Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 32
172 NÁTTÚ RUFRÆÐI NGURJ N N hlýtur allur að vera tilkominn við höggun á hrauninu eftir að það storknaði. Með tilliti til þessa halla tel ég mega áætla lóðrétt mis- gengi hraunsins eitthvað 20 m og þó fremur meira en minna. Enn erfiðara er að áætla liæð misgengisins í lieild í grágrýtinu (í Hjöllum og Smyrlabúð). I>að misgengi hófst meðan enn lá ísaldar- jökull yfir landinu. Hann svarf ofan af grágrýtishraununum, svo að nú sést ekkert eftir af upphaflegu yfirborði þeirra, og verður ekki vitað nákvæmlega Jivernig því liallaði. Hann mæddi ltvað fastast á sjálfum brotabrúnunum, því að þær vita einmitt gegn skriðstefnu lians, og sljóvgaði þær svo að á sér. Af þessum sökum má gera ráð fyrir, að í grágrýtinu — jafnvel enn fremur en í hrauninu — sé misgengið mun meira en nemur hæð sjálfs misgengisstallsins. Tel ég það vart geta verið undir 80 m í heild, en hugsanlegt að það sé mun meira. Samkvæmt framanskráðum áætlunum mínum um hæð Hjalla- misgengisins urðu þrír fjórðu hlutar jtess á tímabilinu frá storknun grágrýtisins til gossins í Búrfelli, en einn fjórði hluti á tímabilinu milli Búrfellsgossins og myndunar ungu, högguðu hraunanna sunn- an Kaldár. En sunnan þeirra ungu hrauna, sem sum hver munu runnin eftir landnám (Guðmundur Kjartansson 1952 og 1954) taka aftur við fornleg hraun með greinilegum misgengissprungum. I>ar er t. d. misgengisstallur gegnt suðaustri, norðaustur af Fjallinu eina og Sauðabrekkugjá röskum km norðar og vestar, bæði nálægt því að vera í framlialdsstefnu Hjallamisgengisins. Þessi Iiraun eru af allt öðrum uppruna og því sennilega ekki eins gömul. Þó að I-Ijallamisgengið sé um fimmfalt stærra í grágrýtinu en í Búrfellshrauni, er lega jress samt enn skarpara mörkuð í hrauninu. Því veklur aldursmunurinn. f grágrýtinu er brún brotsársins eflaust mynduð fyrir ísaldarlok og undir jökli, sem svarf liana til og sljóvgaði, en smurði auk jress yfir sprungurnar með ruðningi sínum. í hraun- inu er brotsárið aftur á móti ómáð og gjárnar ófylltar. Á Jreim köfl- um svipar Jressari brotalöm mjög til liinna aljiekktu misgengisstalla Almannagjár og Hrafnagjár í Þingvallasveit, enda alveg sams konar myndun, aðeins minni í sniðum. í nyrðri hraunkvíslinni sker misgengissprungan hrauntröðina, Búrfellsgjá, nokkur lmndruð metrum vestan Gjáarréttar, og stendur réttin þar á flötum og allvel grónum helluhraunsbotni traðarinnar,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.