Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 44
] 84 N ÁTT Ú R U F RÆÐINGURINN Jón Jónsson: Bergið í Búrfellshrauni Fyrir þá, sem vilja vita bergfræðilega og efnafræðilega samansetn- ingu Búrfellshrauns, er hér birt stutt lýsing á gerð hraunsins og taldar þær steintegundir, sem byggja það upp. Einnig fylgir hér efnagreining á því og er hún framkvæmd á Rannsóknarstofnun Iðn- aðarins. Hraunið er ólívínbasalt. Grunnmassinn er fremur fínkornóttur og samanstendur af plagióklas, pyroxen, ólívín og málmi, segul- járni (magnetít) og ilmenít. Það er feltspat-ólívín dílótt. Feltspat dílarnir eru oft 5—8 mm í þvermál og ósjaldan stærri. Kantar þeirra og horn eru áberandi oft rúllaðir án þess þó að mjög beri á, að þeir hefðu verið í upplausnarástandi, þegar hraunið storknaði. Enn meira áberandi eru ólívínkristallar, sem oft eru 5 nnn í þvermál og þaðan af meira. Fyrir kernur að þeir eru algerlega ummyndaðir og eftir aðeins svört málmklessa, sem þó heldur hinu upprunalega formi ólivín- kristallsins (pseudomorfos). Inni í ólívínkristöllunum eru oft smáir kristallar úr krómspinel] (picotít). Þeir eru rauðbrúnir, ógagnsæir og oft svartir við kantinn. Slíkir kristallar eru algengir í ólívín í Borgarhólagrágrýtinu og í ýmsum hraunum á Reykjanesskaga. Steintegundir i Búrfellshrauni. Plagióklas ...... Pyroxen ......... Ólívín........... Málmur (opaques) Dílar: Plagióklas Ölívín . . 1,99 3,02 Taldir punktar 1656

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.