Samvinnan - 01.08.1967, Síða 33

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 33
hún alls ekki að horfa framan í okkur. Hún reyndi að hafa bakið í okkur allan tímann sem hún var inni, jafnvel þegar hún var að baksa við náttborðin sem eru alveg við nefið á okk- ur eins og gefur að skilja. Þetta er gríðarlega erfiður dag- ur hjá þeirri litlu, en í fyrra- málið verður hún áreiðanlega byrjuð að brosa dálítið og ekki á morgun heldur hinn þá verð- ur hún ugglaust byrjuð að glettast við okkur eins og eldri stúlkurnar og að leika við hvern sinn fingur, því að svona er unga fólkið. 9. DAGUR. Fyrir tveimur þremur kvöld- um var einn af forvígismönn- um dátasjónvarps fyrir íslend- inga að kenna okkur laxveiði- kúnstir í íslenska sjónvarpinu með alvöruþrungnum svip og þó nokkrum tilburðum. Sjón- varpstækið er á ganginum niðri á fyrstu hæð af því bað er ekki í önnur hús að venda. Ég er hræddur um að ég hafi horft og hlustað á laxveiði- kennsluna með hálfgerðri ó- lund. Mér fannst þetta allt nokkuð langsótt. Ef ég væri laxveiðimaður, þá mundi ég ekki kæra mig um að hafa svona mikið í kringum bað. Mér var einu sinni boðið í lax- veiðitúr á truntum og öllu sam- an, og við fórum einfaldlega á dúndrandi fyllirí. Þetta var osköp einfalt. Nú skildist mér á fyrirlesaranum að það væri mesta goðgá að renna fyrir lax hér norður á íslandi án þess að hafa til dæmis neyðarblys í fórum sínum. Ef maður bein- brotnaði við veiðiskapinn (eða var kominn að því að drukkna?) þá þreif maður neyðarblysið úr skjóðu sinni og skaut því beint upp í himin- hvolfið, og bá komu félagarnir víst í blóðspreng eða menn úr nærliggjandi sveitum og smelltu á mann spelkum elleg- ar drösluðu manni á þurrt. Laxveiðifræðimaðurinn upp- lýsti í upphafi máls síns eins og íslenskum ræðumönnum er gjarnt að hann hefði alltof nauman tíma til umráða, og þar af leiðandi kvaðst hann aðeins ætla ,,að stikla á stærstu aðalatriðunum". Eru þá líka til „lítil aðalatriði" eða hvað og svo „miðlungsstór aðalatriði“ og þar fram eftir götunum? Svo talaði hann um að menn ættu „einnig líka“ að gera eitt- hvað sem ég man ekki lengur hvað var af bví mér fannst hann komast svo skrýtilega að orði, ov veiðistöng sem hann hampaði framan í okkur á sjónvarpsskerminum var þetta og þetta margir „jardar" a lengdina en ekki metrar og sentimetrar eins og íslending- ar eiga þó frekar að venjast. Er nú ekki einfaldara að fara bara á fyllirí á truntum? Ég var áreiðanlega ekkert blíður á svipinn undir lexíunni, og kannski var ég bara búinn að bíta það í mig að hafa allt á hornum mér undir fyrirlestrin- um, og það var kannski ekki sérlega drengilegt. Er þetta með neyðarblysið kannski ekki eins neyðarlegt og mér finnst? Ég held persónulega að ef ég sæi flugeld á lofti um laxveiði- tímann, þá mundi ég bara segja: „Helvíti er hann fullur, þessi“. Mér finnst þar að auki að ef við viljum endilega vera að bisa við neyðarblys á landi, þá væri okkur skammar nær að skjóta svosem hundrað stykkjum á loft vegna sjón- varpsins frá Keflavíkurflug- velli svo að dæmi sé nefnt, af því ég veit ekki betur en það sé algert heimsmet með sjálf- stæðri þjóð að hún hleypi stór- veldi umyrðalaust inn á heim- ili s'n með allt það í farangr- inum sem því þóknast. 10. DAGUR. Þá höfum við hér í þéttbýlinu loksins fengið að horfa framan í stjórnmálamennina okkar þegar þeir eru að skammta okkur kosningavellinginn með rjóma út á við hljóðnemann, en ekki fannst mér það merki- legur matur. Það er hald manna í svæsnustu sjónvarps- löndunum að almenningur hneigist æ meira að því að velja frambjóðendur eftir smettin i fremur en talandan- um, og ef það er satt þá er ég ansi hræddur um að býsna margir af þingmönnunum okkar þurfi að láta dubba upp á smettið. Sjálfur útvarpsstjór- inn stjórnaði þessum sjón- varpsumræðum (hann er eins konar spariþulur sjónvarps) en því fór víðs fjarri að stjórn- málamennirnir fengju fullt hús hér á spítalaganginum. Kven- fólkið forðaði sér nálega meö tölu, og menn pískruðu saman um „fasta“ sjónvarpsliði eins og Steinaldarmennina og Harðjaxlinn, og fæstir voru hrifnir af því að fá stjórnmála- mennina okkar færða upp á disk í staðinn. Við sem erum sjúklingar hérna erum vitan- lega ekki eins