Samvinnan - 01.12.1967, Page 10

Samvinnan - 01.12.1967, Page 10
Jósef Djúgasjvílí, sem átti eftir að ganga undir mörgum nöfnum, þ. á. m. nafninu Stalín, var ekki Rússi, heldur Georgíumaður, sonur skósmiðs í litlum bæ nálægt höfuðborginni Tíflis. Georgía átti merkilega forna menningu, en hafði dregizt svo langt afturúr á 19. öld, að jafnvel Rússar komu þangað til að nema land og siðmennta fólkið. Þeir lögðu vegi og járnbrautir; þeir komu með tungu sína og bókmenntir, og síðast en ekki sízt komu þeir með ólgandi þjóðfélags- og byltingarkenningar — og jafnvel líka pólitíska fanga, því Georgía var afskekkt einsog Síbería og því vel fallin til fanga- geymslu. Jósef Djúgasjvíli lærði rússnesku á unga aldri, en móðurmál hans var georgiska. í útliti var hann líka fremur austrænn en evrópskur, einkanlega í æsku. Hann ólst upp í hálfgerðu ætt- flokkaþjóðfélagi þar sem lénsskipulag var enn við lýði, bændaánauð talin sjálf- sögð, og árásir óaldarflokka í fjöllunum daglegir viðburðir. Árið 1879, þegar Stal- ín fæddist, var Rússland á lágu siðmenn- ingarstigi, en Georgía var mörgum öld- um á eftir Rússlandi. Eina stofnun höfðu Georgíumenn lengi átt sameiginlega með Rússum: grísk-orþódoxu kirkjuna, og fimmtán ára gamall var Jósef Djúgasjvílí sendur í prestaskólann í Tíflis, sem laut stjórn munka og var bezti skóli Georgíu. Presta- skólinn var í rauninni eini æðri skóli Georgíu; þar ríkti járnagi og mikil siða- vendni. Eitt helzta verkefni munkanna var að bæla niður áhuga piltanna á for- boðnum bókmenntum og georgískri þjóð- ernisstefnu. Skömmu áður en Jósef kom til skólans hafði skólastjórinn verið myrtur; það er kannski ekkert undrun- arefni að munkarnir héldu uppi skipu- lögðum njósnum um piltana á sama hátt og leynilögreglan njósnaði um Rússa yfir- leitt, bæði á valdatíma keisaranna og Stalíns. Hann var alinn upp í andrúms- lofti tortryggni og haturs í ríkara mæli en flestir Rússar. Þegar leit var gerð í fórum hans og í ljós kom lánuð bók úr bókasafni borgarinnar, var hann kærður og settur í einangrunarklefa. Hann skrifaði síðar sjálfur um „harð- neskjulegt umburðarleysi og Jesúíta- aga“ skólans og um andrúmsloftið sem var „gagnsýrt hatri á kúgun keisara- stjórnarinnar", en kannski gerði hann sér ekki fulla grein fyrir þeirri ómet- anlegu þjálfun í slægð og svikum sem hann hlaut í prestaskólanum í Tíflis. Þegar Stalín var 19 ára hafði hann sagt skilið við byltingarhreyfingu georg- ískra þjóðernissinna og gengið í sósíal- ískan leynifélagsskap sem hélt fundi í Tíflis. Hann fékk þann vitnisburð að hann væri þrætugjarn og uppástöndug- ur, og þegar hann lét undir höfuð leggj- ast að koma til prófs, var hann rekinn úr skóla árið 1899, tvítugur að aldri. Uppfrá þessu beindist öll orka hans að starfi sósíalísku neðanjarðarhreyfingar- innar; hún skipulagði verkfall járn- brautarstarfsmanna; hún hélt leyni- fundi; hún hélt 1. maí hátíðlegan; hún slapp úr greipum leynilögreglunnar. En 1901 uppgötvaðist þáttur Djúgasjvílís í öllu þessu; og endaþótt hann slyppi við handtöku, varð hann að fara frá Tíflis og í hlutverkið sem hann gegndi næstu 16 árin: hlutverk hins hundelta, nafn- lausa æsingamanns og byltingarblaða- manns, sem fór frá Tíflis til Batúm, til Bakú, frá Kákasus til Finnlands, til Vín- arborgar og yfirleitt hvert sem nauð- synlegt var að fara til að vinna að fram- gangi byltingarinnar. Hann var hvað eftir annað handsamaður og sendur til Síberíu, en slapp jafnharðan. Hann tók sér hvert dulnefnið á fætur öðru, nefndi sig fyrst Kóba eftir georgískri þjóðsagna- hetju, síðan fvanóvitsj og einum tíu nöfnum öðrum unz hann afréð að halda nafninu Stalín, „Stálmaðurinn". Hann lifði í rauninni einsog munkur, fórnaði fjölskyldulífi og veraldargæðum. Að vísu kvæntist Stalín snemma, en kona hans dó ung, og hann kvæntist ekki aftur fyrr en 1918, þegar hann var ná- lægt fertugu. í hinum hatrömu deilum sósíalískra út- laga á fyrstu árum aldarinnar var Stalín einlægur stuðningsmaður og skjólstæð- ingur Leníns. Stalín var einbeittur bolsé- víki í deilunum við mensévíka, jafnvel enn harðari en sjálfur Lenín í kröfunni um kenningarlega einingu; og bjó hann þar að veru sinni í prestaskólanum. Sá sem berðist fyrir Flokkinn yrði að hlíta ákvörðunum hans skilyrðislaust. Hann tók því ótrauður þátt í að skipuleggja banka- og lestarán og var snemma skip- aður foringi ræningjaflokkanna í Káka- sus, sem voru svo áfjáðir í að efla fjár- hag Flokksins, að margir flokksmenn mótmæltu glæpsamlegu athæfi þeirra. 10

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.