Samvinnan - 01.08.1967, Page 56

Samvinnan - 01.08.1967, Page 56
hin sömu. Það verður að borga sig að halda tónleikana. Sá, sem vill kynnast því, sem er að gerast í tónlist samtímans er litlu nær, þótt hann sæki tónleika mjög reglulega. Það gengur svo langt, að tónleikahaldara, sem heldur kirkjutónleika, finnst vænlegra að spila þrjúhundruð ára danshússmúsík en kirkju- tónverk frá seinustu árum. (temfKrpíwrur) Dægurmúsík er í miklu veldi hér sem annars staðar víða. Þeir, sem mest bera fyrir brjósti útbreiðslu hennar hérlendis, sjá fyrir takmarkalausu upplagi af hljómplötum, raða sér saman í leik- flokka undir ýmsum skemmtilegum nöfnum og selja aðfarir sínar dýru verði út um allt land. Dagblöð halda uppi sam- felldri auglýsingastarfsemi um forkólfa þessarar greinar um víða veröld. Þar er vakað yfir hverri hreyfingu þeirra. A meðan eru tónlistarverk frumflutt í næstu löndum, verk sem vekja mikið umtal, hrifningu, virðingu, gleði — verk eins og „Lúkasar- passían" eftir pólska tónskáldið Krzysztof Penderecki. (rtuulem/vj Sá, sem áhuga hefur á tónlist samtímans, hefur áhuga á að heyra hana með eigin eyrum, hefur áhuga á að kynnast höf- undum hennar eða flytjendum á erfitt um vik á íslandi •— stendur varla spönn framar afa sínum í hans ungdæmi, þrátt fyrir samgöngubæturnar og fjölmiðlunina. Manneskjum er ekki nóg að hafa afspurnir af listrænum at- burðum. Endurprentanir og hljómplötur ná ekki sömu áhrif- um og raunverulegt listaverkið og tónleikurinn. Stórverk eru frumflutt á þessu yfirstandandi ári, eins og áðurnefnd passía. Höfundar stórverka eiga merkisafmæli eins og Stravinsky í júní, deyja eins og Kodály í marz, og árið er rétt hálfnað. Lífið gengur sinn gang á íslandi, þrátt fyrir þetta allt. Marg- umtalaðir útlendingar koma hér við óséðir á leið sinni yfir hafið. Sumir þeirra eru tónlistarmenn, sem umheimurinn sækist eftir að heyra og sjá í kaupbæti. John Cage mun hafa gefið öndunum á tjörninni í Reykjavík oftar en einu sinni. Tónskáldið Luciano Berio og kona hans, Cathy, sem syngur allt, syngjanlegt og ósyngjanlegt, ferðast yfir Atlantshafið — kannske hefði ein- hvern tíma verið hægt að benda þeim á þetta land á leiðinni. ( etr/íHió Þannig má lengi telja. Nú er svo komið, að spyrjandinn (væntanlega) skilur, að spurning hans upphafleg fær engin greið svör — og slitróttar fréttir af mönnum og atburðum eru harla lélegir staðgenglar listrænnar reynslu. Til að ráða bót á því eru ekki nema tvær leiðir færar. Önnur er sú, að hið opinbera eða t. d. Háskóli ís- lands veiti mönnum tækifæri til að hafa persónuleg kynni af þeim öllum, sem bera nöfnin, er samhengislausar fréttir færa hingað mætti það ómögulega lenda á vitlausum stað. Það væri fólk fá nóg að gera við að búa til og flytja tónverk á hálfs til hcils árs skeiði. Þá væri fyrst almennilega hægt að fá að vita af eigin raun, hvað er að gerast í samtímatónlistinni. Aðeins eins bæri að gæta. Þá loksins er listafólkið færi að flykkjast hingað mætti það ómögulega lenda á vitlausum stað. Það væri t. d. hryggilegt, ef Stravinsky yrði drifinn í götuhreinsunina, Penderecki í fiskverkun, Ligeti í benzínafgreiðslu, Madern í bókhald einhvers fyrirtækisins o. s. frv. Hin leiðin er auðvitað sú, að við ræktum fyrst og fremst okkar eigin samtímatónlist á íslandi, ræktum hana svo vel, að við þyrftum ekki að vera að spyrja frétta annars staðar frá. Þeir, sem eitthvað hefðu að segja, létu okkur strax vita, því að allt leitar óhjákvæmilega þangað sem straumurinn er mestur eða gróskan og vaxtar- skilyrðin bezt. GYÖRGY LIGETI flýði frá Ungverjalandi 1956. Hann hef- ur samið nokkrar umtalaðar tónsmíðar svo sem „Appari- tions" fyrir hljómsveit, „Atmospheres", „Aventures" og „Nouvelles Aventures“, auk sálumessu og cellókonserts. Hann er líka eftirsóttur kennari. Með honum t. h. á mynd- inni er ílalska tónskáldið Bruno Maderna, sem þykir hinn frábærasti hljómsveitarstjóri og túlkandi nýrrar tónlistar. 56

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.