Samvinnan - 01.08.1967, Síða 3

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 3
7“" SAM VINNAN EFNI: HÖFUNDAR: 4. MENN SEM SETTU SVIP Á ÖLDINA: Jawaharlal Nehru. s-a-m. 10. ÍSLENZK SKÓLAMÁL: 10. Spjall um skólarannsóknir og prófgráður gagnfræðastigsins. Andri Isaksson, forstöðumaður skólarannsókna. 14. Skóli — til hvers? Arnór Hannibalsson, sálfræðingur. 18. Uppeldishlutverk skólans. Hörður Bergmann, kennari. 22. Styrjöld við akur. Matthias Johannessen, ritstjóri. 25. Um skólabyggingar og fleira. 26. Samningsrétturinn og launakjör háskólamenntaðra kennara. Guðmundur Hansen, kennari. 27. Skólarnir og þjóðernið. Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri. 28. Skólaríkið s-a-m. 32. Sjúkrastofuþankar. Gísli J. Ástþórsson. 34. ERLEND VÍÐSJÁ: Valdarán fasista í Grikklandi. s-a-m. 37. Santóríní, Ijóð. Gíorgos Seferis. 40. Ljóti Ameríkumaðurinn í Guatemala. Halldór Sigurðsson. 43. Til allra æskumanna hvarvetna á jörðinni frá Alheimsmóti æskufólks í Róm. 44. Dómkirkjan í Ibiza, smásaga. Indriði G. Þorsteinsson. Teikning: Barþara Stasch. 46. KVIKMYNDIR: Kvikmyndamál og ríkisafskipti. Þorgeir Þorgeirsson. 50. BÓKMENNTIR: Pólarnir í skáldskap Halldórs Laxness. s-a-m. 51. Stef án tilbrigða, skopteikningar. Sigurður Örn Brynjólfsson. 52. LEIKHÚSMÁL: Silfurlampinn. Ólafur Jónsson. 54. TÓNLIST: Stef með tilbrigðum. Þorkell Sigurbjörnsson. 57. Þrjú Ijóð. Hannes Pétursson. 58. BYGGINGALIST: ,,Siðbót“ í kirkjubyggingalist erlendis. 60. TRÚMÁL: Frjálsræði viljans og siðferðisleg ábyrgð. Sigurður Örn Steingrímsson, stud. theol. 62. VÍSINDI OG TÆKNI: Kal. Dr. Sturla Friðriksson. 64. BÓKARKAFLI: Samsærið á flokksþingi 1952. Stefán Jóhann Stefénsson, fyrrv. forsætisráðherra. TIL ÁSKRIFENDA Einsog þetta hefti Samvinnunnar ber með sér, hefur hún tekið veru- legum breytingum, sem vonandi finna náð fyrir augum gamalla á- skrifenda, þó yfirleitt sé illa séð að umbylta gömlum hefðum. í ráði er, að ritið komi framvegis út annanhvern mánuð og þá rúmlega tvöfalt stærra en áður, eða 68 blaðsíður. Kemur því næsta hefti út í lok október og síðasta hefti ársins rétt fyrir jól. Með svo strjálum útkomudögum þótti ekki tækt að halda áfram framhaldssögunni, Svörfu hestunum eftir Tarjei Vesaas, sem var um það bil há/fnuð. Hinsvegar samdist um það við bókaútgáfuna Iðunni í Reykjavík, að hún gæfi söguna út fyrir næstu jól, og verður þá kaupendum Sam- vinnunnar gefinn kostur á að eignast hana með sérstökum vildar- kjörum. Eru þeir, sem slíks óska, beðnir að gera ritstjórninni viðvart með bréfi eða símleiðis. Heimilisþáttur Bryndísar Steinþórsdóttur féll niður að þessu sinni af óviðráðanlegum orsökum, en húsmæður mega eiga von á honum framvegis. Sömuleiðis er ætlunin að birta sérstakan þátt fyrir unga fólkið, og hefst hann í næsta hefti. Að öðru leyti verður efni með svipuðu sniði og í þessu hefti, fastir þættir um allar listgreinar, trúmál, vísindi og tækni, auk þeirra meginum- ræðuefna sem sérstaklega verða tekin fyrir hverju sinni. Júlí-ágúst 1967 — 61. árg. 7. Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður A. Magnússon. Blaðamaður: Heimir Pálsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Höfundar þessa heftis eru flestir þjóð- kunnir og óþarft að kynna þá sérstaklega, nema kannski Halldór Sigurðsson. Einsog nafnið bendir til, er hann af ís- lenzkum uppruna, en á danska móður og hefur verið búsettur í Danmörku síðan 1946. Hann er fæddur á Seyðisfirði 1935, sonur Hjartar Sigurðssonar, sem nú býr í Reykja- vík. Að loknu námi í Danmörku réðst Hall- dór til Austur-Asíufélagsins og starfaði þar 1952—1961. Á árunum 1961—63 ferðaðist hann víða um Evróþu og Afríku og skrifaði um ferðir sínar í „Politiken" og ýmis norræn og suður-amerísk rit. Síðan 1963 hefur Halldór unnið fyrir danska útvarpið og verið sérfræðingur þess um málefni landa sem hafa spænsku og portúgölsku að móðurmáli. í fyrra ferðaðist hann t.d. í fjóra mánuði um rómönsku Ameríku á vegum danska útvarpsins og hefur sent Samvinnunni nokkrar grein- ar um reynslu sína á ferðalaginu sem birtast munu í næstu heftum. Ritstjórnarsími 17080. Verð: 250 krónur árgangurinn; 50 krónur í lausasölu. Uppsetning: Teiknistofa Torfa og Péturs. Gerð myndamóta: Páll Finnbogason og Prentmót hf. Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf. ‘

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.