Samvinnan - 01.08.1967, Síða 48

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 48
SPURNINGAR FRAKKLAND ÍTALÍA V.-ÞÝZKALAND 6. Nær opinbert styrkjakerfi einn- ig til smámyndaframleiðslu? Eða er um að ræða sérstakan stuðn- ing við smámyndaframleiðslu? 6. Smámyndaframleiðsla er studd sérstaklega. í þessu skyni starfa tvær dómnefndir þannig að dómi annarrar má áfrýja til hinnar (þ. e. a. s. felli önnur dómnefndin mynd þá kemur sú mynd fyrir hina nefndina). Nefndir þessar veita smámyndum „gæðastimpil" sem örvar aftur á móti sölu þeirra, meður því að leiknar myndir njóta margháttaðra ívilnana gagnvart sköttum séu „gæðastimplaðar" aukamyndir sýndar með þeim. Þá eru veitt sérstök verðlaun fyrir framúrskarandi litmyndir. Sér- stök nefnd úthlutar þeim verð- launum til um 50 mynda árlega. 6. Ársfjórðungslega eru veitt 30 verðlaun fyrir stuttar myndir, mest 10 milljón lírur (um 700.000 ísl. kr.). Upphæðin er mismunandi eftir gerð myndarinnar, hvort um er að ræða teiknimynd, mynd í litum eða svart/hvítu o. s. frv. Hverju ítölsku kvikmyndahúsi er gert að sýna innlendar auka- myndir eigi færri en 45 daga hvern ársfjórðung. Einnegin fá þau afslátt af sköttum ef sýndar eru fréttamyndir að staðaldri. 6. Af þeim 4 milljónum marka, sem greint er frá í seinasta svari, fara 0.5—1 milljón (5.4—10.8 millj. ísl. kr.) til smámynda. Út- hlutunarreglur eru svipaðar nema hvað smámyndir geta ekki hlotið styrk fyrr en þær eru fullgerðar. Verðlaun til einstakra mynda nema frá 20.000 mörkum (um 216.000 ísl. kr.) til 60.000 marka (um 650.000 ísl. kr.) eftir lengd myndanna. 7. Eru gerðar ráðstafanir til að hvetja unga kvikmyndagerðar- menn? Þ. e. a. s. (a) ríkisstuddur kvikmyndaskóli (b) fjárhagsleg aðstoð við tilraunastarfsemi (c) aðstoð vegna handrits, viðfangs- efnis o. s. frv. 7. Fram yfir það sem að ofan er getið er ekki um að ræða neina sérstaka aðstoð við yngri höf- unda. Kvikmyndaskólar eru tveir, heyrir annar undir menntamála- ráðuneytið en hinn undir menn- ingarmálaráðuneytið. 7. Centro Sperimentale er kvik- myndaskóli styrktur af ríkinu. Einnig hefur á vegum Banca Nazionale del Lavaro verið stofn- aður sjóður til að styðja gerð „list- rænna og menningarlegra kvik- mynda, sem framleiddar eru með fjárhagslegri þátttöku höfunda og annarra starfskrafta myndarinn- ar.“ 7. Árið 1966 hófu kvikmynda- skólar starfsemi bæði í Berlín og Miinchen en sú starfsemi liggur niðri sem stendur. Starfandi eru lífleg kvikmyndanámskeið í sam- bandi við Handíðaskólann í Ulm. Samband ungra kvikmyndagerðar- manna hefur árlega frá 1965 lagt fram 350.000 mörk til „byrjenda- mynda" (fyrsta eða önnur mynd höfundar) í formi vaxtalausra lána, sem þó mega ekki nema meiru en sem svarar helmingi kostnaðarverðs myndarinnar. 8. Er um að ræða nokkra aðstoð við (a) dreifendur kvikmynda (b) kvikmyndahús, sem leggja áherzlu á sýningar „úrvalsmynda"? 8. Kvikmyndadreifing nýtur engr- ar aðstoðar og bíóhús heldur ekki sem stendur. Aðstoð við þau var í lögunum frá 1948—60 og er nú aft- ur í athugun hjá ríkisstjórninni. Kvikmyndahús, sem hlotið hafa viðurkenningu sem d’art et d’essai (listar og tilrauna) njóta þó vissra skattaívilnana. 