Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 8
heimili mínu, og þau voru ekki ótíð, fundu þeir, sem rúm- fastir voru, bylgjuganginn frá hinni miklu umferð, á sömu hæð, ekki sízt þegar dansað var eða ys af málfundum. Þegar einhver farsótt kom í skólann, náði hún að jafnaði brátt til fólks á heimili mínu. Lengi vel var ekki nema einn sími fyrir skólann og heimilið, inni í borðstofu minni. Skólapiltar leituðu að sjálfsögðu þangað, er þeir þurftu að nota síma. Einn skólapiltur hafði stofnsett verzlun í nokk- urri fjarlægð frá Reykjavík, eftir fyrri vetur sinn í skólan- um, og stjórnaði hann henni næsta vetur gegnum símann í borðstofu minni. Kynni milli skólanemenda og fjölskyldu minnar urðu mikil, bæði sökum nábýlis og þess, að þröngt var búið. Nemendur voru nálega ætíð mjög tillitssamir í allri sambúð og gengu vel um skólann, en þó gátu þeir, sem varla var von, ekki stillt til fulls æskufjör sitt, svo sem bezt hentaði í sambýli. Eg var oft fjarverandi mikinn hluta dagsins, á þingi, fundum í bænum, eða lengri ferðunr. Reyndi jafnan í þessu sambýli meira á konu mína en mig. Þegar ókyrrð var í bekkjunum milli kennslustunda eða við lestur í kennslustofum eftir tíma, stillti hún til friðar með móðurlegri lægni. Oft setti hún þá, sem helzt stóðu fyrir hávaða, til að halda friði og ró. Vildu þeir ekki bregð- ast þeim trúnaði. Meðan fábyggt var kringunr Sambands- húsið bar alloft við, að drukknir menn komu, ekki sízt úr Skuggahverfinu, og þóttust eiga erindi við nrig. Þegar piltar voru í skólanum, tóku þeir að sér landvörnina, en 'oft var kona nrín ein í húsinu nreð börnin, eftir að skóli hætti á daginn og fólk þar farið af skrifstofum neðar í húsinu. Slíkar heimsóknir voru ekki skemmtilegar, en konu minni tókst ætíð að fá mennina til að fara burtu með góðu. Annars bræddi nábýlið saman alla, sem í lrúsinu voru. Umhverfið í bænum var framan af árunr kuldalegt í garð þeirra, sem þar bjuggu og störfuðu. Reykjavík var lengi að átta sig á, að lrún græddi nrest á innrás manna úr sveitum og sjávarþorpum, sem komu til höfuðstaðarins til þess að vinna þar fjölþætt nýsköpunarstörf. Af og til konru heilir bekkir inn í íbúð mína að kvöldi til, fengu litlar veitingar, sungu, sögðu sögur og ræddu saman. Þær sam- komur voru mörgum lrugstæðar eftir að vegir skildu. Að- stæður Sambandsmanna, skólans og fjölskyldu minnar voru með einkennilegum lrætti, og munu aldrei verða endurteknar. Undir venjulegum kringumstæðum mundi kona mín og forráðanrenn Sambandsins hafa þverneitað að leggja í fimmtung aldar á sig allt það erfiði og óþægindi, senr leiddu af of þröngu sambýli. En lrér var landnámsfólk að verki, kynslóðir á misjöfnum aldri, og ólík starfsaðstaða. En allir lokuðu augunum fyrir erfiðleikununr, af því að þeir fundu, að þeir voru að nema nýtt land, og trúðu því sjálfir ,að það landnám væri betur gert en ógert. IX. Aðstaða kennara og nemenda í Sanrvinnuskólanum var með einkennilegum og mjög frjálsum landnámsblæ. Allir kennarar voru í lausri vist. Eftir 30 ára starf við Samvinnu- skólann kemur mér í lrug, að ég hefi aldrei verið ráðinn starfsmaður með föstum samningi. Forráðamenn Sam- bandsins geta leyst mig úr vistinni með þriggja nránaða