Samvinnan - 01.08.1967, Síða 50

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 50
Framlag Halldórs Laxness til íslenzkra bókmennta er æði margþætt, en þó mun það sennilega vera tvennt sem mestu varöar. Annarsvegar eru tök hans á ís- lenzku máli, hin frábæra stílsnilld sem segja má að hafi endurskaþað tunguna, fært henni nýjan og margefldan þrótt sem lyftir verkum hans til hæstu tinda íslenzkrar frásagnarlistar. Stílleikni hans er ekki einungis máttug og seiðandi, held- ur beinlínis lygilega frjó og fjölbreytileg, þannig að með hverju nýju verki oþinber- ar hann okkur áður óþekktar hliðar á skáldgáfu sinni. í því sambandi er ekki ófróðlegt að gera sér þess grein, að stíl- snilld Halldórs er að miklu leyti áunninn eiginleiki, sem hann hefur ræktað og þjálfað með langri og strangri ögun, en sjálf málkenndin virðist á hinn bóginn vera honum ásköpuð ásamt frásagnar- gáfunni. í annan stað hefur Halldór Laxness unnið það markverða afrek að rekja svo til öll hin sígildu stef íslenzkra bók- mennta á ferskan og nýstárlegan hátt. Hann hefur tekið til meðferðar sjávar- þorpið, kotbóndann, alþýðuskáldið, upp- reisnarmanninn, draumsýn þjóðarinnar í niðurlægingunni, ódrepandi kjark lítil- magnans, hetjusöguna fornu, útþrána og frægðardrauminn, ævintýrið og para- dísarleitina, skringilegheit og rótleysi nú- tímans. í vissum skilningi eru verk hans þverskurður af lífi þjóðarinnar fyrr og síðar — þau endurspegla flest það sem máli skiptir í sögu og viðhorfum íslend- inga. í þeim skilningi er ævistarf hans einstætt í bókmenntunum. En þráttfyrir ótrúlega fjölhæfni Hall- dórs í stíl og yrkisefnum, ganga tvö meginstef einsog rauður þráður gegnum allan skáldskap hans. Þetta er í sjálfu sér ofureðlilegt, því yfirleitt er það svo, að hver höfundur leggur upp í lífið með ákveðin grundvallarviðhorf, sem mótazt hafa af uppeldi hans, erfðum og um- hverfi. Þessi viðhorf taka að vísu marg- víslegum ytri breytingum og koma fram í nýjum myndum, en kjarni þeirra er hinn sami. Kannski mætti líkja þessu við leikara sem kemur fram í mörgum og ólíkum gervum, en varðveitir jafnan sinn eigin kjarna. Það er vitaskuld ævinlega varhugavert að kasta fram einföldum alhæfingum um jafnflókið viðfangsefni og bókmenntirnar LAXNESS eru, en ég ætla að hætta á það, þar sem ég fæ ekki betur séð en i verkum Halldórs Laxness séu tvö meginstef eða grundvall- arviðhorf sem mynda gagnstæða póla og skapa verkunum innri spennu. Þetta hef- ur orðið því skýrara sem lengra hefur liöið á skáldferil hans. Annar póllinn, og sá sem tvímælalaust stendur hjarta skáldsins nær, er táknaður með einstaklingum sem ég hef kennt við „taóisma" í allra rúmustu merkingu, af- þvi ég finn ekki aðra betri skilgreiningu. Hér er um að ræða einstaklinga sem eru einfaldir í viðhorfum og lífsháttum, jarð- bundnir, grandlausir, sjálfum sér nógir, óháðir umhverfi sínu, þjóðfélagi, stund- tízku, almenningsáliti, fjármunum og öðrum hégóma heimsins. Þeir eiga innra með sér hugsjón eða draum sem veitir þeim öryggi og óhagganlegan sálarstyrk. Einsog ég sagði hafa þessir einstaklingar fengið æ skýrari útlínur með árunum. Salka Valka og í minna mæh Arnaldur eru dæmi þessa mannskilnings og síðan Bjartur í Sumarhúsum, en hann kristall- ast fyrst í Ólafi Kárasyni og síðan í organistanum og móður hans, Birni og ömmu í Brekkukoti, Steinari í Hlíðum og loks pressaranum