Samvinnan - 01.12.1967, Page 18
lest í flutningskostnað og
skipafélögin íslenzku segjast
ekkert ofsæl af því. Kannske
ætlar forstjórinn sér að nota
til þessara flutninga erlend
leiguskip, sem eru ódýrari í
rekstri en þau íslenzku. Það er
ekki ósennilegt, þó Viðskipta-
málaráðuneytið væri nú alveg
nýverið að leggja hömlur á
það, að útflytjendur sjávaraf-
urða mættu notfæra sér það.
Semsagt, eftir 7 ár er fram-
leiðsluverðmætið úr Mývatni
orðið 80 milljónir króna, en í
fyrra var framleiðsluverðmæti
hraðfrystihúsa landsmanna
sem hér segir:2)
Fiskflök 1090 millj
Heilfrystur fiskur 163 —
Humar 150 —
Heilfryst síld 146 —
Rækjur 36 —
Dýrafóður 29 —
Hrogn 24 —
Síldarflök 11 —
eða alls um 1650 milljónir
króna. Þetta er iðnaðurinn sem
er álitinn óalandi og óferjandi.
Er virkilega ekki hægt að gera
þá kröfu til ráðamanna, að þeir
geri sér grein fyrir hvað eru
aðalatriði og hvað eru auka-
atriði?
Hér er byggð ein verksmiðja,
sem eftir 7 ár á að framleiða
verðmæti, sem svarar til
tveggja skipsfarma af freð-
fiski til Bandaríkjanna. Mér er
sem ég sjái sjónvarpsvélarnar
snúast í hvert skipti sem Sel-
foss eða Jökulfell leggja af
stað vestur um haf. Og þess
verður víst langt að bíða, að
ráðherrar okkar haldi hjart-
næmar ræður við slík tíma-
mót.
En þá er komið að upphafs-
spurningunni: Er fiskfram-
leiðsla okkar svo einhæf, að
óvarlegt sé að treysta á hana?
Þetta er sú spurning, sem
áróðursmenn „stóriðjunnar“
kasta gjarna fram og svara
svo sjálfir jafnharðan jákvætt.
Þegar svo er spurt, hlýtur að
mega miða við hina óteljandi
möguleika í sölu annarra vara,
svo sem kísilgúrsins marg-
rædda. Baldur Líndal efna-
verkfræðingur telur3) megin-
sölumöguleikana vera í því að
selja gúrinn sem síunarefni.
Aðra möguleika bendir hann á,
en telur flutningskostnaðinn
héðan svo háan, að þeir komi
tæpast til greina. Það er sem-
sagt einhver munur en trosið
frá íslandi, sem bara er notað
til áts.
Röksemdirnar um einhæf-
ingu sjávarútvegsins eru rang-
ar vegna þess, að þeir sem
halda þeim fram gera sér ekki
grein fyrir því, hversu geysi-
leg þróun hefur átt sér stað
undanfarin ár. Þessar rök-
semdir voru réttar um 1930, en
þá var líka ein vörutegund,
saltfiskurinn, um 70% af út-
flutningi þjóðarinnar-i). Þar að
auki voru markaðirnir fyrir
saltfiskinn afar takmarkaðir,
því það eru ekki nema fáar
þjóðir, sem kunna að meta
þessa vöru. í dag er hér miklu
fjölbreyttari fiskiðnaður en þá
og markaðirnir miklu betur
settir hvað viðkemur notkun
fiskafurða i því ástandi, sem
við getum framleitt hann.
Útflutningsskýrslur segja
ekki nema lítið brot af þessari
sögu, en fyrir árið 1966 líta þær
svona út:
Af ofangreindu sést, að fram-
leiðsla frystihúsanna er mik-
ilvægasta grein útflutnings-
framleiðslunnar, og sá iðnað-
ur hefur náð lengst í fram-
leiðni og sölustarfi allra
greina íslenzks sjávarútvegs.
En menn verða að aðgæta,
að það er ekki um eina vöru-
tegund að ræða hjá þessum
frystihúsum. Framleiðslan er
svo fjölþætt, að ógerningur er
að gera henni nema lítillega
skil í stuttri grein sem þess-
ari.
í fyrsta lagi er um að ræða
margar fisktegundir, og má
segja, að markaðirnir fyrir þær
séu þannig, að ekki er beint
samhengi milli eftirspurnar
eftir einni og eftirspurn eftir
annarri tegund. Þannig getur
þorskur verið í lágu verði, en
hátt verð á ýsu, o. s. frv.
í öðru lagi er vert að benda
á, að frystihúsin hafa það
mjög í hendi að aðlaga fram-
leiðsluna eftir kröfum og eft-
irspurn markaðanna. Þannig
geta þau nú framleitt t. d. úr
þorski: heilfrystan fisk, flök
með roði og beinum, roðlaus
flök í stórum umbúðum, neyt-
endapakkningar, blokkir til úr-
vinnslu og svo mætti lengi
telja.
Sama máli gegnir um aðrar
fisktegundir.
í þriðja lagi eru sífellt fleiri
lönd að bætast í hóp þeirra
þjóða, sem komið hafa upp
fullkomnu dreifingarkerfi fyr-
ir hraðfryst matvæli og eru
þannig orðin hugsanlegir
markaðir fyrir framleiðslu
okkar.
