Samvinnan - 01.08.1967, Qupperneq 39
Stefanos Stefanópúlos sem
lengst var forsætisráðherra,
meðan á grísku stjórnarkrepp-
unni stóð. Að baki hans er Aþa-
nasíadis-Nóvas sem einnig sveik
Papandreú í tryggðum og varð
fyrsti forsætisráðherra minni-
hlutastjórnarinnar, eftir að Pap-
andreú var hrakinn frá völdum.
gervi þjóðhetju og gerast póli-
tískur leiðtogi heima fyrir eftir
feril sinn á Kýpur, skuli hafa
orðið eitt meginverkfæri fas-
istanna í viðleitninni við að
ræna Papandreú yngra mann-
orði sínu.
KÓNGURINN ER SAMSEKUR
Það hefur orðið dapurlegt
hlutskipti hins unga og lítt
reynda konungs að magna
flokkadrætti í landinu með
gerræði sínu og skipta þjóð-
inni í tvær fjandsamlegar
fylkingar. Hann hefur bakað
sér almennar óvinsældir með
því að draga taum afturhalds-
aflanna, ekki sízt í hernum, og
bola frá völdum manni sem
líklegur var til að færa gríska
stjórnarhætti nær þeim hug-
myndum sem bióðir vestan og
norðan til í álfunni gera sér
um lýðræði.
Á fréttum frá Grikklandi
hefur mátt skilja, að Konstan-
tínos hafi ekki staðið á bak við
valdarán fasistanna og ekki
einu sinni haft grun um það,
og má vera að það sé rétt, en
þarfyrir getur hann engan-
veginn þvegið hendur sínar af
bví sem gerzt hefur, bví hann
hratt af stað beirri atburðarás
sem lauk með valdaráninu og
ber þannig að minnsta kosti ó-
beina sök á bví. Hann gerði allt
sem í hans valdi stóð til að
koma í veg fyrir kosningar,
Kanellópúlcs, arftaki Karaman- Georg Papandreú. Andreas Papandreú.
lís og síðasti forsætisráðherra
Grikklands fyrir valdarán fas-
ista.
sem sýna mundu vilja þjóðar-
innar, og þegar þær voru loks
óumflýjanlegar eftir tveggja
ára þóf og bellibrögð, sáu aft-
urhaldsöflin, sem dyggast hafa
staðið um konung, sitt óvænna
og tóku ráðin af þjóðinni að
fullu og öllu.
Pasistarnir bera því meðal
annars við, að þeir hafi viljað
bjarga konungdæminu, og þeir
hafa fengið Konstantínos til að
undirrita tilskipanir sínar,
hvort sem hann hefur gert það
með fúsu geði eða ekki. Þannig
hefur hann gerzt aðili að sam-
særinu við þjóðina. Ég hef ekki
trú á því að konungurinn sé
eina von Grikkja um endur-
reisn lýðræðis í landinu, eins-
og sumir halda fram, því gengi
hans með þjóðinni hefur farið
síþverrandi og það er honum
sjálfum manna Ijósast. Hann
átti að vísu þann leik á borði
að vinna aftur eitthvað af hinu
glataða trausti með því að
koma hvergi nærri fasistaklík-
unni og hverfa jafnvel úr landi,
ef því var að skipta. Með því
hefði hann sýnt í verki, að tal
hans um þá smán sem valda-
ránið hefði bakað Grikklandi,
var annað og meira en orðin
tóm. Hann hefur hinsvegar
kosið að feta í fótspor föður-
bróður síns, Georgs II, og una
því sem orðið er — vera þægt
verkfæri í höndum einræðis-
aflanna. Með því vali hygg ég
að hann hafi innsiglað örlög
konungdæmisins í Grikklandi
þegar sú stund rennur upp, að
valdaræningjarnir verða að
standa þjóðinni reikningsskap
gerða sinna.
Ég á fyrir mitt leyti bágt með
að trúa því að fasistastjórnin
verði langlíf í Grikklandi, því
Grikkir eru, einsog ég sagði
fyrr, ákaflega stolt þjóð og
metnaðarfull. Þeir hafa búið
við allmikið frelsi það lengi, að
þeir sætta sig ekki til lang-
frama við alræði hersins. Ekki
þykir mér heldur ósennilegt að
innan hersins séu ýmis öfl sem
eigi bágt með að una því á-
standi sem nú ríkir.
Hinsvegar er svo að sjá sem
helztu bandamenn Grikkja í
Atlantshafsbandalaginu ætli
að sætta sig við orðinn hlut, og
þá ekki sízt Bandaríkj amenn
sem hafa ráðið mjög miklu um
innanlandsmál Grikklands síð-
ustu tvo áratugi og eiga þar
enn sterk ítök. Er það enn eitt
hryggilegt dæmi um tilhneig-
ingu bandarískra stjórnar-
valda til að styðja beint eða
óbeint hægrisinnuð kúgunar-
öfl í löndum sem þau eiga náin
samskipti við eða eru beim á
einhvern hátt háð, á sama
tíma og þau þykjast vera
brjóstvörn frelsis og lýðræðis
í heiminum.
Um allan hinn siðmenntaða
heim munu fr.jálsir menn votta
grísku þjóðinni og hinum aldna
og hugrakka leiðtoga hennar,
Georg Papandreú, samúð sína,
virðingu og fyllsta stuðning í
þeirri viðleitni að endurheimta
glatað frelsi. Við íslendingar
hljótum að bera kinnroða fyrir
aumkunarverða frammistöðu
íslenzkra stjórnarvalda í þessu
máli: þau treystust ekki til að
fylgja fordæmi frændþjóðanna
á Norðurlöndum og mótmæla
valdaráninu afdráttarlaust. Er
það að vísu í fullu samræmi við
þá ömurlegu staðreynd, að fs-
lendingar hafa ekki í áratug
haft aðra utanríkisstefnu en
þá að fylgja í blindni banda-
rískum fyrirmælum, bæði hjá
Sameinuðu þjóðunum og Atl-
antshafsbandalaginu, og er
löngu orðið tímabært að taka
þau mál til rækilegrar endur-
skoðunar. Við ættum einnig að
gera okkur þess fulla grein, að
við erum samsek þeim stríðs-
glæpa- og kúgunaröflum, hvort
sem er austan járntjalds eða
vestan, sem við mótmælum
ekki af fullri einurð og ótta-
leysi. Þeir sem fóru stórum orð-
um um þjóðarmorðin í Eystra-
saltslöndunum, Ungverjalandi
og Tíbet og um valdaránið í
Tékkóslóvakíu, en láta sér í
léttu rúmi liggja þjóðarmorðið
í Víetnam, valdaránið í Grikk-
landi, ofbeldið í Guatemala,
Dóminíska lýðveldinu og víðar,
ættu ekki að bera sér í munn
orð einsog frelsi, lýðræði,
sannleikur eða sanngirni; með
því gera þeir sig bera að fyrir-
litlegri hræsni.
s-a-m.
39