Samvinnan - 01.08.1967, Síða 60

Samvinnan - 01.08.1967, Síða 60
Enginn er ábyrgur fyrir önnur verk en þau, sem hann hefur unnið af frjáisum vilja. Frjálsræði viljans er því skilyrði þess, að siðfræðin geti fjallað um það, hvernig fram- ferði manna eigi að vera (normativ etik). Sé gert ráð fyrir því, að viljinn sé bund- inn, getur siðfræðin einungis fengizt við að lýsa framferði manna eins og það er, án þess að setja fram nokkra viðmið- un (deskriptiv etik). Determinismi og indeter- minismi hafa reynzt ósættan- legar andstæður, einmitt vegna þess að hvor kenningin um sig er í rauninni lokuð heims- mynd. Tilraunir til þess að samræma þessar kenningar enda flestar á því að ætla frelsinu ákveðið takmarkað svið, sem ekki er í neinni snertingu við hið ófrjálsa svið, t. d. að viljinn sé frjáls, en at- hafnirnar bundnar af orsaka- tengslum. í rauninni eru báð- ar þessar kenningar metafys- iskar og verða þær því hvorki sannaðar né afsannaðar. Orsakasetningin er styrkasta stoð determinismans. Er þá gert ráð fyrir því, að engin breyting geti átt sér stað án undanfarandi orsakar. Er og gjarnan á það bent, að raun- vísindi nútímans bysgjast á orsakasetningunni. Einnig er talið mikilvægt, að læknavís- indin hafa sýnt fram á náin tengsl líkams- og sálarlífs. Sé það rétt, að allar breytingar verði vélrænt, vegna óhjá- kvæmilegs orsakasamhengis, er augljóst að maðurinn verð- ur ekki gerður ábyrgur gerða sinna og þar af leiðandi verð- ur engin þörf fyrir normativa siðfræði. Þeir sem halda fram inde- terminisma viðurkenna yfir- leitt að möguleikarnir, sem valið er á milli, séu mjög tak- markaðir af fortíð einstakl- ingsins, erfðum og aðstæðum. En lögð er áherzla á, að for- tíðin sé ekki hið eina, sem ó- hjákvæmilega leiði til þeirrar ákvörðunar, sem tekin er. M.ö.o. er indeterminisminn afstæður (relativ, ekki abso- lut). Dregið er í efa að yfir- leitt sé hægt að taka ákvörð- un algerlega frjálst, án tillits til fortíðar og aðstæðna. Indeterminisminn telur að ekki sé sannað, að orsakasetn- ingin sé jafn algild og deter- minisminn heldur fram. Þá telur indeterminisminn hæpið að draga ályktanir um sálarlíf manna af niðurstöðum nátt- úruvísindanna, en á sviði þeirra hefur orsakasetningin einkum reynzt nytsöm. Rann- sókn fyrirbrigða (obiekta) fjallar um það sem er, þ. e. það sem þegar er orðið og til- heyrir því fortíðinni. Hinsveg- ar er augnablikið, þegar á- kvörðunin er tekin og lífinu lifað, utan sviðs hinnar obi- ektivu könnunar og þar með orsakasetningarinnar. Wolfgang Trillhaas bendir á það í siðfræði sinni (Ethik, bls. 55 ff.) að tvennskonar mann- leg reynsla liggur að baki hinna metafysisku kenninga um determinisma og indeter- minisma. Þannig eru ákvarðanir manna fyrirfram takmarkaðar af því sögulega tímabili og því landi og þjóð sem þeir eru af og lifa með. Sálarlífið mótast af tíðarandanum og virðist að "~*nilegu leyti aðeins vera við- brögð við umhverfinu. Þá er og augljóst, að það efni, sem ákvörðunin fjallar um, er fyr- ir hendi áður en ákvörðunin er tekin. Möguleikarnir, sem valið er um, eru til áður en valið er, sbr. Trillhaas (Ethik bls. 55): „Das, was ich wáhlen oder verwerfen soll, habe ich eben nicht frei gewáhlt, son- dern es ist mir gegeben oder nicht.“ Þá má benda á það, að engum sönnunum verður kom- ið við um það, hvort hægt hefði verið að taka aðra á- kvörðun eða bregðast öðruvísi við í ákveðnum aðstæðum en gert hefur verið. Hinsvegar er það staðreynd, að menn finna til ábyrgðar vegna unninna verka. Sá, sem ákvörðun tekur, ber auðvitað ekki ábyrgð á áhrifum tíma og aðstæðna, en sá er ábyrg- ur, sem veit um afleiðingar ákvarðana sinna og verka, einnig sá, sem getur eða á að vita um afleiðingarnar. Um- hugsun um það, sem gert er, er því ein helzta stoð siðgóðr- ar breytni. Þessi tvennskonar reynsla — annarsvegar að viljinn sé bundinn, hinsvegar að hann sé frjáls — virðist í fljótu bragði útiloka hvor aðra, með svipuðum hætti og determin- ismi og indeterminismi. En reynsla manna virðist benda til