Samvinnan - 01.08.1967, Side 2
Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að íslenzk
dagblöð hafa aldrei komizt
á það menningarstig, að þau yrðu vettvangur frjórra umræðna
um þjóðmál eða önnur þau efni sem efst eru á baugi hverju sinni.
Að vísu eru þau öðruhverju með tilburði í átt til aukins frjálslyndis,
en allt slíkt koðnar og kafnar óðara en líður að kosningum; þá
er einfaldlega þaggað niður í hjáróma röddum. Þetta veldur því
að blöðin eru nálega áhrifalaus á þróun þjóðmála eða skoðana-
myndun í landinu, þegar undan er skilinn fámennur hópur póli-
tískra heittrúarmanna sem lesa sitt blað einsog múselmenn Kóran-
inn. „Umræður" hérlendra blaða eru jafnaðarlega marklaust karp,
einskonar sandkassasamræður (sbr. hnútukastið útaf Fáskrúðs-
fjarðarmálinu eða þrasið um höft og frelsi á liðnu vori). Sára-
sjaldan verða hinir pólitísku skriffinnar eða húsbændur þeirra
svo mannlegir að þeir játi, að andstæðingurinn kunni að hafa
nokkuð til síns máls. Sjálfsgagnrýni er semsé nálega óþekkt
í íslenzkri blaðamennsku, og fyrir bragðið tekur enginn heilvita
maður dægurmálaskrif dagblaðanna alvarlega. Menn vita fyrir-
fram, hvaða afstöðu hvert blað tekur í hverju einstöku máli og
hvernig verður um það fjallað. Ákveðnir málaflokkar virðast enn-
tremur vera bannhelgir hjá öllum dagblöðunum, og er engu lík-
ara en þau hafi svarizt í fóstbræðralag um að minnast aldrei
á þá, og má þar til dæmis nefna bankamál og innheimtu sekta
hjá íslenzkum landhelgisbrjótum. Þegar þannig er í pottinn búið
þarf engan að undra þó blaðaskrif um þjóðmál á Islandi séu meðal
þess andlausasta og þrautleiðinlegasta sem hér er framleitt —
og er þá langt til jafnað.
Hér hefur lengi vantað opinn vettvang þar sem þjóðmál og
menningarmál væru rædd af fullri einurð og hispursleysi; þar sem
menn gætu leitt saman hesta sína án þess að fá á sig annarlega
stimpla eða stofna mannorði sínu í tvísýnu. Samvinnan vill nú
gera tilraun til að mynda slíkan vettvang og gefa íslendingum
færi á að ræða mál sín opinskátt og án allra undanbragða eða
undirmála. Verður kappkostað að láta sem flest sjónarmið í hverju
máli koma fram, svo lesendur eigi auðveldara með að mynda sér
skoðanir um þau útfrá sem fjölbreytilegastri vitneskju. Þetta er
m. a. ætlunin að gera með lesendabréfum, sem birt verða í hverju
hefti jafnóðum og þau berast, þegar þau varpa nýju eða fróðlegu
Ijósi á það sem tekið hefur verið til umræðu. Eru lesendur hvattir
til að taka sem virkastan þátt í umræðum og undir fullu nafni, þvi
nafnlaus bréf eða dulmál birtum við ekki.
Einsog fram kemur í þessu hefti, er ætlunin að helga framvegis
hvert hefti einu máli sem rætt verði allitarlega, auk fastra þátta
um hin margvíslegustu efni. Islenzk skólamál hafa orðið fyrir
valinu nú, enda má fullyrða að fátt sé okkur islendingum brýnna
en einmitt umræður og raunhæfar aðgerðir í menntamálum.
Meðal nágrannaþjóðanna austan hafs og vestan eru skólamálin
það viðfangsefni sem rækilegast er rætt og flestir láta sig miklu
skipta, enda er flestum þjóðum orðin Ijós sú meginstaðreynd, að
almenn og traust menntun er sá þjóðarauður, sem allt annað
veltur á. Þessvegna er hvergi til sparað þegar efla á menntun
og skólastarf.
Á íslandi er þessu af einhverjum annarlegum orsökum öfugt
farið. Hér hafa menntamálin verið látin dankast í heiia tvo ára-
tugi, með þeim afleiðingum að við erum verr á vegi staddir í
skólamálum en flestar þjóðir Evrópu. Og það sem furðulegast er;
almenningur virðist láta sér það í léttu rúmi liggja — vill helzt
ekki um svo hversdagsleg málefni hugsa eða ræða.
