Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 43
uðum ævintýraljóma sögurómantíkur. Og þó lifir enn á meðal okkar fólk, sem ólst upp í þessu landi, þegar lífskjör aiþýðu voru bölvanlegri en svo, að tárum taki. En innan fárra ára heyrir líka þetta gamla fólk til hálfgleymdri sögu. Okkur getur að vísu runnið til rifja raunasaga íslenzkrar alþýðu, saga harðréttis og kúgunar, þegar svo ber undir. En saga, svo skammt sem hún einatt nær, er ekki nema hálf- ur veruleiki, þegar bezt lætur, og jafnan aðeins brotabrot af honum. Sú var aldrei ætlunin að rekja í þessum línum þróunar- sögu íslenzkrar samvinnuhreyfingar, þylja tölur eða telja upp sjáanlega og áþreifanlega ávexti þessa ágæta féiagsskap- ar til hagsbóta og menningarauka fyrir alþýðu manna. En eitt virðist nauðsynlegra nú um sinn: að vekja athygli sam- vinnumanna í því, hve lítil alúð hefur verið Iögð við hlut- verk Maríu í sjónarspili samvinnunnar, svo vel sem Mörtu- hlutverkið hefur annars verið leikið, eftir aðstæðum. Ritstjóri vikublaðs sænskra samvinnumanna komst fyrir nokkrum vikuin m. a. svo að orði í forustugrein, í tilefni af útkomu bókar um störf og starfshætti alþýðusamtaka þar í landi: „Félagsmálahreyfingar alþýðu eru hættar að vera hreyfingar í hinni gömlu merkingu, þær eru orðnar stofn- anir“. Og síðar í sömu grein: „Þeir voru fáir, sem fylktu sér undir merki félagsmálahreyfinganna í öndverðu. Mikill meirihluti manna, hinir skeytingarlausu, stóðu hjá. Nú er meirihlutinn með — en enn sem fyrr ber virkt úrval hreyt'- ingarinnar uppi. Þetta þýðir ekki, að allt sé gott og blessað, fjarri fer því. Allt of margir líta svo á, að litlu varði. hvort þeir sæki félagsfundi eða ekki: „allt gengur vel þrátt fyrir það“. Þetta hefur verið vandamál samvinnunnar áratugum saman — og verður sennilega ekki útrætt á næstunni. Það heyrir til hinu ævarandi viðfangsefni lýðræðisins: að hrífa almenning til virkrar þátttöku í þjóðfélagsmálum." Þannig hljóðar þá texti dagsins. Ein af öndvegissam- vinnuþjóðum jarðar hefur slíka sögu að segja. Og þrátt fyr- ir það leggja sænskir samvinnumenn hlutfallslega meira starf og fé að mörkum til fræðslu- og útbreiðslumála en hugsjónabræður þeirra í nokkru öðru landi. Þeim kröftum og fjármunum hefur að sjálfsögðu ekki verið sóað. „Virka úrvalið" Svíanna er prýðilega þjálfað, stórhuga og athafna- samt. Þess má sjá ljós merki í hinum risavöxnu fyrirtækjum þeirra, blómlegri afkomu kaupfélaganna og sívaxandi fjölgun félagsmanna. Við íslendingar erum undir þá hálf-leiðinlegu sök seld- ir, að trauðla er hægt að minnast á afrek okkar eða athafnir nema við sé bætt til skýringar: „að tiltölu við fólksfjölda“. Með þeim hlutfallareikningi þola afrek samvinnuhreyfing- ar okkar samjöfnuð við flest öll lönd önnur; og er þó lík- lega helzt til vægilega að orði komizt. Þetta lof eigum við að þakka fámennu „virku úrvali“, dugmiklum mönnum og traustum, sem við höfum kjörið okkur til leiðsagnar og fyrirsvars, mönnum, sem oft og ein- att hafa af fádæmum trúnaði boðið byrginn nær óviðráðan- legum erfiðleikum. Nú má spyrja: „Er ekki þetta allt gott og blessað?" Við þeirri spurningu er aðeins eitt svar: „Fjarri fer því.