í Dúfnaveizlunni. Jón Hreggviðsson og Arnas Arnæus eru vitan- lega einnig tilbrigði við þetta sama stef og fjöldinn allur af öðrum persónum í skáldsögum og smásögum Laxness. Allir þessir einstaklingar — sem eru innbyrðis mjög sundurleitir, afþví hér er ekki um neina formúlu að ræða — eiga það sammerkt að þeir eru með einhverj- um hætti hafnir yfir umhverfi sitt, óháð- ir boðum og bönnum misviturra manna. Þeir láta fyrst og fremst stjórnast af innri sannfæringu, eiga hugsjón sem gerir þá stærri en aðra menn, göfgar þá og skírir. Mér virðist þetta vera hin eigin- lega mannshugsjón skáldsins, þó margt í hans eigin lífi kunni að benda til ann- ars, og kem ég að því síðar. Þó Halldór hafi í Gerplu og víða annar- staðar unnið það þjóðþrifaverk að hleypa vindinum úr hinni fornu mannshugsjón íslendingasagna einsog hún birtist í svo- nefndum hetjudáðum víkinga og annarra manndrápara, má ekki gleyma hinu, að hann er á sinn hátt í samhljóðan við þá mannshugsjón íslendinga til forna sem var ekki síður djúpstæð, nefnilega hug- sjón hins friðsama vitmanns og manna- sættis sem birtist í einstaklingum einsog Njáli á Bergþórshvoli, Gesti Oddleifssyni, Ingimundi gamla, Gissuri hvíta og jafn- vel líka Gísla Súrssyni og Gunnari á Hlíð- arenda, sem báðir voru seinþreyttir til vandræða. Mannshugsjón Halldórs er margþættari og tærari, en hún á tví- mælalaust meðal annars rætur sínar í því meginviðhorfi íslendingasagna, að andlegt atgervi sé heillavænlegra og virð- ingarverðara en líkamsafl. Hinn póllinn í skáldskap Halldórs Lax- ness er heimsmaðurinn, hinn sjálfhverfi tækifærissinni sem kemur ár sinni fyrir borð í þjóðfélaginu, athafnamaðurinn, máttarstólpi mannfélagsins. Þessir ein- staklingar eru ekki endilega illir, saman- ber Bogesen, Pétur þríhross, Búa Árland og Gúðmúnsen; stundum eru þeir lífs- þreyttir bölsýnismenn, öðrum stundum skoplegir góðgerðamenn. En þegar öll kurl koma til grafar eru þeir fyrirlitlegir, afþví þeir eru annaðhvort falskir eða sið- ferðilega blindir. Athafnir þeirra stjórn- ast ekki af innri sannfæringu, þeir lifa í sjálfsblekkingu og telja sér trú um að þeir fái hreppt lífið með því að hegða sér í samræmi við leikreglur spilltrar veraldar. Þó þeir séu kannski ekki illir í sjálfum sér, eru þeir verkfæri hins illa í heimin- um, ranglætis, blekkinga, siðblindu, afþví þeir hafa tekið prjál heimsins fram yfir sína eigin sál. Þessir einstaklingar koma fyrir í ýmsum gervum í flestum verkum Halldórs, í Rauðsmýrarmaddömunni og Birni á Leirá, fegurðarstjóranum og Gvendó, auk þeirra persóna sem fyrr voru nefndar og fjölmargra annarra. Þeir eiga sér að jafnaði ekki viðreisnar von, en þó kemur fyrir að þeir iðrist og bæti ráð sitt, einsog Gvendó í Dúfnaveizlunni, og má vera að það sé til marks um aukið um- burðarlyndi skáldsins á efri árum gagn- vart mannlegum ófullkomleik. Þegar höfð er í huga sú mannshugsjón Halldórs Laxness, sem ég hef stuttlega drepið á, má það virðast undarlegt hve áhugasamur hann hefur verið um mál- efni dagsins og athafnasamur á vettvangi þjóðmálanna. Enginn annar íslenzkur rithöfundur hefur tekið jafnvirkan þátt í þjóðmálabaráttunni og enginn haft önnur eins áhrif á hugsunarhátt og öll viðhorf íslendinga, ekki einungis með skáldverkum sínum, heldur einnig og ekki síður með greinum og ritgerðum sem fylla 50

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.