Samvinnan - 01.08.1967, Síða 31

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 31
Ein helzta leiðin til að móta skapgerð nemenda er iðkun íþrótta. Mörg vandamál, sem ógna framtíð ungs fólks, ekki sízt í iðnaðarþjóðfélögum, eru óþekkt í Salem. Hreyfingar- leysi, sem veldur hjartatrufl- unum, vöðvarýrnun, sleni og sálflækjum, er nemendum framandi. Hver dagur hefst með hlaupum, og á hverjum morgni er klukkustund varið til líkamsæfinga, en annan hvern eftirmiddag eru útileikir. Hópleikir eru í hávegum hafð- ir, ekki bara vegna þess að þeir efli líkamsþrek, hörku, þol, við- bragðsflýti og athyglisgáfu, heldur og vegna þess að þeir þroska drengskap og tillitssemi. Velheppnuð brögð í leik eru ekki talin mönnum til ágætis fremur en óheiðarleiki í próf- um eða námi. í Gordonstoun, fyrsta skóla Hahns í Bretlandi, voru mörg vandamál auðveldari viðfangs en í Þýzkalandi vegna hinnar rótgrónu brezku skólahefðar. Þar voru stúlkur og piltar ekki höfð í sama skóla eins og í Salem. Brezkt námsefni, skóla- bragur og leikir voru sam- ræmdir þýzku fyrirmyndinni. Vinfengi Hahns við Sir Lawrence Darvall flugmarskálk leiddi til þess að þeir gerðu áætlanir um nokkra alþjóðlega skóla. Koma skyldi slíkum skól- um á fót í allmörgum löndum og síðan velja til þeirra nem- endur af ýmsu þjóðerni, án til- lits til uppruna eða efnahags foreldra. Síðan skyldu þeir hljóta æðri menntun sem við- urkennd væri í öllum hlutað- eigandi löndum. Samlíf þessara nemenda eftir Salem-fyrir- myndinni mundi gera þeim fært að vaxa til þroska án þeirra þjóðernislegu, trúarlegu og menningarlegu fordóma sem enn eitra andrúmsloft mannkynsins. Fyrsti skóli þessarar tegund- ar, „Atlantic College", var stofnaður árið 1960 á strönd Suður-Wales. Nemendur voru í fyrstunni 55 frá 12 þjóðlönd- um og flestir á opinberum styrkjum. Skólinn hefur rúm fyrir 450 nemendur. Kurt Hahn hefur alla tíð verið þess fullviss að hægt væri að lækna menningarsjúkdóma okkar, hnignun frumkvæðis, gætni og mennskrar samúðar. Ungt fólk um heim allan finn- ur enn hjá sér hvöt til áhættu, ævintýra og allskyns nýrrar reynslu og vill fá tækifæri til að sanna hugdirfð sína. Mest veltur á því að þessari hvöt sé beint í rétta farvegi. Löngunin til að hjálpa og bjarga leysir úr læðingi ótrúleg öfl. Af þeim sökum var strandgæzlu nem- enda komið á fót í Gordons- toun þegar árið 1935. Síðar voru myndaðar björgunar- sveitir í fjöllum og á sjó, slökkviliðssveit og Rauða- kross-sveit. Þetta hefur einnig verið gert í Salem. Þessar sveit- ir eru ekki einungis til þess ætlaðar að mennta og þjálfa nemendur, heldur eru þær einnig lífrænir þættir í störfum samfélagsins, ríkis og sveitar- félaga. Þetta felur í sér að þegar hættu ber að höndum, er framlag nemenda í Salem eða Gordonstoun sízt lítilvægara en fullorðinna þegna þjóðfélags- ins. Til að gefa fleiri ungmennum kost á að njóta þessarar al- hliða, mannbætandi menntun- ar heldur en þeim sem rúmast í heimavistarskólunum hefur verið stigið annað skref. Stofn- aðir hafa verið svonefndir „skyndiskólar“ sem einbeita sér að ofangreindum viðfangs- efnum á fjögurra vikna nám- skeiðum. Slíkir skólar eru þegar starfandi í Bretlandi, Afríku og Ástralíu. Tveir „skyndiskólar" í Austurríki og Vestur-Þýzkalandi hafa þegar verið sóttir af yfir 20.000 ung- mennum. Hugmyndir Hahns um al- hliða menntun og mótun nem- enda hafa ekki fest rætur á ís- landi, en þeirra er ekki sízt þörf í landi þar sem agi, ein- beitni og verklund gerast fá- gætari með hverju ári. s-a-m. 31

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.