“ Við getum tekið undir með Svíum: Félagsmálahreyfing- ar alþýðu eru hættar að vera hreyfingar í hinni gömlu merkingu, þær eru orðnar stofnanir. Þessi staðreynd felur í sér geigvænlegan háska. Forvígis- menn íslenzkra samvinnumála liafa líka komið auga á meinsemdina og sýnt lofsverða viðleitni til að lækna hana. Félagsmáladeild S. I. S„ sem enn er í bernsku og því ekki fullmótuð, er spor í þá átt; hið sama ráðning erindreka. Þá hafa nokkur hinna stærri kuapfélaga haft í þjónustu sinni sérstaka félagsmálafulltrúa um skeið. Vafalaust er þessarar starfsemi farið að sjá meiri staði en almenningi er ljóst í fljótu bragði, miðað við aðstæður. Þessum postulum andans í samvinnufélagsskapnum er ætl- að vandasamt hlutverk og virðulegt: að gera alla kaupfé- lagsmenn að samvinnumönnum. Hér er að vísu brugðið fyrir orðaleik, en að baki hans er djúp alvara: rót mein- semdarinnar, sem ógnar öllu þjóðfélagsstarfi í Iýðræðisríki, að þykjast, en vera ekki. „Kaupfélagsmann“ má kalla þann, sem er í samvinnufélagi, — hvort heldur það nú er kaup- félag eða ekki, — aðeins vegna sjálfs sín, til þess eins að geta fengið að verzla í búð, þar sem hann býst við hagkvæmari viðskiptum fyrir pyngju sína en hann á völ á annars staðar. Og þannig er okkur flestum farið, jafnvel mörgum þeim, er gera sér ljósan grundvöll og eðli samtakanna. Við teljum okkur góða félagsmenn — já, jafnvel góða samvinnumenn — ef við tökum á okkur krók til þess að verzla í kaupfélag- inu okkar eða frestum, okkur að bagalitlu, að kaupa þá vöru, sem þar er ekki fáanleg í bili. Að vísu sýnum við með því, að við erum meira en réttir og sléttir kaupfélagsmenn, erum samvinnumenn, en „gæðamatið" hlýtur þó að vera smekksatriði í hverju tilfelli. Svo er fyrir þakkandi, að mikil skilyrði eru til þess að stækka hið „virka úrval“ samvinnuhreyfingarinnar á landi hér. Til þess þarf í raun réttri ekki nema ofurlitla „lífs- venjubreytingu“. í staðinn fyrir að einblína um of á stund- lega hagnaðarvon, þurfum við að vekja og glæða þann áhuga á menningarlegum velferðarmálum félagsskaparins, sem blundar með okkur flestum — og taka virkan þátt í starfinu. Við þurfum að gera okkur ljóst, að háskinn, sem drepið er á hér að framan, er sök okkar sjálfra, almennings, hinna óbreyttu liðsmanna, ef svo mætti að orði komast, þegar um lýðræðisleg samtök er að ræða, en ekki stofnun. Árangurinn af starfi þeirra manna, er vinna að fræðslu- og útbreiðslumálum samvinnuhreyfingarinnar, er ef til vill fremur kominn undir viðbrögðum fólksins, sem þeir eiga að starfa með og fyrir, en gáfum þeirra, menntun og dugn- aði, og er þó æskilegt og raunar sjálfsagt, að þetta þrennt sé meira en í meðallagi. Og vitaskuld gegnir alveg sama máli um verzlunarfólkið í þjónustu samvinnunnar, sendil jafnt og framkvæmdastjóra. En hvað eigum við að gera, ég og þú, Jón og Guðrún? Líklega er öllu auðveldara að svara því í stuttu máli, hvernig við eigum að byrja, því að „starfið er margt“. Við skulum þá byrja á því, að gefa trúnaðarmönnum okkar og starfsliði við kaupfélagið í skyn, að okkur sé annt um velferð þess. Það má jafnvel sýna í smáu, t. d. að krefj- ast ekki meiri umbúða utan um það, sem við erum að kaupa, en við nauðsynlega þurfum; gagnrýna kurteislega það, sem okkur kann að virðast athugavert við starf hvers 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.