snargáfuð núna og við eigum vanda til, því að það er hálfgert slen í mann- skapnum eins og vonlegt er, og kannski þessi stjórnmálaþátt- ur hafi fengið hlýlegri viðtök- ur úti í bæ þar sem menn gátu látið fara vel um sig í skauti fjölskyldunnar í lungamjúk- um hægindastól og með kaffi- könnuna við olnbogann. Hér er allt fremur fábrotið eins og gefur að skilja. En ég er sann- arlega engu nær um ástandið á skútunni eftir þennan sjón- varpsþátt, og hvernig 4 líka annað að vera? Annar helm- ingur málflytjenda sló því föstu að hér væri allt í kalda- koli en hinn helmingurinn var jafn handviss um að menn busluðu þvert á móti hunangið í geirvörtur. Mér fannst það athyglisvert hvernig talsmenn flokkanna umgengust tölur. Þegar ég var unglingur kross- uðu menn sig ef þeir nefndu hærri tölu en hundrað þús- undir, en nú fleygðu þessir menn í sjónvarpinu þúsund milljónum á milli sín eins og þeir væru að leika sér að tapp- anum í eldhúsvaskinum sínum. Þegar sækjandinn segir að það sé svart sem verjandinn kallar hvítt, þá byrjar ævinlega eitt- hvað innan í mér að jagast við háttvirta ræðumenn, og mér finnst liggja í augum uppi að einhver sé annað hvort að Ijúga að mér vitandi vits ell- egar hann sé allt í einu geng- inn af göflunum. Það er nú allt sem ég hef upp úr þessum stjórnmálaerjum í útvarpi og sjónvarpi, þó að illt sé frá að segja, og ýmsir sem ég þekki hafa svipaða sögu að segja. Þessi stjórnmálaþáttur var þó forvitnilegur að því ieyti að nú fengu menn semsagt að horfa beint framan í stjórn- málamennina á meðan þeir létu dæluna ganga, og sjúkl- ingunum hérna kom saman um að sumir hefðu tekið sig betur út en aðrir í sjónvarpinu. Mér fannst einn bestur og annar verstur: það var ekkert upplit á manninum og hann var nán- ast afundinn á svipinn. Hann minnti mig eftir á að hyggja á herbergisfélaga minn (mag- inn) þegar hann kom úr skoð- uninni um daginn og þeir höfðu gert sér lítið fyrir og látið hann gleypa myndavél. Það var engu líkara en að þessi stjórnmálaforingi hefði gleypt heilt sjónvarpstæki, 11. DAGUR. Maður verður hálf rykfallinn í kollinum á sjúkrahúsi, því að maður er eins og inni í skurn, og þar að auki lifir maður nán- ast eftir stundatöflu, því að annað kæmi vitanlega ekki til greina á svona stað. Maður getur hérumbil sett úrið sitt eftir atburðum dagsins: stofu- ganginum, gjöfinni fimm sinn- um á dag, heimsóknum hjúkr- unarkvenna og gangastúlkna, hinum kærkomnu gestastund- um. Þetta er hálfgert Litla- Hraun þó að starfsfólkið sé allt af vilja gert. Stundum þegar ég er hálfnaður með reyfarana sem eru einhverra hluta vegna eina lesningin sem ég kæri mig um á sjúkrahúsi, þá uppgötva ég allt í einu að ég man ekki einu sinni hvað söguhetjan heitir hvað þá feiti þjónninn með skuggalega augnaráðið sem er alltaf að hrella hana lafði Gvendólínu; og ég má byrja á byrjuninni aftur og setja á mig líkin og líkurnar. En hérna er á hinn bóginn gagnlegur skóli fyrir þá sem vilja læra á annað borð. Hér er skóli til lækningar á hóf- lausri sjálfsmeðaumkun. Ein- ungis forhertustu væluskjóður geta farið héðan sýtandi af sömu einlægninni eins og þeg- ar þær komu. Því að hér eru sannir krossberar innan um sjúklingana og hér er mörg þrautagangan gengin á enda bak við lokaðar dyr. Ef menn fara ekki heim til sín taLsvert hugsi, þá er eitthvað bogið við hjartað í þeim. 12. DAGUR. Nú er ég búinn að vera suð- ur í Fossvogi þar sem konur í hvítum kyrtlum tók'i röntgen- myndir af hausnum á mér. Það var einmitt hérna sem þeir létu herbergisfélaga minn sporðrenna myndavélinni. Nýja borgarsjúkrahúsið hefur ekki beinlínis þotið upp með amer- ískum hraða, en það verður ekki dónalegt þegar það kemst í gagnið ef endirinn verður eitthvað svipaður upphafinu. Ég fór um þrjá sali á leið minni á fund þeirra hvítklæddu. Það væri barnalegt að kalla þetta ganga eða stigapalla, og nú má anddyrið í bændamenningunni vestur á Melum sannarlega fara að vara sig og Loftleiða- menn gerast kotungslegir þyk- ir mér. Þeir í Fossvoginum hafa dritað spegilfögrum borðum um salina með djúpum hæg- indastólum í kring og gólfin eru klædd djúpbláum gólf- ábreiðum út í ystu horn. Framhald á bls. 66. 33

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.