Nú er það deginum Ijósara að lífsþægindagræðgi íslendinga og
kapphlaupið sem af henni hlýzt hefur gert heimili og foreldra
alls ófæra um að annast uppeldi og fræðslu barna sinna. Til þess
er einfaldlega enginn tími. Þessi verkefni hafa nú fallið í hlut
skólans. Mætti því ætla að hinir nýríku íslendingar hefðu nokkurn
áhuga á því, hvernig skólinn rækir hlutverk sitt við afkvæmi þeirra.
En því er ekki að heilsa! Sinnuleysið og dáðleysið blasa við hvert
sem litið er. Það er því líkast sem peningaþjóðin sé starblind
á þá meginstaðreynd, að með slælegri menntun og lélegu upp-
eldi er verið að ræna hin fjáðu börn dýrmætasta möguleikanum
til að njóta lífsins og peninganna sem foreldrarnir eru í óða önn
að sanka að sér. Svo öfugsnúið er hið vanþróaða íslenzka vel-
ferðarríki.
fskyggilegasti þáttur íslenzkra skólamála er samt þrekleysi og
tímaskortur kennara til að sinna félagsmálum og fræðistörfum.
Líf þeirra er sífellt og vonlítið strit; þeir geta margir hverjir ekki
einu sinni sótt námskeið sem stundum eru haldin fyrir kennara.
Þetta ástand stafar fyrst og fremst af alltof lágum launum, enda
hefur fræðslumálaskrifstofan haft forgöngu um að halda kennurum
í sem alira lægstum launaflokkum. Hin lágu laun valda bæði
ofreynslu og flótta úr stéttinni: kennarar með sæmilega hæfileika,
sem eru ekki þeim mun upptendraðri af fræðsluhugsjóninni, leita
í betur launaðar starfsgreinar. Hér þyrfti að gera tvær grundvall-
arbreytingar hið bráðasta: snarhækka kennaralaun og gera kenn-
urum kleift að sækja sérstök námskeið sem veiti þeim færi á
að auka við menntun sína, hæfni og réttindi til að kenna við
stighækkandi menntastofnanir, allt uppí háskóla. Það mundi gera
starfið eftirsóknarverðara og fá kennurum markmið að keppa að.
Yfirleitt er meginljóðurinn á islenzkum skólamálum sá, að þar
vantar allan kennslufræðilegan grundvöll, og er Ríkisútgáfa náms-
bóka kannski áþreifanlegasta dæmið um það. Þar ríkir algert
handahóf um tilhögun kennslubóka; þær eru ekki miðaðar við
neina aðferð aðra en þá að nemendur læri allt utanbókar án
skiinings eða skapandi þátttöku. Viiji svo ólíklega til, að fyrir
hendi séu tilraunatæki, t. d. í eðlisfræði, er kennaranum engin
stoð í kennslubókum. Tækin eru ekki í neinum tengslum við það
sem er í bókunum. Sumar kennslubækur eru yfirfullar af prent-
villum og skekkjum, einsog t. d. fyrsta útgáfa af landafræði eftir
Guðmund Þorláksson, sem er raunar sígilt dæmi um þurra upp-
talningu, andvana námsefni. Þessi höfundur taldi sig ekki þurfa
á hollráðum kennara að halda áður en bókin var gefin út aftur.
Einu brúklegu kennslubækur i islandssögu eru meira en hálfrar
aldar gamlar, eftir þá Jón Aðils og Jónas Jónsson, og báðar
gallaðar.
Annan höfuðþáttinn í starfsemi námsbókaforlaga vantar með
öllu á islandi: handbækur og leiðbeiningar fyrir kennara. Allar
kennslubókaútgáfur austan hafs og vestan gefa út, t. d. I sögu,
aðgengileg rit sem kennarinn getur vísað nemendum á I sam-
bandi við tiltekin atriði eða persónur. Slíkar bækur eru ekki til
I neinni grein hérlendis. Hér vantar með öðrum orðum heildar-
stefnu i útgáfu kennslubóka sem og flestum greinum öðrum.
i þeim sex greinum, sem hér birtast um íslenzk skólamál, er
tekið á ýmsum þáttum þeirra, en vitaskuld eru þær hvergi nærri
tæmandi, og verður trúlega eitthvert framhald á umræðunum í
næstu heftum. Hvað sem öðru líður, kemur það Ijóslega fram í
þessum skrifum, að komin er ellefta stund og ekki seinna vænna
fyrir íslendinga að bjarga því sem bjargað verður.
s-a-m.