Nú í ár hafa t. d. verið flutt-
ar út hraðfrystar afurðir til
25 landa, þ. á. m. Ástralíu, Jap-
an, Kýpur og Ródesíu.
í fjórða lagi má benda á
það, að sölusamtök hraðfrysti-
húsanna hafa komið sér upp
stórum verksmiðjum í Banda-
ríkjunum til fullvinnslu á fiski
frá íslandi auk mjög viðamikils
dreifingarkerfis.
Þannig má segja, að hrað-
frystar fiskafurðir frá íslandi
skipti hundruðum og fari á
mjög marga og mismunandi
markaði.
Að bera þetta ástand saman
við ástandið 1930 er hreinasta
firra, og ekki er gáfulegra að
telja þennan fiskiðnað einhæf-
an.
Ég gat þess áður, að hrað-
frystiiðnaðurinn væri sá fjöl-
breyttasti af greinum fiskiðn-
aðarins hér á landi, og því er
ekki að leyna, að ástandið í
markaðsmálum sumra annarra
greina fiskiðnaðarins hér er
ekki eins gott og skyldi.
En ef vilji stjórnarvalda
væri sá sami fyrir eðlilegri
uppbyggingu í sjávarútvegi
eins og í „stóriðjunni“, þá
mætti margt færa til betri veg-
ar. Læt ég mér nægja að benda
á, að það væru ekki lítil fram-
leiðsluverðmæti, sem íram-
leiða mætti í lýsisherzluverk-
smiðju, sem byggð væri fyrir
150 milljónir króna, og það vil
ég fullyrða, að það þyrfti
hvorki að bíða í 7 ár né
greiða þriðjung verðmætisins
í sölulaun til að slík verksmiðja
skilaði meira búsílagi en Kísil-
iðjan við Mývatn.
Othar Hansson
1) Tímarit V.F.Í. 51 (3—6)
2) Fjármálatíðindi 14 (1)
3) Tímarit V.F.Í. 51 (3—6)
4) Arnór Sigurjónsson : Fiskimálanefnd
(1943)
Fryst (fiskur, síld & skelfiskur)..................: 25.8%
Mjöl (fisk-, síldar- & karfa-) : 20.9%
Saltað (saltfiskur, saltsíld) 18.6%
Lýsi (þorsk-, síldar- & hval-) : 15.8%
Hert ..............................................: 5.1%
ísað...............................................: 2.5%
Annað (hrogn, niðursuða) ..........................: 3.8%
HELGI G. ÞÓRÐARSON:
TOGARAÚTGERЗ
HRAÐFRYSTIHÚS
Á undanförnum árum hefir
endurnýjun íslenzka fiskiskipa-
flotans nær eingöngu beinzt
að byggingu síldveiðiskipa.
Þangað hefir leitað bæði fjár-
magn og mannafli, þar hefir
arðsvonin verið mest. Ástæð-
urnar eru fyrst og fremst al-
gjör tæknibylting við síldveið-
ar með tilkomu kraftblakkar-
innar og fullkominna leitar-
tækja. Skipin hafa stækkað og
sótt hefir verið á ný mið lengra
úti á opnu hafi, þar sem óhugs-
andi hefði verið að veiða síld á
minni skipum með gamla lag-
inu.
Höfuðeinkenni breytingar-
innar eru meira bundið fjár-
magn og færri vinnandi hend-
ur. Árangurinn í fyrstu lotu
hefir verið stóraukið aflamagn
miðað við sambærileg tímabil
og þar að auki hefir starfstími
skipanna við þessar veiðar á
ári hverju margfaldazt. Að
meðtöldum loðnuveiðum og
þorskveiðum í nót hafa síld-
veiðiskipin náð samfelldum
starfstíma allt árið við nóta-
veiðar að frátöldum tíma til
nauðsynlegs viðhalds og frá-
taka vegna ógæfta.
Samfara þessari þróun í
síldveiðunum hefir átt sér stað
stórfelld fjárfesting í síldar-
verksmiðjum og töluverð aukn-
ing í síldarsöltun, en varla telj-
andi í annarri síldarvinnslu.
Aðrar fiskveiðar hafa stað-
ið í stað tæknilega, meðan
þessu fór fram við síldveiðarn-
ar. Línuútgerð hefir næstum
lagzt niður suð-vestanlands, en
þraukar enn á Vestfjörðum.
Netaveiðar hafa haldizt nokk-
uð með þátttöku síldveiðiskipa,
sem eru í eigu eða á annan
hátt tengd frystihúsum og
öðrum fiskverkunarstöðvum,
en netanotkun hefir stóraukizt
og gæði aflans farið versnandi
að sama skapi.
Togaraútgerðin hefir ekki
borið sitt barr eftir missi veiði-
svæða við útvíkkun landhelg-
innar, en á sama tíma brást
afli á fjarlægum miðum, sem
um skeið hafði fært þeirri út-
gerð björg í bú. Togurum hefir
fækkað um helming og tog-
araútgerðarfyrirtækin, sem
enn stunda þá útgerð, hafa á
undanförnum árum verið að
éta upp eigur sínar og hafa
ekki endurnýjunarmátt.
Breytingarnar í síldveiðun-
um hafa gert þær að sérgrein,
18