Samvinnan - 01.08.1967, Side 4

Samvinnan - 01.08.1967, Side 4
MENN SEM SETTU SVIP Á OLDINA JAWAHARLAL NEHRU Þegar Jawaharlal Nehru féll frá í maí 1964 hafði hann stjórnað fjölmennasta lýðræðisríki heims í 17 ár og verið leið- togi þjóðar sinnar í fjóra áratugi. Hann var ekki einungis leiðtogi þjóðarinnar, heldur einnig í dýpsta skilningi imynd hennar, eða einsog hinn merkilegi Tæri- sveinn Gandhís, Vinóba Bhave, orðaði það einhverju sinni: „Næst nafni Gand- hís er nafn hans tákn Indlands-það er Indland“. Eftir fráfall Gandhís var hann í bókstaflegum skilningi föður- ímynd indversku þjóðarinnar, og sú staðreynd er langtum mikilvægari en VesturTandamenn gera sér almennt grein fyrir. Nehru var i mörgu tilliti torræð mann- gerð, ofin úr eðlisþáttum sem við fyrstu sýn gátu virzt ósamstæðir. Hann var feiminn og hlédrægur, en jafnframt mik- ill ræðuskörungur sem færðist allur í auk- ana þegar hann stóð frammi fyrir stórum hópi áheyrenda. Hann var aðalsmaður að ætterni og í hugsun, en fáir voru stór- orðari um böl og óhæfu fátæktarinnar. „Að tala um frelsi i fátækt er nánast sjálfsmótsögn“, sagði hann við eitt tæki- færi. Hann felldi sig aldrei við heimspeki Gandhís um blessun allsleysisins. Hann var fjarri því að vera trúhneigður, en rækti samt hlutverk sitt af trúarlegum eldmóði. Hann boðaði umburðarlyndi í trúarefnum, en fór sjaldan leynt með umburðarleysi sitt í stjórnmálum. Ein- staklingshyggja í einkalífi en samhyggja í þjóðlífi voru meðal kennisetninga hans. Hugsun hans var skörp og rökföst, en tilfinningar hans nánast ljóðrænar og rómantískar. Þó verður ekki sagt að Nehru hafi verið klofinn persónuleiki, heldur átti hann marga strengi í hörpu sinni, var viðkvæmur og skapríkur. í honum tog- uðust á rík hneigð til íhugunar og hams- laus athafnavilji. Ein af eftirlætistilvitn- unum hans voru þessi orð Romains Ro- lands: „Hugsun án athafnar er óburður og svik; athöfn án hugsunar leiðir af sér ringulreið og óskapnað“. Nehru var ljóst að samspil hugsunar og athafnar getur aðeins átt sér stað þar sem einstaklingur- inn býr við fullt frelsi, en honum var líka ljóst að frelsi getur verið varhugavert án aga og eftirlits. Af þeim sökum leitaðist hann við að koma á í landi sínu svipuð- um sósíalisma og tíðkast á Norðurlönd- um, þar sem einstaklingsframtak fær að njóta sín, en ríkið hefur eftirlit með því og leitast við að vernda máttarminni þegna þjóðfélagsins gegn þeim sem meira eiga undir sér. Nehru var eftirlætislærisveinn Gand- hís, og þó er vart hægt að hugsa sér ólík- 4

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.