðu hraunanna sunn- an Kaldár. En sunnan þeirra ungu hrauna, sem sum hver munu runnin eftir landnám (Guðmundur Kjartansson 1952 og 1954) taka aftur við fornleg hraun með greinilegum misgengissprungum. I>ar er t. d. misgengisstallur gegnt suðaustri, norðaustur af Fjallinu eina og Sauðabrekkugjá röskum km norðar og vestar, bæði nálægt því að vera í framlialdsstefnu Hjallamisgengisins. Þessi Iiraun eru af allt öðrum uppruna og því sennilega ekki eins gömul. Þó að I-Ijallamisgengið sé um fimmfalt stærra í grágrýtinu en í Búrfellshrauni, er lega jress samt enn skarpara mörkuð í hrauninu. Því veklur aldursmunurinn. f grágrýtinu er brún brotsársins eflaust mynduð fyrir ísaldarlok og undir jökli, sem svarf liana til og sljóvgaði, en smurði auk jress yfir sprungurnar með ruðningi sínum. í hraun- inu er brotsárið aftur á móti ómáð og gjárnar ófylltar. Á Jreim köfl- um svipar Jressari brotalöm mjög til liinna aljiekktu misgengisstalla Almannagjár og Hrafnagjár í Þingvallasveit, enda alveg sams konar myndun, aðeins minni í sniðum. í nyrðri hraunkvíslinni sker misgengissprungan hrauntröðina, Búrfellsgjá, nokkur lmndruð metrum vestan Gjáarréttar, og stendur réttin þar á flötum og allvel grónum helluhraunsbotni traðarinnar,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.