þess, að þessi tvennskonar reynsla rekist ekki á, heldur sé viljinn frjáls innan vissra mjög þröngra takmarka Almætti Guðs birtist ekki í óhjákvæmilegum orsaka- tengslum allra hluta, heldur í algerlega frjálsum og per- sónulegum vilja hans. Hin- ar metafysisku kenningar um determinisma og indetermin- isma standa því algerlega utan við og í andstöðu við hið kristna frelsishugtak. Algert (absolut) frelsi er aðeins í Guði. Hver sá, sem kýs að lifa heiminum og telur sig vera frjálsan þar með, lifir í blekk- ingu. Heimurinn er fallinn frá Guði og hver sem honum teng- ist fjarlægist Guð og þar með hið eina raunverulega frelsi. Að kristnum skilningi er frjálsræði viljans því fólgið í því að lifa í samræmi við vilja Guðs. Gyðingar töldu að algjör uppfylling boða lögmálsins væri eina leiðin til Guðs, en sú leið hefur reynzt ófær. Þar með varð lögmálið að bölvun, sem í rauninni fremur tengdi menn hinum fallna heimi en Guði, leiddi til syndar í stað hjálpræðis (sbr. Gal. 3: 10 og 13). Hjálpræðisverk Krists er frelsun undan oki lögmálsins og heimsins (Gal. 3:13, 4:5). En það frelsi, sem Kristur veit- ir, er ekki til þess, að hægt sé að uppfylla lögmálið, heldur eru þeir, sem hann hefur frelsað, „dánir lögmálinu til þess að lifa í Guði“ (Gal. 2: 19). í samræmi við þetta eru ummælin í Gal. 5:1 a: „Til frelsis frelsaði Kristur oss“ og 5:13 a: „Því að þér voruð bræður, kallaðir til frelsis." Augljóst er af þessu, að frelsi kristins manns er fengið fyrir hjálpræðisverk Jesú Krists. Frá kristnu sjónarmiði er frelsið því ekki neinn mann- legur eiginleiki, heldur gjöf Guðs. Frelsi er hið sama og frelsun, enginn á frelsið nema hann sé frelsaður. Þar sem frelsið er náðargjöf Guðs, getur maðurinn ekki eignazt það í eitt skipti fyrir öll. Hinn frelsaði maður verð- ur stöðugt að veita náðargjöf frelsisins viðtöku. Hinn nýi maður, sem lifir undir náð, lifir eftir sem áður í hinum fallna heimi, verður fyrir á- hrifum hans og freistingum. Hann verður því stöðugt að berjast gegn þessum áhrifum og hinum gamla manni, sem er ofurseldur þeim. Hinn fallni heimur er ekki fær um að veita náð Guðs fyllilega viðtöku og tileinka sér frelsi hans. Það verður ekki fyrr en við endurkomu Jesú Krists, er allri synd verður eytt og heim- urinn verður endurskapaður, að hann eignast beina hlut- deild í frelsi Guðs. Hið kristna frelsishugtak er því eskatolog- iskt að því leyti, að hið full- komna frelsi er fyrirheit sem mun uppfyllast í fyllingu tím- ans. Hinar ýmsu kirkjudeildir hafa tekið ólíka afstöðu til hins kristna frelsishugtaks, allt frá áherzlu á mikilvægi frjálsræðis viljans mönnum til hjálpræðis til algerrar fyr- irhugunar Guðs. Rómversk-kaþólska kirkjan leggur áherzlu á frjálsræði viljans. Telur hún, að frjáls- ræði mannlegs vilja komi fram í því, að hann hefur hæfni til að taka afstöðu til köllunar Guðs. Þennan hæfi- leika hefur maðurinn þó að- eins vegna hlutdeildar sinnar í frelsi Guðs. Telur rómverska kirkjan, að maðurinn eigi nokkra hlutdeild í frelsi Guðs, þrátt fyrir syndafallið. Þessi hlutdeild er mismikil, minnst þegar maðurinn lætur und- an freistingum og syndgar, en mest þegar maðurinn er alveg á valdi Guðs náðar. Róm- verska kirkjan telur, að mað- urinn geti fyrir eigin tilverkn- að aukið frelsi sitt. Skylt er að benda á, að rómverska kirkjan viðurkenn- ir, að viljafrelsinu eru skorð- ur settar af erfðum, umhverfi og öllum aðstæðum. En hún telur, að ákvarðanir, teknar af frjálsum vilja, hafi bein áhrif á hjálpræði manna og farnað (og minnir því um margt á hinn metafysiska indetermin- isma). Reformeraða kirkjan leggur megináherzlu á hátign og al- veldi Guðs. í samræmi við það telur hún að örlög manna séu fyrirfram ákveðin af Guði, þ.e. Guð útvelur suma til frelsun- ar en aðra til glötunar. Þessi fyrirhugun Guðs (praedesti- natio) bindur þannig hinn mannlega vilja. Fyrirhugunar- kenningin á sér heimspekilega hliðstæðu í hinni metafysisku kenningu um determinisma. 60

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.