Samvinnan - 01.08.1967, Qupperneq 64

Samvinnan - 01.08.1967, Qupperneq 64
SAMSÆRID A FLOKKSÞINGI 1952 Kafli úr óprentaðri sjálfsævisögu Stefáns Jóhanns Stefánssonar sem kemur út hjá Setbergi fyrir jólin J\ flokksþingi 1950 var þó allt með nokkurn veginn kyrrum kjörum. Ég var endurkosinn formaður í sjöunda sinn án þess að nokkur væri í kjöri á móti mér. Allar ályktanir þingsins voru í samræmi við þá stefnu, sem flokkurinn hafði fylgt og ég átti þátt í að marka. Ekki get ég heldur sagt, að nokkurrar verulegrar gagnrýni gætti á störfum mínum á þessu flokksþingi, hvort heldur sem flokksfor- manns eða forsætisráðherra samstjórnar- innar 1947—1949, sem farið hafði frá milli flokksþinga. Allt var með felldu á yfir- borðinu, en mér var það vel ljóst, að nokkur andstaða ríkti gegn mér undir niðri, og stóðu að henni fyrst og fremst þeir Hannibal og Gylfi. Á næsta kjörtímabili flokksstjórnar- innar virtist vera sæmilegur friður í flokknum. Ég var hvort tveggja í senn formaður hans og þingflokksins. Dvaldi ég á þeim árum dálítið erlendis á þingum Evrópuráðsins í Strassborg, og annað árið nokkrar vikur umfram þingtíma þess, af því að ég varð fyrir lítilsháttar slysi. Ég sinnti þó stjórnmálastörfum mínum eins og venjulega og hafði forystuhlutverki að gegna í stjórnarandstöðunni á alþingi. Leið svo fram að undirbúningi flokks- þingsins haustið 1952. Hafði ég hugsað mér, og sagt það við nokkra vini og sam- starfsmenn, að gefa kost á því þar að vera formaður flokksins eitt kjörtímabil enn, eða til haustsins 1954. En þá ætlaði ég að láta af formennskunni, er ég væri orðinn 60 ára, og mæla með Emil Jóns- syni sem eftirmanni mínum. Það var lengi fast í huga mínum að reyna að stuðla að því, að Emil Jónsson yrði eftirmaður minn sem formaður Al- þýðuflokksins. Fór ég ekki dult með þá skoðun mína, hvorki við góða flokksfélaga né við Emil sjálfan. Er það alltítt um forystumenn í stjórnmálum, að þeir hafa ákveðna skoðun á því, hver eigi að taka við forystuhlutverki þeirra. Man ég vel eftir þingveizlu þar sem við Ólafur Thors sátum saman og röbbuðum, glaðir og hýrir í skapi. Sáum við þar álengdar þá Bjarna Benediktsson og Emil Jónsson, og sagði Ólafur þá stundarhátt við mig: „Þarna eru krónprinsarnir okkar, við skulum ganga til þeirra og segja þeim hátíðlega og samtímis frá vilja okkar.“ Gerðum við það, en Bjarni og Emil vildu sem minnst um þetta mál ræða, enda voru margir nálægir, er máttu heyra mál okkar. Féllu því allar frekari ræður um þetta niður. Ég skipti mér ekkert af undirbúningi fulltrúakjörs til flokksþingsins 1952. Komu þó einstakir félagar mínir að máli við mig, þar á meðal Sigurjón Á. Ólafs- son, sem jafnan var glöggskyggn á það, hvað væri að gerast í flokknum, og sögðu, að leynileg samtök væru á ferðinni í þvi skyni að velja nýjan flokksformann og að nokkru leyti nýja flokksstjórn. Sinnti ég þessu lítið, enda lagði ég ekki mikinn trúnað á það. Kom bá í ljós, sem oft endranær, að ég var ekkert sérlega tor- trygginn í garð flokkssystkina minna. Ég hafði aldrei viljað væna menn um undir- róður eða óhollustu innan flokksins, nema órækar sannanir lægiu fyrir, og bótt ég segi sjálfur frá bar é<r í lengstu lög blak af flokksmönnum mínum, hótt nefndir væru í sambandi við eitthvað bess háttar. Má hver sem vill leggja mér bað til lasts. Síðar, og of seint. komst ég að bví, að marga mánuði, jafnvel ár. hafði verið unnið að því með levnd að undirbúa fullt.rúakiör til bessa flokksbings með bað fvrir augum að fella mig frá formennsku og skipta að verulegu levti um flokks- stiórn. Við bví er að siálfsögðu ekkert að segia. þótt menn vilji skint.a. um for- mann og stiórn í flokki. En bezt tel ég bó fara á því, að bað sé gert fvrir onnum t.iöldum innan flokksins og bvggt á hlut- iægri og drengilegri gagnrvni. Sú a.