Samvinnan - 01.08.1967, Síða 47

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 47
Mörg undanfarin ár hef ég leitast við að kynna mér eftir mætti fyrirkomulag kvikmyndamála í nágrannalöndum okkar. Viðleitni þessi hefur að vísu verið af vanefnum gerð og í molum mestan part — en þó altént í þeirri von að finna mætti þar fyrirmyndir ellegar a. m. k. einhverja viðmiðun ef farið yrði hérlendis að hugsa til einhvers heildarskipulags þessara mála, en kvikmyndagerð og skyld málefni virðast nú æ meir vera að komast í brennipunkt þjóðernisvandamála okkar íslendinga. Þó hefði ég ekki farið að troða þessum athugunum fyrir almennings sjónir að svo stöddu nema fyrir það að í vetrarheftinu 66/67 af tímaritinu Sight and Sound eru birtar niðurstöður athugana á hluta þessa vanda- máls: þ. e. a. s. nauðsynleg afskipti löggjafans af kvik- myndamálum í nokkrum löndum Evrópu eru tekin til athug- unar og samanburðar. Þar sem þessar niðurstöður koma að öllu heim við athuganir minar og eru auk þess fyllri um ýmis atriði held ég mig að mestu við þær auk þess sem ég nota greinargóðan uppsetningarmáta tímaritsins, sem miðast við það að auðvelda lesandanum samanburð einstakra atriða frá landi til lands. Vandamál kvikmyndaframleiðenda eru nokkuð þau sömu í löndum Vestur-Evrópu. Rýrnandi kvikmyndahúsasókn, ónógir markaðir heimafyrir og erfið samkeppni við banda- rískt fjármagn, sem hefur á bak við sig risamarkaðinn vest- anhafs; áhætta framleiðenda er mikil á tímum vaxandi dýrtíðar og þráfaldlega lítil von um nægjanlega sölu. í þessum löndum hefur því hvarvetna verið skipulögð ríkisaðstoð við kvikmyndaframleiðslu í einhverri mynd og hefur hvert land að vísu sinn háttinn á. Sameiginlegt tak- mark opinberrar aðstoðar í öllum löndunum er það að styrkja aðstöðu innlends sköpunarstarfs gagnvart inn- fluttum verkum og sameiginlegar eru líka að mestu aðferð- irnar, sem yfirleitt felast í því að tryggja þeim, sem að framleiðslunni vinna, stærri hluta af ágóðanum en mark- aðurinn lætur sjálfviljugur af hendi, þ. e. a. s. með því að hafa hönd í bagga með markaðsskipulagningunni. Jafn- hliða þessari opinberu aðstoð er víða í löndum einnig um að ræða hliðarráðstafanir til að örva sérstaklega framleiðslu og sýningar „úrvalsmynda". Yfirliti þessu er engan veginn ætlað að vera tæmandi því efnið er bæði margþætt og flókið. Hér er aðeins leitast við að fá yfirlit yfir þau svör, sem gefin hafa verið við undirstöðu- spurningum ef það gæti orðið til að hjálpa einhverjum (t.d. þingmanni) til að fá heildarsýn yfir lausn þessara mikil- vægu menningarmála í sex Evrópulöndum, sem helzt hafa orðið til að skapa verðmæti á þessu sviði, og má þá gjarnan bera þessar lausnir saman við það gjörsamlega handarvana aðgerðaleysi, sem hérlendis ríkir á þessu sviði. SVÍÞJÓÐ DANMÖRK BRETLAND ÍSLAND 1. Enginn skemmtanaskattur. Sér- 1. Skemmtanaskattur er enginn, 1. Nei. Skemmtanaskattur var af- 1. Skemmtanaskattur 27.5%. — stakur 10% skattur rennur til að- en sérstakur 15% skattur á bíó- numinn 1960. Pramleiðslusjóður- Menningarsjóðsgjald 1,00 króna af stoðar við kvikmyndaframleiðslu og önnur verkefni á því sviði. miða. inn hefur tekjur af sérstökum skatti á bíómiða. hverjum miða og sætagjald til bæjarins. Ekkert af þessu fé rennur þó til kvikmyndastarfsemi í neinni mynd. 2. Já. Sænska kvikmyndastofnun- in sér um úthlutun þess fjár er saman rennur af fyrrgreindum 10% skatti. 2. Já. Styrkir fyrir handrit, ríkis- ábyrgð á framleiðslulán og verð- laun. Allt kostað af Kvikmynda- sjóðnum, sem hefur tekjur sínar af 15% bíómiðaskattinum. 2. Aðstoð er veitt, þó ekki í formi beinna styrkja. NFFC hóf starf- semi 1949 og veitir lán til skamms tíma. Framleiðslusjóðurinn, sem einnig veitir fé til kvikmynda- gerðar, hefur tekjur af ofangr. skatti, sá skattur er nálægt 7)4% • 2. Engin reglubundin starfsemi.i) 3. Tæpur helmingur upphæðar- innar ákvarðast af tekjum við- komandi myndar. 3. Nei. 3. Já. Greiðslur úr Framleiðslu- sjóðnum eru í beinu hlutfalli við tekjur myndarinnar. 3. Engin framlög. Sýningar inn- lendra mynda eru undanþegnar skemmtanaskatti. 4. Nei. 4. Nei. 4. Lágmark er að 30% sýningar- tímans fari í sýningar innlendra verka. 4. Nei. 5. Röskur helmingur styrkveit- inga er í formi „gæðaverðlauna". Sjö manna dómnefnd velur mynd- ir til verðlauna og er forseti sænsku kvikmyndastofnunarinnar sjálfkjörinn í nefndina, hinir sex eru valdir af stjórn stofnunarinn- ar, tveir árlega til þriggja ára í senn. Reglur þessar eru aðeins tveggja ára gamlar: fyrsta árið hlutu 8 myndir verðlaun en 13 í fyrra. Heildarupphæð styrkjanna er breytileg eftir því hverjar tekj- ur stofnunarinnar eru. Nú er þessi upphæð sem næst 41 millj. ísl. króna. 5. Já. Myndirnar eru valdar af Kvikmyndanefndinni, sem í sitja fulltrúar kvikmyndastjóra, höf- unda, tónskálda, leikara, mynda- tökumanna og gagnrýnenda. Árið 1965 var úthlutað 1.275.000 króna (um 8.4 millj. ísl. kr.) til 6 leik- inna mynda og 225.000 d. kr. (um 1.5 millj. ísl. kr.) til 10 smámynda auk 50.000 d. kr. (um 320 þús. ísl. kr.) til einstaklinga — leikstjóra, leikara og tæknimanna. 5. Nei. 5. Engin verðlaun. 47

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.