8. Já. Bíóhús sem sýnir „úrvals- myndir“ fær 25% skattaafslátt; 50% afslátt fá þau bíó, sem ein- göngu sýna framúrskarandi barna- myndir. í athugun er að hygla einnig bíóhúsum, sem næðu því að stimplast d’art et d’essai með tilliti til myndavals í heilt ár. 8. Skattafrádráttur er veittur i sambandi við sýningar mynda, sem hlotið hafa viðurkenningu sem „góðar“ eða „frábærar" og eins ef sýnd er viðurkennd auka- mynd, sum héruð fella þá skatt- inn niður með öllu. Slíkar viður- kenningar veitir þar til sett stofnun. 9. Hvert er árlegt framlag til Kvikmyndastofnunar eða Kvik- myndasafns? Er fjárins aflað með sköttum á kvikmyndastarfsemi eða er um að ræða bein framlög? Er á vegum Kvikmyndastofnunar/ safns (a) rekið kvikmyndahús (b) séð fyrir fræðslu um kvikmyndir (c) útgáfustarfsemi (d) fræðslu- starfsemi (e) rekin kvikmynda- dreifing (f) séð um aðstoð ríkis- ins við kvikmyndaiðnaðinn? 9. Núverandi styrktarkerfi veitir fé til Cinemateque Francaise (kvikmyndasafnsins). Framvegis er gert ráð fyrir aö það verði rekið með beinum ríkisframlögum en ekki af styrktarsjóðum kvik- myndaframleiðslunnar. Aðalverk- efni safnsins er varðveizla kvik- mynda og rekstur tveggja kvik- myndahúsa, sem sýna að staðaldri klassískar myndir og úrvalsverk. 9. Cineteca Nazionale fær a. m. k. 50 milljón líra (um 3.5 millj. ísl. kr.) ríkisframlag árlega. C.N. heí- ur einnig annast gerð kvikmynda- sögulegra þátta um ítalskar kvik- myndir. Útgáfustarfsemi er engin en Centro Sperimentale gefur út tímaritið Bianco e Negro auk ýmissa bóka um kvikmyndir. 9. Þýzka kvikmyndastofnunin í Wiesbaden er kostuð af fram- lelðendum en nýtur einnig styrkja frá riki og bæ. Kvikmyndasafnið er rikiseign. Báðar þessar stofn- anir eru í rauninni söfn cg hafa engar sýningar. Eitt er það atriði, sem hvergi kemur fram í þessu yfirliti, en má þó vel á lofti halda — það eru þær ríkulegu fjárveit- ingar, sem flest ríki veita til þess verkefnis að koma kvik- myndum sínum á framfæri erlendis. Þetta vildi ég sérstak- lega taka fram vegna þess að ég rak mig á það síðastliðið haust hvað slíkt væri fjarri menningarvitunum okkar og er raunar gott til þess að vita, að sparsemi skuli ekki með öllu vera horfin úr landinu á þessum veltuárum. Þegar ég sótti um ferðastyrk til Menningarsjóðs síðastliðið haust til að kosta ferð, sem farin yrði til að kynna sér kvikmyndamál í ýmsum löndum Vestur-Evrópu, reyndist það háa ráð eng- an veginn á þeim buxunum að láta véla sig út í neitt óhóf, heldur vísaði þessari svívirðilegu málaleitan snarlega á bug meður því að grunur léki á að ferðin væri í og með farin til að koma verkum mínum á framfæri hiá þessum þjóðum. Síðan er ég alltaf hálf feiminn að sýna útlendingum mynd- irnar mínar ef ske kynni að einhver vildi kaupa þær og ég stæði uppi sem argasti landráðamaður í augum þessara virðulegu gáfumanna, sem sitja í Menntamálaráði. Vonandi á það ekki eftir að koma fyrir. 48

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.