Samvinnan - 01.08.1967, Side 7

Samvinnan - 01.08.1967, Side 7
í Sviss snemma árs 1936. Þráttfv: ir lang- vinn veikindi liafði hún staðið keik við lilið manns síns, og fráfall hennar varð honum mikill missir. Eftir dauða hennar var sem Neliru harðnaði enn í baráttunni við Breta, og jafnframt varð hann þollausari við hina gætnari félaga sína í stjórn Þjóðþings- flokksins. Margir þeirra höfðu í hótun- um að segja af sér vegna stefnu hans og gerræðis, sem einkenndist að þeirra dómi af óþolinmæði, bráðlyndi, hroka og sjálfs- þótta. Gandhí sá hvar skórinn kreppti og skrifaði honum bréf þar sem hann sagði m. a.: ..Félögum þínum hafa gram- izt ávítur þínar og valdsmannstónn, og umfram allt óskeikulleiki þinn og yfir- burðaþekking“. Gandhí var ekki vanur að tala utan að hlutunum. Nehru var svo niðursokkinn í það meginverkefni að vinna sjálfstæði Iiul- lands og draga úr eyrnd hinna hrjáðu milljóna, að hann vanmat á þessum árum vanda, sem átti eftir að valda vaxandi erfiðleikum: misklíðina milli hinna ýmsu trúflokka í landinu, og þá einkanlega milli Hindúa og Muhameðstrúarmanna. Þar sem hann var sjálfur gersneyddur I rúarlegum áhuga, ofmat hann sanngirni og föðurlandsást hins venjulega Hindúa og Múhameðstrúarmanns, sem létu stjórnast af frumstæðum tilfinningum. Hinar blóðugu óeirðir, sem brotizt höfðu út með miklu offorsi á þriðja tug aldar- innar og gert vart við sig endrum og eins síðan, taldi hann tímabundnar, og þótt- ist viss um að þær mundu liverfa þegar fram í sækti. Arið 1936 vann Þjóðþings- flokkurinn undir forustu Nehrus glæsi- legan kosningasigur, svo að Bandalag Múhameðstrúarmanna, sem barðist fyrir sérstöku ríki, fékk ekki nema eitt af hverjum 20 atkvæðum Múhameðstrúar- manna, en á næstu árum mögnuðust liin- ar trúarlegu viðsjár til þeirra muna, að í stríðsbyrjun var bilið milli Hindúa og Múhameðstrúarmanna orðið óbrúanlegt — og Pakistan á næsta leiti. Seinni heimsstyrjöld kom Nehru i mikinn vanda. Hann var svarinn fjand- maður nazisma og fasisma, hafði neitað að hitta Mussolini þegar hann fór um Róm árið 1936, átti ógleymanlegar minn- ingar frá heimsókn sinni til lýðveldis- licrsins á Spáni 1938, og mundi líka fimm skelfilega daga í Tsjungking árið 1939, þegar hann hafðist við í neðanjarðar- byrgi meðan á loftárásum Japana stóð. Af þessum sökum hefði Nehru heilshug- ar viljað kasta sér og Indlandi út í bar- áttuna gegn villimennskunni — ef Bret- ar vildu aðeins láta af heimsvaldastefnu sinni og veita Indverjum frelsi. En Bret- ar undir stjórn Ihaldsflokksins þekktu ekki sinn vitjunartíma. Þegar verst var komið fyrir þeim á árunum 1941—42 treystust þeir ekki til að ganga lengra en heita Indverjum fullveldi að styrjöldinni lokinni. Nehru hafði þegar verið dæmd- 71 árs gamall uppgjafahermaður úr tveim heimsstyrjöldum óskar Nehru til ham- ingju á 73 ára afmælinu, 14. nóvember 1962. ur í fjögra ára fangelsi í október 1940 fyrir uppreisn — og þó hann sæti aðeins inni í 14 mánuði og lýsti yfir einlægri samúð sinni með málstað bandamanna, þegar hann var leystur úr haldi, þá treysti hvorki hann né megnið af for- ustuliði Þjóðþingsflokksins sér til að eiga samvinnu við Breta, nema til kæmi lof- orð um fullt sjálfstæði að stríði loknu. Churchill tók slíkri málaleitun fjarri, og árið 1942 hófst ný alda borgaralegrar ó- hlýðni í Indlandi, og allir helztu leiðtog- ar Þjóðþingsflokksins voru enn fangels- aðir. Bretar gripu til fantabragða til að bæla niður mótþróa Indverja — og síð- ustu mánuðina 1942 létu a. m. k. 4000 Nehru ásamt dr. Liibke, forseta V-Þýzkalands, sem heimsótti Indland í desember 1962. 4 manns lífið, en uni 100.000 þjóðernis- sinnar voru fangelsaðir. I kjölfar þessa kom ægileg hungursneyð í Bengal-fylki, þar sem þrjár og hálf milljón manna a. m. k. svalt í hel, en tvær og liálf milljón varð fyrir ólýsanlegum þjáningum. Þess- ar voðalegu hörmungar voru að nokkru sök Breta sjálfra, og þá einkanlega brezka landsstjórans. Eftir heimsstyrjöldina náði Verka- mannaflokkurinn völdum í Bretlandi, og loks tók að rofa til fyrir Indverjum. Þá vaknaði spurningin, hver verða mundi fyrsti forsætisráðherra hins sjálf- stæða ríkis. Nehru þótti ekki jafnsjálf- sagður í það hlutverk og ætla mætti. 7

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.