Samvinnan - 01.08.1967, Page 58
Santa Maria Maggiore í
Prancavilla al Mare á
Ítalíu. — Húsameistari:
Ludovico Quaroni.
Ljósið kemur inn um f jóra
glugga efst í hlöðnum
veggjum og lýsir upp
krossinn í hvelfingunni
sem er úr járnbentri stein-
steypu.
„SIÐBÓT" Í KIRKJUBYGGINGALIST ERLENDIS
Kirkjubyggingar hafa mjög verið á dag-
skrá hérlendis síðustu árin og hefur ver-
ið reist allmargt nýstárlegra og fallegra
kirkna utan Reykjavíkur á sama tíma
og Reykvíkingar eru að reisa óbrot-
gjarnan minnisvarðaum smekkleysi sitt
á Skólavörðuhæð, sem gera mun höfuð-
borgina að eilífum smábæ. Erlendis er
farið að tala um „nýja siðbót“ sem komi
fram í viðleitni bæði mótmælenda og
kaþólika við að gera kirkjur þannig úr
garði að þær svari kröfum nútímans, og
er mála sannast að óvíða hefur húsa-
gerðarlistin verið frjórri eða framsækn-
ari en einmitt í kirkjubyggingum. í 900
ár drottnaði gotneski stíllinn yfir
kirkjubyggingalist heimsins, enda voru
húsameistarar að mestu einskorðaðir
við stein og tré. Nú er farið að nota fleiri
efni, eins og meðfylgjandi myndir bera
með sér, og hefur það veitt sköpunargáf-
unni stóraukið olnbogarúm. Þyki mönn-
um kirkjurnar, sem hér eru sýndar, ein-
kennilegar, er þeim hollt að hafa hug-
fast, að á sínum tíma þótti ítölum svo
lítið til hins nýja kirkjubyggingastíls
koma, að þeir nefndu hann eftir menn-
ingarlausum barbörum, Gotum.
58