ðferð sómir sér alls staðar be^t. ekki sízt i flokki albýðunnar. sem berst fvrir góð- um málstað og göfugum hugsjónum. Um það bil sem flokksþingið kom sam- an síðast í nóvember 1952, vissi ég það með öruggri vissu, að samtök höfðu verið mynduð til þess að skipta um flokksíor- mann og flokksstjórn að einhverju leyti. Ég vissi þó ekki, hvert fylgi þau samtök voru búin að tryggja sér á þinginu, og trúði því, að meirihluti þess myndi enn endurkjósa mig. Ég ákvað því að vera í kjöri, enda átti ég vissan stuðning margra áhrifamanna flokksins, sem með mér höfðu starfað bæði vel og lengi. Síðan hef ég oft sakað mig um það að hafa gert skyssu, er ég ákvað þetta. Ég hefði átt að reyna að stuðla að því á flokksþinginu 1952, að Emil Jónsson yrði þá kosinn for- maður í minn stað. Var og af sumum andstæðingum mínum látið í það skína, að á það myndi verða sætzt. Ekki er ég þó alveg viss um, að svo hefði orðið, því að samtök höfðu þá þegar verið gerð um það að velja Hannibal Valdimarsson tii flokksformanns. En mér hefur síðan fundizt, að ég hefði átt að gera þessa tilraun, þótt mér sé ljóst, að örðugt hefði verið að fá Emil til þess að vera í kjöri og óvíst eins og á stóð, að hann hefði verið kosinn, þar eð andstæðingar mínir höfðu þjappað sér fast saman um Hannibal, og nokkrir nýir menn þráðu að komast með honum til valda; var ei heldur glæsilegt fyrir Emil að taka við flokksformennsk- unni eins og á stóð, því að fleirum átti að skáka í burtu en mér og velja nýja menn í þeirra stað, svo að óvíst var um samstarf innan nýrrar miðstjórnar og mótun á stefnu flokksins. Ég hefði þó máski átt að gera þessa tilraun. Kannski hefði hún komið í veg fyrir það ömur- lega upplausnartímabil í sögu Alþýðu- flokksins, sem þá blasti við, þótt ekki yrði það langt. Flokksþingið 1952 mun fyrir margra hluta sakir verða lengi í minnum haft. Ég hafði staðið í eldhúsinu á mörgum fyrri þingum flokksins, fyrst sem ritari, síðar sem formaður, og veitt gagnrýni viðnám eftir því sem ég gat. Og ég held að ég segi það satt, að sjaldan hafi gagn- rýnin verið lítilfjörlegri en á flokksbing- inu 1952. Árásirnar á mig sem formann voru heldur ekki miklar og að mér fannst ekki yfrið rökstuddar. Ég hafði undirbúið með félögum mínum í fráfarandi mið- stiórn ályktanir um stjórnmál: var beim lítið breytt í nefnd, enda sambvkktar á flokksbinginu í einu hljóði. Á beirri stundu virtist ég vera alger sigurvegari þar um stefnu og starfsaðferðir flokksins. En í baksalnum og úti í hornum, mér liggur við að seg.ja skúmaskotum. var hlióðskraf mikið og miklar ráða.gerðir. Og begar stuðningsmenn mínir vildu ræða við hina fulltrúana, voru beir fáorðir og lét.u lítið unpi um afstöðu sína. Þet.ta var skvnsamleg aðferð. en ekki skemmtileg. Það var allra líkast bví sem verið væri að tala. við eiðsvarna samsærismenn. sem bundnir væru bagnarheiti og hugsuðu um bað eitt, að framkvæma einhveriar fvrir- skjnaðar a.thafnir. Andrúmsloftið var hrannað af óvissu og snenningi. Einstaka rödd heyrðist um það, að nú skvldi Al- 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.