uppsagnarfresti. Samstarfsmenn mínir hafa lengst af verið stundakennarar. Mjög margir þeirra hafa kennt við skól- ann af áhuga fyrir málefni hans, en ekki til fjár. Ef ein- lrverjum kennara leiddist starfið eða gat ekki sinnt því á æskilegan hátt, hvarf hann frá skólanum, og nýr nraður kom í hans stað. Með þessum hætti hefir Samvinnuskólinn aldrei þurft að þrengja kost nemenda með sambúð við kennara, sem sátu fullir leiðinda við starfið, í skjóli lög- bundins embættis. Aðstaða nemenda hefir ætíð verið mjög frjáls. Þeir hafa, svo að segja allir, komið í skólann til að lrafa gagn af verunni og til að leggja á sig vinnu til að verða starfhæfari en áður. Öllum nenrendum er ljóst, að skólinn veitir nenrendum enga tryggingu fyrir launaðri atvinnu. Engir foreldrar senda börn sín nauðug í skólann, eins og tíðkast oft, þegar æskunrönnum er skipað að ganga í til- tekinn skóla vegna væntanlegra metorða eða auðveldrar lífsstöðu. Nenrendum Samvinnuskólans lrefir frá upphafi skólans verið ljóst, að þar gátu þeir numið ýmislegt sér til gagns, en að þeir áttu allt undir hæfileikum sínum, kost- gæfni og elju, hversu tækist með framgang þeirra í lífsbar- áttunni. Það er ánægjulegt verk að kenna slíkum nem- endum. Þeir vita lrvað þeir vilja og óska eftir samstarfi við kennarann til að ná sem nrestunr árangri. Svo að segja enginn óreglumaður hefir komið í skólann. Ekki lrefir heldur gætt í skólanum, svo að bagi hafi orðið að, nemenda nreð þverbrotið og kergjufullt lundarlag. Þá sjaldan að þess háttar nemendur komu í skólann, benti ég þeim á, að bezt væri fyrir þá að leita sér framgangs á öðrum stöð- um, því að í Samvinnuskólann ættu engir erindi, nema þeir, senr væru ánægðir með að dvelja þar. Með þess- unr lrætti verður sanrbúð í skóla, milli nemenda og kennara nreð allt öðrum hætti, lreldur en þar, sem skólinn er eins konar fangabúð, þar sem nemendur eru þvingaðir til að dvelja ákveðið árabil, til að öðlast tiltekin lífsþæg- indi eða mannvirðingar. Þýðing skólans fyrir samvinnu- hreyfinguna liggur í því, að þar lrafa nrótazt margir ungir menn og konur, sem óska eftir því einu, að fá tækifæri til að starfa á frjálsmannlegan hátt að því, að gera líf íslenzku þjóðarinnar betra og fullkomnara en áður var. X. Eftir fráfall Hallgríms Kristinssonar 1923 fluttist Sig- urður bróðir hans til Reykjavíkur og tók við starfi hans. Þá hafði kreppan verið í algleymingi um nokkur missiri, og samvinnufélögin átt í vök að verjast. Sigurður Kristins- son sóttist, eins og þá stóð á, ekki svo nrjög eftir að stofna ný félög, heldur að efla þau, sem fyrir voru. Var það ærið verkefni, því að nrörg hin nýstofnsettu félög áttu fullt i fangi með að verjast ágjöf í brimsjó verðfallsins. Sigurður vann einhuga að því að efla bróðurhug og samstarfsanda félagsmanna. Til hans komu samvinnumenn hvaðanæva með sín vanda- og áhyggjumál og fundu, að þeir komu til föðurhúsa. Liðu svo mörg ár án þess að nokkuð sögulegt virtist gerast í Sambandinu. En jregar Sigurður Kristins- son lét af forstjórastörfum fyrir aldurs sakir í lok nýafstað- innar styrjaldar, voru öll kaupfélög landsins vel stæð fjár- hagslega og áttu sameiginlega með Sambandinu 35 mill- 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.